22.2.2008
Hvernig verða hjónabönd til?
Nú er það svo að ekki er gott að henda reiður á því hvað það er sem dregur fólk hvert að öðru, enda getur væntanlega verið allur gangur á slíku; mann frá manni, konu frá konu. Í mínu tilfelli var það ást. Ekki það að ég kunni að skilgreina og lýsa fyrirbrigðinu ást - fjari því.
Ást er bara ást. Hvað sem vekur hana, elur eða svæfir hana.
Býst ég við því að ef við kynnum einhverja formúlu fyrir því hvað dregur mann að konu og konu að manni þá væri minna varið í lífið; tilhugalífið alltjent. Enda náttúran þá horfin úr jöfnunni - galdurinn farinn.
Það væri dauft.
Margt er það svo sem getur ruglar náttúru okkar mannfólksins; við höfum menn og menn og konur og konur sem draga sig saman. Sem er hvað? Ónáttúra? Við svörum því ekki; erum menntuð, upplýst með háþróaða menningu sem getur af sér úber umburðalyndi.
Við skiljum og erum sátt; við allt og allt, já og alla.
Í jútjúbinu hér að neðan er sögð saga af því hvernig karlar lenda í því að dragast saman; að giftast. Ekki ætla ég mér þá dul að dæma um það hvort að þarna sé farið nærri um dæmigerðan samdrátt homma og þá hvort að sama gæti gilt um lessur. En svona er þessu allavega lýst hér:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008
Pay and stay ...
... married.
Þættinum hefur borist bréf þar sem kynnt er til sögunar nýtt alþjóðlegt boðmerki. Hugsunin á bak við merkið er sú að minna menn á að ekki er bæði haldið og sleppt. Ef þú vilt halda í frúna slepptu þá seðlunum væni; einfalt ekki satt? Við vitum þetta auðvita allir, en gleymum okkur oft og dettum þá stundum í einhverskonar þrjóskuköst - einmitt þá er væri gott að sjá þessi merki.
Samkvæmt bréfinu getum við átt von á að sjá þessi merki víða á næstunni.
Sem er gott.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008
Gleði og gaman
FÁ'ingar voru með sína árlegu Árdaga í vikunni, sem ég ætla ekkert að segja neitt frá hér heldur því að á Árdögum í fyrra var gert intró-myndband fyrir söngvakeppnina sem var og er hápunktur Árdaga.
Reyndar var þetta myndband svo sem ekkert til að kynna söngvakeppnina heldur til þess að kynna kynna hennar - eða þannig. Viggó, sonur minn, var annar kynnana og af ástæðu sem mér er ekki kunn hefur hann kosið að halda þessu myndbandi leyndu fyrir mér í þetta rúma ár sem um er liðið. Nú þegar myndbandið er orðið að jútjúbi þá gat hann ekki annað en flaggað þessu við karlinn.
Sem kítki.
Strax.
Ekki skil ég þessa leynd, þennan feluleik; mér finnst þetta gasalega sniðugt og sætt - hum og glatt - hjá strákunum.
Tjekkið á þessu og bakfæðið (e. feedback) mig með skilaboðakerfinu. Takk.
Upptaka: Tómas Þórsson / Klipping: Tómas Þórsson, Daníel Sigurður
Stjörnur: Björn Ingi og Viggó Helgi
ATH. Það skal tekið fram að akstursáhættuatriði í þessu jútjúbi eru unnin undir leiðsögn og ströngu eftirliti sérfræðinga, auk þess að vera að mestu gerð í myndveri.
22.2.2008
Óþolandi verðsamráð
Ég þurfi að versla smá inn fyrir helgina og ákvað bregða út af vananum; fara í aðra búð en ég er vanur. Þrátt fyrir að búðin væri mikið minni en sú sem ég er vanur að eiga viðskipti við; í öðru sveitarfélagi og öll eitthvað tíkarlegri; þá gat ég ekki betur séð en að verð á þeim vöruliðum sem ég taldi mig muna verð á væri uppá krónu það sama og í minni búð. Þetta fannst mér merkilegt; kannski tilviljun? Uppá krónu á fjórum vöruliðum?
Tæplega.
Verðsamráð fannst mér vera miklu líklegri skýring. Þarna sem sem ég gekk út úr búðinni ákvað ég með sjálfum mér að gera mína eigin verðkönnum. Fara og kaupa þessa sömu körfu í nokkrum verslunum. Sem ég og gerði, fór í þrjár aðrar verslanir sem höndla með sambærilegar vörur á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan var æpandi eins og taflan hér að neðan ber með sér:
Vara R | Vara U | Vara G | Vara L | |
Verslun A | 2.190 | 1.390 | 1.350 | 1.422 |
Verslun B | 2.190 | 1.390 | 1.350 | 1.422 |
Verslun C | 2.190 | 1.390 | 1.350 | 1.422 |
Verslun D | 2.190 | 1.390 | 1.350 | 1.422 |
Tilviljun, ha! Verðsamráð! Þarf eitthvað að ræða það?
Hvar eru þingmenn núna? Og hvar er Samkeppniseftirlitið? Ég verð að lýsa furðu minni á því hvernig stendur á því að samkeppnisyfirvöld hafa ekki brugðist við þessu öskrandi lögbroti; af fullri hörku.
Ég hef tekið saman rapport um glæpinn, þar sem ég styð mál mitt m.a. með gögnum: kassakvittunum, ljósmyndum, hljóðupptökum og lífsýnum; ásamt vitnisburði vitna. Rapportið mun ég senda Samkeppniseftirlitinu síðar í dag og vænti skjótra viðbragða.
I'll keep you posted.
ES. Vörurnar sem um ræðir eru:
R: Rosemount GSM
U: Norton Cabernet Sauvignon Reserve
G: Heineken, 500ml * 6
L: Víking, 500ml * 6
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég þarf svo sem ekkert að segja nett með þessu myndbandi, það skýrir sig svo sem sjálft. En samt; til upplýsingar þá er hér um að ræða forvarnarauglýsing frá Nýja Sjálandi - hér er verið að segja fólki frá því hverslags fádæma heimska það er að sjúga kók (þetta hvíta) - það þarf ekkert að brjóta heilan yfir því.
It's a no brainer.
(ES. Má annars ekki setja nánast hvaða viðbjóð sem er í loftið svona að nóttu til? Ég meina ég hlýt að mega ef ráðherrann má!)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008
Axjón gegn danska bankamanninum
Hvernig væri nú að Samtök fjármálafyrirtækja á Íslandi hysjuðu upp um sig buxurnar og færu í einhverja axjón gegn dönsku bankabloggurunum (sjá síðasta innlegg mitt). Það þarf að troða einhverju í lúðurinn á þeim.
Strax.
Ég er með hugmynd um hvernig við getum slegið þá útaf laginu; lætt mér detta í hug að SFF gæti ráði til sín teiknara (er Kurt Westergaard ekki á lausu?) sem myndi gösla upp nokkrum myndum af hinum dæmigerða danska fjármálamanni". Listamanninum yrðu ekki sett flókin skilyrði, aðeins að dönskum fjármálaspekúlant skyldi rétt lýst; þ.e. frekar óheppinn í andlitinu og annarri líkamsbyggingu yfirhöfuð og með sýru í heila stað.
Kannski væri áhrifaríkara að halda samkeppni um bestu myndirnar og jafnvel myndaseríur. Vegleg verðlaun væru í boði.
Vinningstillögurnar væru svo birtar í heimspressunni.
Þegar Danir færu að brenna allt sem íslenskt er s.s.: fána, brennivín, landsliðsbúninga, lopapeysur og krónur þá væri sigurinn okkar.
14-1 myndi ég segja.
Hvernig þá? Jú jú, kaup baunana á eldfimum íslenskum vörum hefði dúndur góð skammtíma áhrif á vöruskiptajöfnuð okkar og myndi styrkja krónuna umtalsvert. En við værum auðvita fyrst og fremst að setja gogginn í meðaumkun alþjóðasamfélagsins já og reiði þess í garð Dana - altso danskra bankamanna þá!
Verið að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
21.2.2008
Hagfræðingar á bloggstandard
Vondar fréttir hafa heldur betur dunið á fjármálafyrirtækjunum okkar; erlendir greiningaraðilar keppast við að skrifa bankana, fjárfestingafyrirtæki og jafnvel einstaklinga niður.
Svo hart er að kveðið að okkar farsælustu bísnessmenn virðast vera farnir að trúa sumu af því sem þessir greinarar láta frá sér; og fara sjálfir að tala niður íslenskan markað - jafnvel eigin félög. Rétt eins og ímyndarvandinn hafi ekki verið ærinn fyrir.
Það er kreppa! dynur á okkur úr öllum áttum, eins og það eigi að hamra það í hausinn á okkur - til hvers veit ég ekki. Það styður aðeins við og ýtir undir veika trú manna á markaðinum - flestir virðast reyndar hafa tapað trúnni.
Ja enn lækkar allavega helvítis vísitalan.
En svo koma sjóaðir menn og setjast í stjórnarformannsstól og lækka laun sín; fá að vísu klapp í staðinn. Hálf hjákátlegt.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að hraðinn og einfaldleikinn við að koma efni út á markaðinn sé orðin það mikill að menn ráð ekki við sig lengur; gefa sér ekki tíma til þess að sannreynda upplýsingar eða að fara undir yfirborðið eftir ítarefni. Stundum minna vinnubrögð þessara greiningadeilda á vinnubrögð bloggara - jafnvel næturbloggara.
Sem er vont; hrikalega!
Tja nema vitaskuld ef bloggarinn skildi vera ég.
ES. Fyrir aðþrengda eða aðra áhugsama þá get ég tekið af mér verkefni í því að blogga-upp bísnessinn fyrir viðkomandi. Ég er með nokkuð fastan ramma á aurahliðinni á þessu: eitthvað smá í sænuppbónus, fastakúlu, slatta per hitt og svo auðvita nett kött af sökksessnum
Karsbøl: Skoðun mín óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008
Skálkaskjól
Ránum hverskonar hefur því miður fjölgað mikið hér heima, það líður varla sá dagur að ekki berist fréttir af einhverskonar ránum; jafnvel þar sem ofbeldi er beitt.
Helstu viðbrögð verslunareiganda og annarra er að auka gæslu með vídeóupptöku, slíkar ráðstafanir hafa tvíþættan tilgang; fælingu og sönnun. Lögreglan getur notað upptökur til þess að bera kennsl á "vini" sína eða tengja saman brot á mismunandi stöðum; þetta getur leit til þess að haft er uppá skúrkunum.
Það er gott til þess að vita að tæknin hjálpar.
Vera er til þess að vita að auðvelt er að skáka henni. Nú hafa einhverjir snillingar hannað skálkaskjól; um er að ræða einfalda innrauða ljósdíóðu sem misindismenn geta borið á höfði sér og gerir það að verkum að myndflögurnar í myndavélunum tapa sér; það eins sem sést er skær ljósdepill í stað höfuðs. Til þess að kóróna snilldina þá er ljósið sem vídeóskálkaskjólið sendir frá sér er á tíðni sem mannsaugað greinir ekki.
Hugmynd hönnuðanna er vitaskuld ekki sú að hjálpa krimmum, heldur er þetta þeirra innlegg í umræðuna um eftirlitsþjóðfélagið ("Big Brother").
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008
Vísindamenn - tómir nördar
Hvað er eiginlega málið með þetta fólk? Það sem menn geta eytt peningum í! Ég fann hann nú blessaðan blettinn skal ég segja ykkur í símaskráni.
Leitað að G-blettinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008
Nekt Lindsay Lohan selur ...
Árvakursmenn geta lært ýmislegt af þessu gigi New York Magazine, þannig að ef þeir lenda í frekari vandræðum með lestrar reytingið eða áskriftarsöluna hjá sér þá vita þeir hvernig best er að bregðast við.
Þetta er fyrirmyndin: nektarmyndir af Lindsay Loahn.
Á mánudagseftirmiðdaginn hrundi vefur tímaritsins New York undan gríðarlegu álagi. Samtals voru vefsíðu flettingar á mánudag og þriðjudag yfir 20 milljónir, sem er víst um 2.000% aukning frá venjulegri umferð. Aðeins um 10 - 15% þessar umferðar beindist að síðum sem ekki tengdust beru holdi Lindsay'ar.
Prentmiðillinn fær líka gott spark; áskriftarsala upp úr öllu valdi og blaðið rennur óvenjuhratt út af blaðstölustöðum.
Nú er bara spurningin hverja (tja ókei eða hvern) velja þeir sem módel? Einhverjar uppástungur?
Mamma ánægð með nektina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008
Madonna Sex - frumleg og flott bók
Hef lesið'ana, á'ana. Var staddur í Friskó á útgáfudaginn og keypti'ana þar og þá. Frumleg bók og ögrandi; kannski ekki ein af mínum uppáhalds - en samt.
Reikna með að þetta sé umrædd mynd.
Ekki Marylin heldur Madonna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samkvæmt útreikningum geimflaugasnillinga eigum við Íslendingar ekki að hafa minnstu áhyggjur af því að það rigni yfir okkur geimdrasli í nótt. Jútjúbið hér fyrir neðan sýnir þetta víst svart á hvítu - tja - eða á maður að segja: sýnir þetta eins og jútjúb á skjá?
Njósnahnöttur skotinn niður í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008
Að vera sá sem maður er
Fannst viðeigandi að rifja þetta upp: Fyrir rúmum 120 árum kom út í London bók sem átti eftir að njóta gríðarlegra vinsælda og gerir enn. Í þessari bók er fjallað um ákveðna hegðun hjá okkur mönnunum; innri átök á milli góðs og ills.
Velt því fyrir mér hvort að komandi kynslóðir eigi eftir að segja: þú er algjör Össur eða sá tók Össurinn á þetta eða í mörgum býr Össur að nóttu".
Hver veit!
(innskot mitt um skrif Össurar frá því fyrr í dag er: Össur sleppir sér, púkinn gengur laus)
Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008
Mynd í tíma teiknuð ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008
Össur sleppir sér, púkinn gengur laus
Össur Skarphéðinsson tapaði glórunni í nótt sem leið. Alkunna er að Össur á það til að missa sig í skrifum sínum. Nú gerist það í pistli á blogginu hans (sjá hér). Í þessum rætna pistli sínum spottar hann og níðir Gísla Martein.
Ekki fer það á milli mála að á þeim tímapunkti sem Össur skrifar pistilinn er taumhald hans á sjálfum sér takmarkað, ritpúkinn hans hefur náð að slíta af sér beislið og fengið að ganga laus.
Hann hefur þarna látið greipar sópa um málefnaauðn, þar er hart á dalnum og er eins og hann róti í einhverskonar ofboði eftir næringu. En grípur í tómt, nær samt að vöðla níðnum saman og hrækja hrati hugsana sinna frá sér.
Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum skrifum hans. Einfaldlega er um að ræða níð, rógburður og rangfærslur af verstu sort.
Fjandakornið ef þetta á ekki eftir að draga á eftir sér slóða. Nú hlýtur hann að vera látinn gera hreint fyrir sínum dyrum, annað kemur ekki til greina. Ef ekki; þá eru fjölmiðlar þessa lands slappir.
Ónýtir!
Andlega verður Össur að koma sér í betra horf, berja í brestina - hann á mikið í húfi. Virðing hans er að veði.
Þennan bagga hefur Össur bundið sér alveg einn og tæpast undir þrýstingi.
Eða hvað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IKEA muna ekki eiga sjö daga sæla á næstunni. Fyrirtækið sem hefur byggt heimsveldi í kringum frekar einföld og ódýr settu-saman-sjálfur húsgögn; þar sem hinni frægi flati pakki skiptir höfuð atriði í pökkun frá verksmiðju. Varan verður helst að koma í kassa sem er flatur og því auðvelt að stafla og flytja.
En nú er sýnt að heimsmynd Ingmars Kamprad frá Elmtaryd í Agunnaryd sé að breytast til hins verra - fyrir hann og hans þá.
Ástæðan er yfirvofandi ofursamkeppni frá fyrirtæki sem mun setja á markaðinn vörur þar sem allt-fyrir-rýmið-mitt-í-einum-kassa er hönnunarmarkmiðið. Það verður því t.d. hægt að kaupa unglingaherbergi-í-einum-kassa, eins og sjá má á jútjúbinu hér að neðan. Meira um þetta hér. Athyglivert, ekki satt?
Menning og listir | Breytt 20.2.2008 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008
Þriðji fóturinn ...
... er í mínum huga ekki í skó, tja nema kannski frá Durex og á sá skór meira skylt við vöðlur en hlaupaskó.
En hvað veit maður.
Menn og konur eru jú alltaf af prófa sig eitthvað áfram, í þessu eins og öðru.
Þriðja fótinn rekur á land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008
Kosovo og sagan af landinu bláa
Ég veit svo sem ekki nóg um sögu, pólitík, þjóð- eða landafræði Evrópu til þess að treysta mér í umræðu um sjálfstæði Kosvo.
Ekki af neinu viti: hef aldrei náð almennilegu sambandi við þetta svæði sem áður var gamla Júgóslavía. Tító og kommúnistarnir gerðu þessa heimsmynd svo einfalda - klippta og skorna. Ég átti auðvelt að fanga þá mynd. Það var ekki fyrr en eftir hrun kommabræðingsins Sovétsins, að maður frétti af því að þarna undir hatti Títós hefðu nokkur ríki verið sameinuð. En fjöldi þeirra kom mér á óvart.
Er enn að koma mér á óvart.
Samt, beint af augum leikmannsins, er ég hálf-hissa á því að Bretar skuli styðja sjálfstæði Kosovo - ég er að hugsa um Skotland, Wales og Norður Írland og þess vegna Gíbraltar.
Nefnandi Gíbraltar; ég skil vel að þeir á Spáni skulu ekkert vera of kátir með gjörninginn í Kosovo, þeir eiga jú í sínum innanbúðarerjum og engan skildi undra afstaða Rússa.
Nú svo var ég að hugsa um Vestfirði; þegar ég var þar í vinnu sumarlangt fyrir 30 árum eða svo var þar fólk sem hélt því fram, í fúlustu alvöru, að þeir Vestfirðingar ættu að segja sig úr lögum við Ísland: staðreyndin væri sú að þeir héldu restinni af landinu uppi. Að við hin værum afætur. Þetta átti vitaskuld sérstaklega við um Höfuðstaðinn og tengd þorp.
Mín tilfinning er að ekki sé eðlilegt að líkja Kosovo við Litháen eða önnur hernumin lönd sem við Íslendingar höfum keppst við að viðurkenna sem sjálfstæð ríki; þar sem landamæri hafa verið um aldir og sagna talar skýrt.
Kosovo er hérað, landshluti, þar sem hlutföll íbúa breytast á til þess að gera skömmum tíma en með afgerandi hætti; bæði vegna hárrar fæðingartíðni hjá fólki af Albönskum uppruna og eins vegna mikils brotflutnings Serba frá héraðinu. Albanir eru nú 90% af íbúum héraðsins (landsins), viktin í þjóðfélaginu breytist frá því að vera serbnesk í það að verða albönsk. Það má segja að þetta hafi gerst að mestu eftir síðari heimsstyrjöldina.
Mér sýnist að einhverju skáldi ætti að finnast að hægt sé að skrifa nokkuð spennandi skáldsögu byggða á þessari þróun í Kosovo; einhverskonar framtíðarþriller sem væri látin gerist í ímynduðu landi; landinu bláa.
Þar segði af því þegar útlendingar fara í miklu mæli að flytjast til þessa hálf-útópíska lands. En í engu landi er velsæld of velferð jafn mikil; næga vinnu að hafa og launin eru góð. Bláland er draumaland þeirra sem vilja brjótast út úr viðjum knappra kjara og erfiðrar lífsbaráttu, land þar sem þeir sem þora og duga geta búið sér og sínum gott líf.
Mér dettur í hug að höfundur sögunar gæti látið söguna halda áfram einhvernvegin svona:
Sögur af þessu landi eru sagðar í fjölmiðlum um heim allan, en af einhverjum ástæðum vekja fréttirnar mesta athygli í Ómegðstan. Þar verður Bláland hreint og beint vinsælt. Það þarf því engan að furða er Ómegðar fara að flytjast til Blálands í nokkru mæli. Svo líða árin og Ómegðum fjölgar ört á Blálandi, bæði vegna fjölda aðfluttra Ómegða en jafnfram mjög hás fæðingarhlutfalls á meðal þeirra; trú þeirra hafnar getnaðarvörnum. Þó ekki sé hægt að tala um eiginlega blöndun Blámanna og Ómegða þá gengur sambýlið sæmilega; smá róstur hér og hvar, en ekkert sem orð er að gerandi eða til þess að hafa áhyggjur af. Enda stæra Blámenn sig af því að vera víðsýnir og umburðarlyndir heimsborgarar - þeir leggja mikið á sig til þess að fjölmenningin þrífist sem allra best.
Hlúa að henni.
Ýmislegt í umhverfi Blálendinga kallar á að þeir taki afstöðu til þess hvort þeir eigi að ganga í Ofevrasíu - þá ríkjasambands 30 ríkja eða svo. Að því kemur að Blálendingar ákveða að kjósa um aðild. Í anda frjálsræðis, fjölmenningar og pólitískrarrétthugsunar yfirhöfuð er ákveðið af nú nokkuð fjölmenningarlegu þingi landsins, að allir sem hafa búsetu í landinu skulu hafi kosningarrétt í aðildarkosningunum - ríkisborgarar eða ekki.
Niðurstaða kosninganna er að ganga skuli í Ofevrasíu.
Mjótt var á munum.
Bláland gengur í ríkjasambandið og við það vaxa vinsældir landsins austur í Ómegðstan enn til muna; er hægt að tala um sprengju í því sambandi. Ómegðar taka nú að streyma til Blálands og fjölgar þeim ár frá ári, fer svo að Blálendingar sem voru jú smáþjóð, eiginlega örþjóð, eru komnir í nokkurn minnihluta í eign landi. Ómegðar sem aldrei þótti rétt að kalla nýbúa, ný-blálendinga eða aðflutta Blálendinga og helst mátti ekki nefna á nafn í opinberi umræðu yfirhöfuð enda gæt slíkt ýtt undir fordóma, voru sumsé orðnir fleiri en Blálendingar! Í framhaldi, eðlilegu, taka margir skólar að kenna ómegðsku sem fyrsta mál og blálensku sem annað mál - svo hætta þeir sumir að kenna blálensku. Þetta þróast þannig að rökrétt þykir að finna heiti yfir þá sem telja má til frumbyggja landsins; orðið Bláfrummenn festist í sessi.
Ýmsar gamlar og grónar hefðir Bláfrumanna hafa með tímanum, smátt og smátt verið að víkja fyrir nýjum siðum Blámanna. Sem nú var fólkið sem áður mátti ekki nefna á nafn. Þessir siðir eru teknir beint úr menningu Ómegða. Eðlilega
Ekki líður að löngu, að bera tekur á árekstrum í milli Bláfrummanna og Blámenna, átökin stigmagnast þangað til að uppúr sýður. Valdbeiting blasir við.
Hér mætti ímynda sér að höfundur sögunar um Bláland stæði á krossgötu, héðan getur sagan þróast á nokkra vegu:
Bláland verður lagt niður og er sameinað Ómegðstan eða að Bláland hættir að verða Bláland en verður að Vestur-Ómegðstan í báðum þessum tilfellum væri þá hægt að spinna mismunandi framhald:
a) að Bláfrummenn veita ekki andspyrnu svo orð sé að gerandi, hverfi smá saman inn í gettó. Helst er að það komi upp róstur þegar ölvaður eða dópaður Bláfrummanna skríll fer með ófriði. Tungumál Bláfrummanna og leifar af menningararfi þeirra verður settur á heimsminjaskrá.
b) að Bláfrummenn veita mikla andspyrnu, borgarastríð brýst út. Bláfrummönnum gengur vel, foringjar andspyrnuhreyfingarinnar verða þjóðhetjur. Heimsbyggðin vaknar og hefur afskipti af málinu - það skal stillt til friðar. Að undirlagi Ofevrasíu er friðarsáttmáli undirritaður, landinu er skipt upp til helminga. Bláfrummenn fá heimastjórn. Þetta er spennandi kostur vegna þess að nú er hægt að láta söguna endurtaka sig; eftir að Bláfrummenn fara að flytja sig á milli landshluta þegar illa árar hjá þeim og tekur að fjölga...
Annað framhald gæti verið í þessa áttina: eftir að Bláland verður Vestur-Ómegðstan ná Bláfrummenn að hópa sig saman og flytja á Blávesturfirði. Þetta landssvæði fær með tímanum stöðu verndarsvæðis og gilda á því nokkuð önnur lög en í Vestur-Ómegðstan. Ekki líður að löngu þar til bláfrummenn lýsa yfir sjálfstæði sínu. Kalla nýtt ríki sitt "Hábláland fyrrum lýðveldið Bláland".
En svo mætti líka hugsa sér að höfundi fyndist rétt að láta Blálendinga vakna upp af vondum draumi, að hann létti þá hrista af sér slenið, rífa sig upp og ná aftur tökum á eigin málum, eigin framtíð.
Erfitt er að spá um hvernig slík saga gæti þróast, enda þekki ég ekki höfundinn. En grunar að bókina myndi hann kalla Stríð og friður, saga Blálendinga
Norðurlönd undirbúa að viðurkenna Kosovo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2008 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er engin smávægis ábyrgð sem hvílir á þessum dómara, nú er það alfarið í hans höndum hvar skilnaður þeirra Páls og Heiðu lendir á listanum yfir "dýrustu" skilnaði sögunnar. Það er ekki fyrir hvern sem er að úrskurða um svona nokkuð.
Í færslu um þetta í hádeginu (sjá hér) vísa ég á lista yfir dýrustu skilnaðina, þar sem þau Palli og Heiða eiga frátekið víæpí sæti.
Til viðbótar eru hér síður fyrir þá sem vilja vita meira um hana Heiðu okkar. Nauðsynlegur fróðleikur get ég sagt ykkur. Hennar eigin síða er hér og wikí um hana er hér.
McCartney og Mills náðu ekki samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008
Grjót fólksins
Það er vont fyrir bresku ríkisstjórnina að neyðast til þess að velja sísta kostinn, en kannski má segja að í raun voru ekki aðrir kostir í stöðunni - úr því sem komið var.
Þjóðnýting banka getur aldrei orðið lausn til frambúðar; verður ekki annað en biðstöðuleikur - kannski eitthvað svipað og andrýmið hans Villa!
Nú er bara að vona, breskra sparifjáreiganda vegna, að bankinn verði sem allra styðst í höndum ríkisins annars er vísast að Northern Rock staðni og steingerist; verði að grjóti.
Grjóti fólksins.
Northern Rock þjóðnýttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk