Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
20.11.2008
Öskrandi kauptækifæri...
... það er ekki á hverjum degi sem fólk dettur um svona tækifæri.
Ó, en ég vil minna fólk á, svona áður en rokið er útí næstu Nasdqbúð til að kaupa böns af díkódi, að kaup í hlutabréfum eru áhættusöm, ákaflega áhættusömu. Já og annað, að kaupa í díkód er ekkert short term stöff, við erum að tala um að vera long í þessu.
Áfram veginn... til umskipta (þótt því fylgi áhætta)
Gengi bréfa deCODE aldrei lægra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2008
Heppnir Danir
Alltaf sama sagan með Baunana, drullu heppnir alveg hreint. Hafa ekkert, eiga ekkert, tja nema kannski mannauð; gengur einhvernvegin allt í haginn samt. Oftast.
Eða svo er að sjá.
Það að Anders Fogh Rasmussen sé að leita að svona "the end" jobbi í útlöndum en ekki heima fyrir er dæmigert fyrir þessa heppni þeirra. Hugsið ykkur bara ef okkar "afdönkuðu" stjórnmálamenn hefðu nú haft vit á því sama, ha! Væru kannski bara að vina í Brussel eða eitthvað! Ja hvar værum við þá?
Kannski að þessi mannauður sé einmitt málið.
Áfram veginn... mannauðugan.
Telja Fogh í atvinnuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008
Fjallkonan Medúsa
Ég var að hlusta á forseta vorn í Kastljósinu og þá varð til mynd í höfðinu á mér. Ég sá fyrir mér Medúsu (t.d. í mynd Rubens hér að neðan) komna með höfuðlag fjallkonunnar (Eldgamla Ísafold þ.e. gamalt landakort af Íslandi morphað yfir andlit hennar).
Skriðkvikindin, eiturnöðrurnar, voru með andlitsmyndir þátttakenda í aðdraganda og eftirleik Íslenska efnahagshrunsins. Þarna voru dabbi kongur (sem var), óli grís (sem er), jón (sem kannski verður) násker, hannes (sem er hinn) smái, bankastjórar þeirra gömlu "góðu" banka, bjarni hlaupagikkur, geir (ekki svo) harði, solla bolla, bjöggarnir, já þetta fólk og þeim líkt væri þarna í forgrunni. Í bakgrunni væri restin af ríkistjórninni og þeirri síðustu - gæti séð fyrir mér að þorgerður og björgvin teygðu álkuna á sér eitthvað yfir restina af liðinu.
Beitar tennurnar Medúsu sem voru, en eru nú niður botnar, eyddar - allt bit farið; þær gætu staðið fyrir íslensku fjölmiðlana. Bitlausa sem þeir hafa reynst, máttlausa, tuskulega.
Mér dettur í hug að ormarnir sem eru á flótta út úr myndinni tákni minni spámenn í útrásinni og fjármálaeftirlitið og restina af seðlabankastjórninni - já og allt liðið sem er að reyna að komast hjá því að verða bendlað við málið, s.s: VR stjórann, bankastýruna áhættumeðvituðu og svaðheppnu, já já ekki má gleyma greiningardeildastjórunum og heilum helling af handónýtum hagfræðingum, sem svo vel hafa greint fyrir okkur ástandið (ég vil nota þetta einstaka tækifæri til þessa að þakka góð ráð).
Gaman væri að einhver kynni að teikna þessa mynd. En eitt er víst að hver sem liti óskapnaðinn, skrímslið, augum mun steinrunninn verða. Hugsanlega er það svona sem útlendingar sjá land okkar og þjóðina um þessar mundir og vita ekki hvernig á að nálgast okkur.
Sem vonlegt er, sem vitlegt er.
Áfram veginn... veg umskipta!
Eldgamla Ísafold
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Mögum þín muntu kær,
meðan lönd girðir sær
og gumar girnast mær,
gljáir sól á hlíð.
höf:Bjarni Thorarensen
Mikið fjallað um ummæli forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nick Vujicic heitir ungur maður sem veit sitthvað um að vera í alvarlegri stöðu, þekkir það frá fyrstu, tja hendi, að falla flatt fésið á - aftur og aftur. Hann hefur lært að horfast í augu við vanda sinn, taka á honum - hefur lært að horfa björtum augum til framtíðar.
Ég fékk þetta frá vini mínum í tpósti áðan, hann taldi þetta skylduáhorf; því er ég sammála.
Mera um Nick: www.lifewithoutlimbs.org og en.wikipedia.org/wiki/Nick_Vujicic
Staðan er grafalvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008
Runnið á lyktina
Ég og hundurinn voru ekki komnir útum dyrnar hérna efst í Sigurhæðum þegar við urðum lyktarinnar varir, hnusuðum út í loftið í takt; eitthvað var að brenna hugsaði ég - veit ekki hvað Zorró hugsaði.
Þegar við vorum komnir út á Selásbrautina, sem ekki eru nema 40m, lá staðarákvörðun fyrir; þetta hlýtur að koma ofan úr Hádegismóum, frá Mogganum hugsaði ég - veit ekki hvað Zorró hugsaði.
Við hlupum áfram léttir á fæti, með trýnið upp í loftið; mót lyktinni. Ég velti því fyrir mér hvort að staðan hefði verið svo kolbikar svört þarna hjá þeim á Mogganum að þeir hefðu barasta kveikt í Óðalinu - held að Zorró hafi ekkert verið að pæla í því.
Þegar við skeiðuðum framfyrir húsin við Næfurásinn sá ég hvers kyns var, eitt af "sumarhúsunum" í hlíðinni norðan við Rauðavatnið var greinilega brenna - það efsta við slóðann sem liggur í áttina að Paradísardal. Ég áttaði mig á því að ég var ekki með síma og gat því ekki gert viðvart si svona, en taldi þó líklegt að það hefði þegar verið gert - enda lagði mökkinn yfir byggðina, m.a. Moggaskrifstofuna.
Reyndar sé ég það á mbl.is að tilkynning barst kl. 15:59 og skv. því hefði ég kláralega verið mínútu eða tveimur fyrr á ferðinni með mína tilkynningu.
Við runnum á lyktina, á köflum var erfitt að hlaupa í kófinu - veit að nú hugsaði Zorró það sama og ég - fjárans fnykur.
Við vorum nánast komnir að eldinum þegar "brunabílinn" urraði fram úr okkur, upp brekkuna, við tókum á okkur góðan krók og svifum upp á litla hæð þar sem bústaðurinn stendur undir. Við komum að húsinu, hlémegin, á þeim stað sem myndin með fréttinni er tekin.
Þetta er það hús þarna uppfrá sem einna verst er til haldið, svo illa að ekki var að sjá að slökkvikarlarnir (brunakarlarnir) teldu mikla pressu á sér að ná tökum á eldinum strax.
Ég held að þessi mínúta, eða voru þær tvær, hefði engu breytt um örlög sumarhallarinnar.
Sem er gott til að vita.
Áfram veginn... þó vaða þurfi reyk.
ES. Svo finnst mér það arfaslök fréttamennska að kalla húsið skúr og ekki skil ég að menn vilji hafa þetta í fleirtölu - enda ekki svo mikið sem neisti í útihúsum. Okey þetta var kannski ekki höll.
Eldur í skúrum við Rauðavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008
Þetta er ekki, ekki þolandi!
Það er hægt að mótmæla á ýmsan hátt, m.a. með sýnilegum hætti eins og nú stendur til. Ég hef þegar mótmælt þessu sjá hér: Sjálfsvörn
Önnur leið til þess að mótmæla er áþreifanleg; fólk getur sagt sig tímabundið úr VR eða þar til stjórn og formaður hafa brugðist rétt við.
Í mínum huga snúa þessi mótmæli ekki að persónu Gunnars, þó svo að ég sjái honum ekki annað fært en að taka pokann sinn, þau óbeint að stjórnarmönnum í VR, þau eiga í sjálfu sér ekki aðeins að lúta að þessari mjög svo misvitru ákvörðun um að fella niður persónulegar ábyrgðir bankamanna. Mótmælin eiga fyrst og fremst að beinast að því hvernig lífeyrissjóðir landsins starfa; krafan á að vera að starfsháttum þeirra verði breytt.
En fyrir alla muni mótmælum með von um virðingu og réttlæti.
Áfram veginn... til umskipta.
Vilja stjórn VR burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008
Obama syngur og dansar
Obama ræðir við fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008
Sjálfsvörn
Nú get ég ekki meir. Nú er ég reiður. Reiði er gjöf, ég hef rétt til þess að vera reiður, rétt til þess að krefjast umskipta.
Þennan tölvupóst hér að neðan sendi ég á stjórn VR áðan. Ákvað að láta fyrstu viðbrögð ráða. Skjóta viðstöðulaust. Ég skaut frá mjöðminni, vildi að ég hitti óværu framtíðar.
Ég skaut í sjálfsvörn.
Áfram veginn... nýja veginn!
|
Ég undirritaður mótmæli hér með harðlega að Gunnar Páll Pálsson sitji áfram sem formaður VR og skora ég hér með á stjórn VR að óska eftir því við hann að hann segi af sér, en víki honum ella.
Jafnframt fer ég þess á leit við stjórn VR að beita sér fyrir því að fulltrúar Lífeyrissjóðs VR sitji ekki í stjórnun félaga.
Með virðingu og ósk um réttlæti.
Viggó H. Viggósson
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008
Fátt er svo með öllu illt ...
Nú er þörf á fleiri góðum fréttum, fréttum til þess að fylgja þessari eftir. Besti væri að það væru fréttir í kjölfarið af skynsömum og djörfum ákvörðunum stjórnvalda og ráðamanna.
Mér dettur í hug fréttir af aðgerðum sem styðja við fjölskyldur í landinu sem nú eru að verða fyrir gríðarlegum áföllum vegna gengishruns og óðaverðbólgu. Fréttir af stuðningi við smærri fyrirtæki í landinu, af stuðningi við nýsköpun. Fréttir af því að þeir stjórnendur bankana sem hafa fortíð í sukkinu verði láttir víkja, að bankastjórn seðlabankans ákveði að víkja, að fengnir verði erlendir sérfræðingar til þess að hefja leiftur rannsókn á þeim hryðjuverkum sem unninn hafa verið gegn þjóðinni.
Það er svo margt sem brennur nú, sem brennur á, sem þolir enga bið.
Áfram veginn... í áttina að ljósinu.
Mesti afgangur á vöruskiptum frá því mælingar hófust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008
Þegar neyðin er stærst ...
Søren Kjeldsen er danskur kylfingur á Evrópsku mótaröðinni, hann hefur verið á mála hjá Landsbankanum í nokkur ár (sjá LÍ merkið á peysunni hans, smella á myndina til að stækka. Hefur svo sem ekkert verið að gera stórkostlega hluti á þeim ellefu árum sem hann hefur verið að harka á túrnum en hann brá undir sig betri fætinum á Valderrama (við Sotogrande, á Spáni) um liðinna helgi.
Mér dettur í hug að þegar Søren blessuðum varð það ljóst að aðalbakhjarlinn hans var farinn á hausinn og ekkert útlit fyrir að hann fengi aura úr þeirri átt að þá væri að duga eða drepast.
Hann dugði.
Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Golf | Breytt 5.11.2008 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk