Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

HD-DVD er dautt dæmi! Ætli Blu-Ray muni ná flugi?

blu-ray_hd_dvd_footErlenda tæknipressan hefur afskrifað HD-DVD, það má segja að Toshiba hafi ákveðið að aflífa þessa andvana fæddu tækniafurð. Ákvörðun Toshiba kemur i kjölfar þess að Warner ákvað að styðja aðeins Blu-Ray og að verslunarrisinn Wall-Mart tilkynnti fyrir nokkrum dögum að þar á bæ yrðu ekki seldar HD-DVD myndir eða spilarar. 

Það má segja að Blu-Rey kampurinn sitji nú einir að borðinu, en eins og ég benti á í pistli mínum fyrir rúmu ári síðan (sjá hér) skiptir það okkur neytendur ekki nokkru máli hver vinnur þetta „stríð” - hagur okkar lítur að því að fá sigurvegara og það sem fyrst. 

Nú þegar óvissunni hefur verið eytt, verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að markaðurinn taki Blu-Rey nægilega hratt upp til þess að koma í veg fyrir að niðurhal, sem nú vex hröðum skrefum, taki markaðinn. Ef neytendur geta náð sér í háskerpuefni (HD) með niðurhali því ættu þeir þá að fjárfesta í Blu-Rey spilurum og efni. Nú ef Blu-Rey spilurum fjölgar ekki nógu hratt þá er ekki líklegt að útgefendur hafi áhuga á því að gefa allt sitt efni út á því formi. 


mbl.is Hvítt flagg hjá HD-DVD?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaðall!

Makalaus saga þetta. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Getur þetta virkilega verið svona auðvelt?

Hvað er það svo með þennan kaðal? Hvaða erindi á kaðall á fangagang? Hvaða erindi á geymsla yfirhöfuð á fangagang? Þó læst sé. Hvað ætli sé meira í þessari geymslu: lök, vatnsfötur, startkaplar?

Spyr sá sem ekki veit. 

Annars koma nokkrar myndir upp í hugann þegar ég hugsa um kaðal í tengslum við fangelsi. Kaðlar spila jú klassíska rullu í fangasögum. Ætli lögrelglan og fangeslisyfirvöld séu ekkert að velta sér uppúr slíkum sögum. Hvað um það myndirnar hér að neðan segja sirka hvað mér kemur helst í huga:

 

Kaðall bundinn fangi

 kaðall fangelsisveggur

 


mbl.is Tveir handteknir í strokumáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að keyra á barn!

Edvard Munch's TheScreamVondur er ekki rétta orðið, reiður dugir ekki til. Ofsareiður fangar tilfinningu mína betur. 

Ofsaeiður strunsaði ég út úr rútunni, sem þarna var í hlutverki skólabíls. Ég er að hugsa um manninn sem stóð þarna aftan við tröppurnar, hvort að hann geti verðið faðir hennar. Aumingja barnið! Áður en ég klára þessa hugsun sest ég inn í bílinn minn, sem ég hafði lagt lítið eitt fyrir rútuna, svona eins og ég ætlaði að varna henni för.

Skelli hurðinni: "Andskotans maðurinn!" segi ég stundar hátt við sjálfan mig og er að hugsa um ökumann rútunar. Annars eru hugsanir mínar eins og tuskur í þeytivindu; þjóta hjá, koma svo aftur og aftur.

Var ég að gera rétt? Voru viðbrögð mín eðlileg? Væri ekki réttast að kæra manninn? Hvað ef ég hefði farið aðeins hraðar? Ef maðurinn hefði ekki nánast stöðvað mig! Ætti ég ekki að tala við barnið? Á ég að tala við manninn? Var ég að gera rétt...

Fókus á veginn, af stað. Heim á leið. 

Þetta gerðist skömmu áður.

Ég kem keyrandi niður Fylkisveg í rólegheitum, er að skutla stubbnum mínum á handboltaæfingu, um leið og ég kem út úr aflíðandi beygju á veginum sem er þarna við austurendann á íþróttarhúsinu okkar í sigurhæðum (meðan ég man; stelpur til hamingju með að hafa komist í úrslitin í bikarnum - áfram Fylkir) sé ég hvar rúta er stopp á veginum - öfugu megin á veginum.

Hún er sumsé á mínum vegarhelmingi en snýr samt trýninu í mig; sem þýðir að hurðar hennarBörn að leik opnast út á götuna. Ég hægi á og hugsa, hvað vitleysa er þetta?. Þessi hugsun mín er rofin þar sem ég sé félaga minn koma út úr sundlaugarhúsinu, með handklæði í hendi, hann sveiflar höndunum sérkennilega, skemmtilegt göngulag - ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að stoppa og spjalla, en nei ekki núna.

Fókusinn aftur á veginn; klakkabrynja liggur af gagnstéttinni út á götuna, þetta er þykkur bunki sem þrengir veginn nokkuð - ég kemst, hugsa ég. Maður í Álafossúlpu (North Face býst ég við) stendur upp á íshrönglinu með síma í hendi, hann lítur til mín, tekur skrefið fram á götuna á móti mér. Augnsamband, ég hægi enn á mér og er nú svo gott sem stopp. Hann gefur mér merki með látbragði, í því felst spurning "Vilt þú framhjá?", ég jánka því - kinka kolli. Hann tekur skrefið til baka og veifar mér áfram.

Rólega eyk ég hraðan, fókusinn framávið á veginn. Hróp, aftan frá - maðurinn! Viðbragð mitt er snöggt; bremsan í botn. Lítil stúlka kemur í mynd, mér finnst eins og höfuð hennar hendist svolítið til, kannski eins og hún hafi farið utan í bílinn, í spegillinn!

Hún veinar - ég er stopp.

Skelfingarsvipur barnsins breytist í undrunarsvip og svo kemur grátur. Maðurinn kemur hlaupandi; hann tekur í hönd stúlkunnar, sem kannski er sjö ára, búlduleit með axlar sítt dökkt hár, toppurinn klipptur þvert, hún er ekki í yfirhöfn. Hann leiðir hana aftur fyrir bílinn minn. Hún kjökrandi.

Ég blæs frá mér, hafði gripið andan á lofti.

Ég lít á stubbinn: "Sástu þetta?" segi ég, hann andvarpar í svarinu "Jáhá.".
"Það mátti engu muna! Fór spegillinn utan í hana?", án þess að bíða eftir svari held ég áfram "Andskotans rútan, hvað er hún að gera hér". Ég fylgist með för mannsins og stúlkunnar í baksýnisspeglinum, það er ekki að sjá að barnið hafi meitt sig neitt. Henni er bara brugðið!

Sem betur fer. 

Er komin á ferð, keyri þessa fimmtíu metra eða svo, sem uppá vantaði að anddyri íþróttahússins. Stubburinn stekkur út; við kveðjumst. Ég sný við og keyri sem leið liggur til baka.

Ætli að hann sé bílstjórinn? ég er að hugsa um manninn í úlpunni, ég kíki innum dyrnar á rútunni þegar ég keyri ofurhægt framhjá. Nei, maðurinn í úlpunni er ekki sá sem situr þarna í ökumannssætinu. Ég ek framfyrir rútuna og legg bílnum, svolítið á ská fyrir rútuna og geng inní hana. 

Ég tek skrefið til hægri strax og ég kem upp tröppurnar. Inngangurinn er nokkrum sætaröðum fyrir aftan bílstjórann: "Sást þú hvað gerðist?", sagði ég með hraði og all hátt, tek um leið skref framar í rútuna.

"Sástu að ég keyrði næstum því á barnið?" og bæti við óðamála "Að það mátti engu muna!"

Það var eitthvert leiðinda yfirbragð yfir þessum manni, asnalegt glott - sennilega var þetta svipur manns sem ekki vissi hvað hann átti að sér að gera, á hverju hann gæti átt von. Hann var vandræðalegur. Ég lái honum það svo sem ekki. Ég var reiður, ofsareiður.

"Já ég sá það.", það mátti varla greina mál hans svo lár var rómur hans.
"Gerir þú þér grein fyrir því hvernig þetta hefði getað farið?"og held áfram án þess að hann fái ráðrúm til þess að svara.
"Áttarðu þig á því hversu alvarlegt mál þetta er?"
"Ég geri það" nú með lítið eitt hærri röddu.
Þetta bévítans glott var enn á honum: "Tekur þú þessu ekki alvarlega, ha?".
Látbragð hans æsir mig: "Hvers vegna glottir þú svona?", hálf-hvæsi ég. Hann ætlar að svara en ég kæfi orð hans, "Hugsaðu um barnið, henni er verulega brugðið, hún er skelfingu lostin, mér er líka brugðið. Líður alls ekki vel yfir þessu!".
"Það þarf ekki mikið til svo að svona lítið barn ..." ég klár ekki setninguna, þetta er óbotnuð hugsun. 

Í þessari augnabliks þögn minni er eins og það rofi til hjá honum, hann svarar "Jú, jú, ég geri það, ég fatta þetta alveg, þetta er ekki gott, kemur ekki fyrir aftur".

Hönd mín er komin á loft, otandi vísifingri í átt að andliti mansins; "Ef ég nokkurn tíman sé þessa rútu hér, eða aðra rútu frá þessu fyrirtæki lagða svona hér þá mun ég umsvifalaust hringja inn, kæra ykkur!"
"Jú, þetta er alvarlegt, ég geri þetta ekki aftur." svarði hann. Mér fannst glottið vera runnið af honum að mestu, það róaði mig. 

Ég sný mér við, þarna er hann maðurinn í úlpunni, en með síman í hönd.

-- 

Þessi litla saga er byggð á atburði sem henti mig í gær (fimmtudag, 14.02.08).  Nú þegar ég er að skrifa þetta, hálfum sólhring síðar, er ég enn ekki sáttur; það er algjörlega ótækt að menn með meirapróf sinni störfum sínum ekki af meiri ábyrgð en þetta. Að láta lítil börn fara inn í rútu af götunni! Þvílíkt ábyrgðarleysi! Þetta er að leggja gildru, slysagildur! Dauðagildru? Ég er búinn að fara í gegnum nokkuð þéttan "ef og hefði pakka" vegna þessa og er svo sannarlega glaður og sáttur við og þakka fyrir það, að ekki skuli hafa orðið alvarlegt slys þarna. Slys sem hefði skrifast á mig - kross sem ég hefði þurft að bera.

Fúlt sem það kann að virðast. 

Ég skora á vegfarendur sem sjá eitthvað í líkingu við þetta (rútu að setja út eða eða taka inn farþega af miðri götu) að gefa sér tíma til þess að gera athugasemd, alvarlega athugasemd viðkomandi ökumann. Í því felst forvörn.


Google lógóið

google valentine08Í tilefni dagins (hans Valentínusar) breytir Google hjá sér lógóinu á google.com forsíðunni, þeir gera þetta þegar tilefni er til (google holiday logos).

Mér finnst þeim oftast takast vel til og í dag á það vel við; eru voðalega krúttlegir í stað vera með hreina væmni - sem jú einkennir annars þennan dag. 

Gaman að þessu.

En það er líka gaman að kynna sér hvernig vörumerki (lógóið) google varð til. Það vita þeir sem hafa farið í gegnum slíkan leiðangur (er það ekki rétta orðið í dag; eru ekki í leiðöngrum?) að oftar en ekki enda menn talsvert frá því sem var lagt upp með. Google er eitt af þekktari vörumerkjum í heiminum í dag og ég læt mér detta í hug að einhverjum kunni að finnast gaman að vita sögu þess. Hérna fyrir neðan eru mydir af lógóum á mismunandi stigum leiðangursins, en hér má lesa um þessa sögu. 

 google 1_logo_predesign

 

 

 

google 3_logo_predesign

 

 

 

 

google 5_logo_predesigngoogle 6_logo_predesign

 

 

 

 

google 7_logo_predesigngoogle 8_official_googlelogo


Er það ekki þjóðlegasti siður ...

... að hver sá sem fyrstur sér sundfatablað Sport Illustrated á sveimi á vefnum ár hvert, láti vita af því med den same. Önnur viðbrögð eru óásættanleg; það er nefnilega ekki á fjölmiðlana hérna heima stólandi - það má alveg búast við því að þeir segi ekkert frá svona nokkru fyrr en t.d. daginn eftir. Sem er ekki að virka!

Sundfatablaðið fór sumsé í dreifingu í dag. Glæsilegt eintak býst ég við. En þau þarna á SI eru svo væn við okkur sem minna erum að velta okkur uppúr lesefninu að opna líka vef. Þessi vefur er glæsilegur, texti er afmarkaður við fyrirsagnir og nauðsynlegar upplýsingar um það sem er í gangi á hverri síðu s.s.: nafn módels, heimahérað, nafn ljósmyndara, hvar kaupa megi tuskurnar sem sýnir eru o.þ.h.

Þarna er að finna hvorki meira né minna en 1.500 myndir af: ofurmódelum, NFL gleðileiðtogum, konum einhverra NFL leikmanna, og svo eru Will Farrell og Heidi Klum þarna með sameiginlegan þátt (um hvað veit ég ekki) og að lokum má nefna myndir af henni Danicu Patrick, sem er jú fræg kappaksturskonuna þar vestra (eins og allir vita). 

Jamm, jamm, þannig er það nú, hér má svo finna herlegheitin.

SI Swimsuit 2008 cover


Hisbóla og Ebóla áþekkar óværur?

Hizbollah flagÞessar meinsemdir lúta engum reglum siðaðra manna - eru stjórnlausar og geta valdið þeim sem fyrri verða inn- og útvortis blæðingum, sem oft leiða til dauða viðkomandi.

Þessi frétt fjallar um „bóluefni” sem reynt er að beita gegn Hisbóla, en gegn hvorugri óværunni virðist vera til „rétt” bóluefni.


mbl.is Einn illræmdasti hryðjuverkamaður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjór ódýrari en vatn! Er tími kraftaverka liðinn?

vatn af kranaNú segir af því að í Skotalandi fáist ölið fyrir færi pens en blessað vatnið. Bágleg væru þessi tíðindi ef vatnið hefði hækkað í verði, en svo er ekki. Sem betur fer.

Nú er hægt að fá heilan lítir af alveg hreint skít sæmó öli á 50p, sem myndi snarast þannig að einn teygur (500ml) kostar um um 35 krónur. Þetta er miðað við að keypt sé í verslun og að teygað sé heima.  

Skotland hefur löngum verið vinsæll staður fyrir íslenska ferðamenn; golfarar hafa stundað þennan efri enda Bretlandseyja af umtalsverði ákefð, sama gildir um verslunarþyrsta. Undirritaður er m.a. í Demantsklúbbi Slater Mensware, til þess að gera fámennur klúbbur enda komast menn ekki á þann stall nema eftir að hafa mist sig í kaupæði. Nokkrum sinnum.

Annað sport hefur vaxið mikið að vinsældum á undanförnum árum, en það eru gönguferðir um Skosku hálöndin, þar sýnist mér að ferðirnar hennar Ingu beri höfuð og herðar yfir annað sem er í boði (sjá Skotaganga). Mig grunar að þessar ferðir hennar Ingu hafi upphaflega byrjað sem einhverskonar skálkaskjól - yfirskyn fyrir miðaldra kerlingar (og stráka eins og mig) til þess að komast í gott sjoppingröss. Það hafi síðan komið öllum, nema Ingu og kannski Snorra hennar, algjörlega á óvart hvað þessi bévítans ganga var svo gríðarlega skemmtileg. 

Ég er sumsé að spá því hér og nú að íslenskir íþróttamenn flykkist í enn meira mæli en áður til Skotland. Enda öll umgjörð nú orðin hreint ótrúlega hagfeld: flug, gisting, golf, ganga, föt, bjór - allt saman hræbillegt.

En þá að þessum merku tímamótum sem markast af því að í skoskum verslunum er bjór nú ódýrari en vatn. Um þetta má lesa í fjölda greina í enskum blöðum en ég læt duga að vísa hér í grein í The Scotsman (hér), efni hennar á vel við umræðuna hérna heima þessi misserin - snertir frjálsa verslun með áfengi og hvernig bann við reykingum á veitingastöðum hefur áhrif á samkeppni í sölu guðaveiga.

Kannski meira um það síðar - ærin ástæða til,  en læt ég það duga núna að skoða innihald einnar setningar úr greininni á The Scotsman: „The trend worries alcohol campaigners because more than half of under-age drinkers get their alcohol from shops and supermarkets”. Hvað með hinn helminginn?


Forskoðun mynda - flottur forritsstubbur fyrir vafra

Ér er svolítið svag fyrir vafraviðbótum eða plögginum. Þetta fetis mitt var m.a. ástæðan fyrir því að ég fór að fitla við Firefox á sínum tíma. Saga mín í framhaldi er saga fíkilsins - not'ann meira og meira.

Rakst á feikna flottan forritsstubb í dag og vill segja frá. Forritið sem heitir PicLens, plöggast inní alla helstu vafrana (Internet Explorer, FireFox, Flock og Safari) og býr til myndræmur eða sýningavegg þegar færi gefst til. Lúkið og fílið er svo gott á þessu að fyrstu viðbrögð eru vá, váf! Hægt er að skruna sýningarveggnu fram og til baka, súmma inn og út og skoða síðan einstaka mynd. Líka er hægt að búa til myndasýningu ogláta hana rúlla.

Forritið virkar með google myndaleit, Flickr og gommu af öðrum vinsælum myndasöfnum, bryður á RSS straumum (held ég) og í ofanálag er víst auðvelt fyrir vefstjóra að gera sína vefi klár fyrir PicLens.

Ég er ómögulegur í að segja frá svona nokkru og geri forritnu ekkert gagn með því að halda áfram þessu rausi, en endilega skoðið þetta hér. Svalt ekki satt?

Myndin hér að neðan er af PicLens sýningarvegg Rebekku Guðleifsdóttir á Flickr 

 


 


Brjálaði Ballmer að bruðla eða braggast?

Þrátt fyrir höfnun (fyrirséðrar?) stjórnar Yahoo á tilboði Microsoft þá finnst mér blasa við að tímasetning Microsoft er góð. Ólíkt því þegar þeir hafa verið að rembast við að koma út með nýjar vörur á „réttum” tíma þá hefur tímasetning þeirra í viðskiptum oftast verið góð.

Microsoft á í dag 21BUSD á bókinni sinni, hlutabréf félagsins hafa haldið sjó í því óveðri sem hefur geisað á mörkuðum, á meðan Yahoo hefur átt í basli. Þar sem útlit er fyrir að Microsoft kunni að taka smá lán, sem yrði reyndar það fyrsta í sögu félagsins, til þess að loka þessum díl, þá eru það flottar fréttir fyrir þá að peningar hafa verið að lækka í verði og útlit fyrir áframhaldandi lækkun vaxta þar vestra.

Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum Steve Balmers; mun hann hækka tilboðið sitt úr 31USD í 40USD á hlut, sem virðist vera það verð sem stjórn Yahoo telur vera hið rétta, eða mun hann bregðast við eins og hans er gjarnan siður:


mbl.is Yfirtökutilboði Microsoft hafnað formlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jess! Sagði ég ekki...

Eflaust er það svolítið vírd að einhver skuli fagna frétt um að á landinu skuli hafa verið versta veður í manna minnum (leyfi ég mér að segja enda man fólk ekkert veður í 12 - 13 ár, jú sí). Fagnið er tilkomið vegna áunnins meðaltalsveðursóþols af týpu 2. Sjá hér.


mbl.is Í hópi verstu veðra í 12-13 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband