Leita í fréttum mbl.is

Frábær árangur!

percy_divorceFrábært hjá þeim Paul og Heather, en með þessari sátt ná þau að tryggja sér sæti á spjöldum sögunar. Ef rétt reynist þá skríður þessi díll yfir 200 milljón dollara og þar með fljúga þau með stæl inn á topp 10 lista, bæði yfir dýrustu og ljótustu skilanaði allra tíma. Bravó.

Annars eru þau að gera talsvert betur en útgönguspár s.l. árs gerðu ráð fyrir; þá voru menn, sérfræðingar í svona nokkru, að spá "sátt" hjá þeim uppá um helming þessar upphæðar. Sannar þetta hvað góð strategía og vel tímasettur endasprettur eru mikilvægir þættir í þessum leik eins og svo mörgu öðru.

Þau komast svo sem ekki með tærnar þar sem Robbi Mördok og Anna fyrrum kona hans hafa hælana, en þau kláruðu sig á 1,7 milljarði dollara.

Á wikí er að finna lista yfir dýrustu skilnaði sögunar, hann er svona:

  • Rupert Murdoch's divorce from Anna Murdoch; estimated at $1.7 billion;
  • Adnan Khashoggi's divorce from Soraya Khashoggi; est. at $874 million;
  • Craig McCaw's divorce from Wendy McCaw; est. > $460 million;
  • Michael Jordan's divorce from Juanita Jordan; est. > $150 million;
  • Neil Diamond's divorce from Marcia Murphey; est. at $150 million;
  • Harrison Ford's divorce from Melissa Mathison; est. at $118 million;
  • Steven Spielberg's divorce from Amy Irving; est. at $100 million;
  • Kevin Costner's divorce from Cindy Silva; est. at $80 million;
  • Paul McCartney's divorce from Heather Mills; est. to exceed $60 million;
  • Kenny Rogers divorce from Marianne Rogers; est. at $60 million;
  • James Cameron's divorce from Linda Hamilton; est. > $50 million;
  • Michael Douglas' divorce from Diandra Douglas; est. at $45 million;
  • Ted Danson's divorce from Casey Coats; est. at $30 million;
  • Lionel Richie's divorce from Diane Richie; est. at $20 million;
  • Mick Jagger's divorce from Jerry Hall; est. between $15 and $25 million.

Þana er einmitt verið að spá Paul og Heather með 60 milljónir dollara eða svo. En við vitum nú betur. Miklu betur.

Maður hefur ekki hnusað lengi af þessum "málaflokki" þegar við blasir að það er dýrt að vera frægur leikari eða tónlistamaður. Í fyrsta lagi kosta brúðkaup þessa fólks hjólbörufarm af seðlum og svo þegar ("ef" kemst varla að í þessu samhengi) blessað fólkið skilur þá er verið að ræða bílfarm.

Hérna er ég svo með heimildaskrá fyrir þessa "rannsókn" mína:
Forbes: The 10 Most Expensive Celebrity Divorces
Forbes: Celebrity Divorces--Women Who Paid
AskMen: Top 10: Most Expensive Divorce Settlements
ABC: 10 Priciest Celebrity Divorces 


 


mbl.is Mills sögð hafa tryggt sér átta milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljarður fyrir bílnúmeraplötu!

License_Plate_AuctionHeimsins dýrasta bílnúmeraplata var seld á uppboð um helgina og fór á hvorki meira né minna en 14,4M USD. Númeraplatan dýra er, eða öllu heldur var bara venjuleg álræma, alls ekki úr einhverjum eðalmálmi eða skreyt smarögðum eða þvíumlíku. Málið er að á henni stendur "1" og hún er gefin út hjá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

Þarna niður frá er það víst lítið spennandi að eiga rándýra bíla ef þeir eru ekki með sómasamlegu númeri. „Það er hlutverk okkar hjá Emirates Auction að gera dýra bíla verðlausa ef þeir eru ekki með töff númer,” segir yfirmaður uppboðsfyrirtækisins, Abdulla al Mannaie (sjá mynd) við ABC og bætir við „Menn skipta um bíla, en þeir nota númerin það sem þeir eiga eftir ólifað”.

Þess má geta að dýrasta platan fram að þessu var með "5" og var keypt á uppboði fyrir ári síðan á 6,8MUSD.  Ágóðinn af sölu þessara númera rennur til góðgerðamála.


HD-DVD er dautt dæmi! Ætli Blu-Ray muni ná flugi?

blu-ray_hd_dvd_footErlenda tæknipressan hefur afskrifað HD-DVD, það má segja að Toshiba hafi ákveðið að aflífa þessa andvana fæddu tækniafurð. Ákvörðun Toshiba kemur i kjölfar þess að Warner ákvað að styðja aðeins Blu-Ray og að verslunarrisinn Wall-Mart tilkynnti fyrir nokkrum dögum að þar á bæ yrðu ekki seldar HD-DVD myndir eða spilarar. 

Það má segja að Blu-Rey kampurinn sitji nú einir að borðinu, en eins og ég benti á í pistli mínum fyrir rúmu ári síðan (sjá hér) skiptir það okkur neytendur ekki nokkru máli hver vinnur þetta „stríð” - hagur okkar lítur að því að fá sigurvegara og það sem fyrst. 

Nú þegar óvissunni hefur verið eytt, verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að markaðurinn taki Blu-Rey nægilega hratt upp til þess að koma í veg fyrir að niðurhal, sem nú vex hröðum skrefum, taki markaðinn. Ef neytendur geta náð sér í háskerpuefni (HD) með niðurhali því ættu þeir þá að fjárfesta í Blu-Rey spilurum og efni. Nú ef Blu-Rey spilurum fjölgar ekki nógu hratt þá er ekki líklegt að útgefendur hafi áhuga á því að gefa allt sitt efni út á því formi. 


mbl.is Hvítt flagg hjá HD-DVD?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaðall!

Makalaus saga þetta. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Getur þetta virkilega verið svona auðvelt?

Hvað er það svo með þennan kaðal? Hvaða erindi á kaðall á fangagang? Hvaða erindi á geymsla yfirhöfuð á fangagang? Þó læst sé. Hvað ætli sé meira í þessari geymslu: lök, vatnsfötur, startkaplar?

Spyr sá sem ekki veit. 

Annars koma nokkrar myndir upp í hugann þegar ég hugsa um kaðal í tengslum við fangelsi. Kaðlar spila jú klassíska rullu í fangasögum. Ætli lögrelglan og fangeslisyfirvöld séu ekkert að velta sér uppúr slíkum sögum. Hvað um það myndirnar hér að neðan segja sirka hvað mér kemur helst í huga:

 

Kaðall bundinn fangi

 kaðall fangelsisveggur

 


mbl.is Tveir handteknir í strokumáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að keyra á barn!

Edvard Munch's TheScreamVondur er ekki rétta orðið, reiður dugir ekki til. Ofsareiður fangar tilfinningu mína betur. 

Ofsaeiður strunsaði ég út úr rútunni, sem þarna var í hlutverki skólabíls. Ég er að hugsa um manninn sem stóð þarna aftan við tröppurnar, hvort að hann geti verðið faðir hennar. Aumingja barnið! Áður en ég klára þessa hugsun sest ég inn í bílinn minn, sem ég hafði lagt lítið eitt fyrir rútuna, svona eins og ég ætlaði að varna henni för.

Skelli hurðinni: "Andskotans maðurinn!" segi ég stundar hátt við sjálfan mig og er að hugsa um ökumann rútunar. Annars eru hugsanir mínar eins og tuskur í þeytivindu; þjóta hjá, koma svo aftur og aftur.

Var ég að gera rétt? Voru viðbrögð mín eðlileg? Væri ekki réttast að kæra manninn? Hvað ef ég hefði farið aðeins hraðar? Ef maðurinn hefði ekki nánast stöðvað mig! Ætti ég ekki að tala við barnið? Á ég að tala við manninn? Var ég að gera rétt...

Fókus á veginn, af stað. Heim á leið. 

Þetta gerðist skömmu áður.

Ég kem keyrandi niður Fylkisveg í rólegheitum, er að skutla stubbnum mínum á handboltaæfingu, um leið og ég kem út úr aflíðandi beygju á veginum sem er þarna við austurendann á íþróttarhúsinu okkar í sigurhæðum (meðan ég man; stelpur til hamingju með að hafa komist í úrslitin í bikarnum - áfram Fylkir) sé ég hvar rúta er stopp á veginum - öfugu megin á veginum.

Hún er sumsé á mínum vegarhelmingi en snýr samt trýninu í mig; sem þýðir að hurðar hennarBörn að leik opnast út á götuna. Ég hægi á og hugsa, hvað vitleysa er þetta?. Þessi hugsun mín er rofin þar sem ég sé félaga minn koma út úr sundlaugarhúsinu, með handklæði í hendi, hann sveiflar höndunum sérkennilega, skemmtilegt göngulag - ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að stoppa og spjalla, en nei ekki núna.

Fókusinn aftur á veginn; klakkabrynja liggur af gagnstéttinni út á götuna, þetta er þykkur bunki sem þrengir veginn nokkuð - ég kemst, hugsa ég. Maður í Álafossúlpu (North Face býst ég við) stendur upp á íshrönglinu með síma í hendi, hann lítur til mín, tekur skrefið fram á götuna á móti mér. Augnsamband, ég hægi enn á mér og er nú svo gott sem stopp. Hann gefur mér merki með látbragði, í því felst spurning "Vilt þú framhjá?", ég jánka því - kinka kolli. Hann tekur skrefið til baka og veifar mér áfram.

Rólega eyk ég hraðan, fókusinn framávið á veginn. Hróp, aftan frá - maðurinn! Viðbragð mitt er snöggt; bremsan í botn. Lítil stúlka kemur í mynd, mér finnst eins og höfuð hennar hendist svolítið til, kannski eins og hún hafi farið utan í bílinn, í spegillinn!

Hún veinar - ég er stopp.

Skelfingarsvipur barnsins breytist í undrunarsvip og svo kemur grátur. Maðurinn kemur hlaupandi; hann tekur í hönd stúlkunnar, sem kannski er sjö ára, búlduleit með axlar sítt dökkt hár, toppurinn klipptur þvert, hún er ekki í yfirhöfn. Hann leiðir hana aftur fyrir bílinn minn. Hún kjökrandi.

Ég blæs frá mér, hafði gripið andan á lofti.

Ég lít á stubbinn: "Sástu þetta?" segi ég, hann andvarpar í svarinu "Jáhá.".
"Það mátti engu muna! Fór spegillinn utan í hana?", án þess að bíða eftir svari held ég áfram "Andskotans rútan, hvað er hún að gera hér". Ég fylgist með för mannsins og stúlkunnar í baksýnisspeglinum, það er ekki að sjá að barnið hafi meitt sig neitt. Henni er bara brugðið!

Sem betur fer. 

Er komin á ferð, keyri þessa fimmtíu metra eða svo, sem uppá vantaði að anddyri íþróttahússins. Stubburinn stekkur út; við kveðjumst. Ég sný við og keyri sem leið liggur til baka.

Ætli að hann sé bílstjórinn? ég er að hugsa um manninn í úlpunni, ég kíki innum dyrnar á rútunni þegar ég keyri ofurhægt framhjá. Nei, maðurinn í úlpunni er ekki sá sem situr þarna í ökumannssætinu. Ég ek framfyrir rútuna og legg bílnum, svolítið á ská fyrir rútuna og geng inní hana. 

Ég tek skrefið til hægri strax og ég kem upp tröppurnar. Inngangurinn er nokkrum sætaröðum fyrir aftan bílstjórann: "Sást þú hvað gerðist?", sagði ég með hraði og all hátt, tek um leið skref framar í rútuna.

"Sástu að ég keyrði næstum því á barnið?" og bæti við óðamála "Að það mátti engu muna!"

Það var eitthvert leiðinda yfirbragð yfir þessum manni, asnalegt glott - sennilega var þetta svipur manns sem ekki vissi hvað hann átti að sér að gera, á hverju hann gæti átt von. Hann var vandræðalegur. Ég lái honum það svo sem ekki. Ég var reiður, ofsareiður.

"Já ég sá það.", það mátti varla greina mál hans svo lár var rómur hans.
"Gerir þú þér grein fyrir því hvernig þetta hefði getað farið?"og held áfram án þess að hann fái ráðrúm til þess að svara.
"Áttarðu þig á því hversu alvarlegt mál þetta er?"
"Ég geri það" nú með lítið eitt hærri röddu.
Þetta bévítans glott var enn á honum: "Tekur þú þessu ekki alvarlega, ha?".
Látbragð hans æsir mig: "Hvers vegna glottir þú svona?", hálf-hvæsi ég. Hann ætlar að svara en ég kæfi orð hans, "Hugsaðu um barnið, henni er verulega brugðið, hún er skelfingu lostin, mér er líka brugðið. Líður alls ekki vel yfir þessu!".
"Það þarf ekki mikið til svo að svona lítið barn ..." ég klár ekki setninguna, þetta er óbotnuð hugsun. 

Í þessari augnabliks þögn minni er eins og það rofi til hjá honum, hann svarar "Jú, jú, ég geri það, ég fatta þetta alveg, þetta er ekki gott, kemur ekki fyrir aftur".

Hönd mín er komin á loft, otandi vísifingri í átt að andliti mansins; "Ef ég nokkurn tíman sé þessa rútu hér, eða aðra rútu frá þessu fyrirtæki lagða svona hér þá mun ég umsvifalaust hringja inn, kæra ykkur!"
"Jú, þetta er alvarlegt, ég geri þetta ekki aftur." svarði hann. Mér fannst glottið vera runnið af honum að mestu, það róaði mig. 

Ég sný mér við, þarna er hann maðurinn í úlpunni, en með síman í hönd.

-- 

Þessi litla saga er byggð á atburði sem henti mig í gær (fimmtudag, 14.02.08).  Nú þegar ég er að skrifa þetta, hálfum sólhring síðar, er ég enn ekki sáttur; það er algjörlega ótækt að menn með meirapróf sinni störfum sínum ekki af meiri ábyrgð en þetta. Að láta lítil börn fara inn í rútu af götunni! Þvílíkt ábyrgðarleysi! Þetta er að leggja gildru, slysagildur! Dauðagildru? Ég er búinn að fara í gegnum nokkuð þéttan "ef og hefði pakka" vegna þessa og er svo sannarlega glaður og sáttur við og þakka fyrir það, að ekki skuli hafa orðið alvarlegt slys þarna. Slys sem hefði skrifast á mig - kross sem ég hefði þurft að bera.

Fúlt sem það kann að virðast. 

Ég skora á vegfarendur sem sjá eitthvað í líkingu við þetta (rútu að setja út eða eða taka inn farþega af miðri götu) að gefa sér tíma til þess að gera athugasemd, alvarlega athugasemd viðkomandi ökumann. Í því felst forvörn.


Google lógóið

google valentine08Í tilefni dagins (hans Valentínusar) breytir Google hjá sér lógóinu á google.com forsíðunni, þeir gera þetta þegar tilefni er til (google holiday logos).

Mér finnst þeim oftast takast vel til og í dag á það vel við; eru voðalega krúttlegir í stað vera með hreina væmni - sem jú einkennir annars þennan dag. 

Gaman að þessu.

En það er líka gaman að kynna sér hvernig vörumerki (lógóið) google varð til. Það vita þeir sem hafa farið í gegnum slíkan leiðangur (er það ekki rétta orðið í dag; eru ekki í leiðöngrum?) að oftar en ekki enda menn talsvert frá því sem var lagt upp með. Google er eitt af þekktari vörumerkjum í heiminum í dag og ég læt mér detta í hug að einhverjum kunni að finnast gaman að vita sögu þess. Hérna fyrir neðan eru mydir af lógóum á mismunandi stigum leiðangursins, en hér má lesa um þessa sögu. 

 google 1_logo_predesign

 

 

 

google 3_logo_predesign

 

 

 

 

google 5_logo_predesigngoogle 6_logo_predesign

 

 

 

 

google 7_logo_predesigngoogle 8_official_googlelogo


Er það ekki þjóðlegasti siður ...

... að hver sá sem fyrstur sér sundfatablað Sport Illustrated á sveimi á vefnum ár hvert, láti vita af því med den same. Önnur viðbrögð eru óásættanleg; það er nefnilega ekki á fjölmiðlana hérna heima stólandi - það má alveg búast við því að þeir segi ekkert frá svona nokkru fyrr en t.d. daginn eftir. Sem er ekki að virka!

Sundfatablaðið fór sumsé í dreifingu í dag. Glæsilegt eintak býst ég við. En þau þarna á SI eru svo væn við okkur sem minna erum að velta okkur uppúr lesefninu að opna líka vef. Þessi vefur er glæsilegur, texti er afmarkaður við fyrirsagnir og nauðsynlegar upplýsingar um það sem er í gangi á hverri síðu s.s.: nafn módels, heimahérað, nafn ljósmyndara, hvar kaupa megi tuskurnar sem sýnir eru o.þ.h.

Þarna er að finna hvorki meira né minna en 1.500 myndir af: ofurmódelum, NFL gleðileiðtogum, konum einhverra NFL leikmanna, og svo eru Will Farrell og Heidi Klum þarna með sameiginlegan þátt (um hvað veit ég ekki) og að lokum má nefna myndir af henni Danicu Patrick, sem er jú fræg kappaksturskonuna þar vestra (eins og allir vita). 

Jamm, jamm, þannig er það nú, hér má svo finna herlegheitin.

SI Swimsuit 2008 cover


Hisbóla og Ebóla áþekkar óværur?

Hizbollah flagÞessar meinsemdir lúta engum reglum siðaðra manna - eru stjórnlausar og geta valdið þeim sem fyrri verða inn- og útvortis blæðingum, sem oft leiða til dauða viðkomandi.

Þessi frétt fjallar um „bóluefni” sem reynt er að beita gegn Hisbóla, en gegn hvorugri óværunni virðist vera til „rétt” bóluefni.


mbl.is Einn illræmdasti hryðjuverkamaður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjór ódýrari en vatn! Er tími kraftaverka liðinn?

vatn af kranaNú segir af því að í Skotalandi fáist ölið fyrir færi pens en blessað vatnið. Bágleg væru þessi tíðindi ef vatnið hefði hækkað í verði, en svo er ekki. Sem betur fer.

Nú er hægt að fá heilan lítir af alveg hreint skít sæmó öli á 50p, sem myndi snarast þannig að einn teygur (500ml) kostar um um 35 krónur. Þetta er miðað við að keypt sé í verslun og að teygað sé heima.  

Skotland hefur löngum verið vinsæll staður fyrir íslenska ferðamenn; golfarar hafa stundað þennan efri enda Bretlandseyja af umtalsverði ákefð, sama gildir um verslunarþyrsta. Undirritaður er m.a. í Demantsklúbbi Slater Mensware, til þess að gera fámennur klúbbur enda komast menn ekki á þann stall nema eftir að hafa mist sig í kaupæði. Nokkrum sinnum.

Annað sport hefur vaxið mikið að vinsældum á undanförnum árum, en það eru gönguferðir um Skosku hálöndin, þar sýnist mér að ferðirnar hennar Ingu beri höfuð og herðar yfir annað sem er í boði (sjá Skotaganga). Mig grunar að þessar ferðir hennar Ingu hafi upphaflega byrjað sem einhverskonar skálkaskjól - yfirskyn fyrir miðaldra kerlingar (og stráka eins og mig) til þess að komast í gott sjoppingröss. Það hafi síðan komið öllum, nema Ingu og kannski Snorra hennar, algjörlega á óvart hvað þessi bévítans ganga var svo gríðarlega skemmtileg. 

Ég er sumsé að spá því hér og nú að íslenskir íþróttamenn flykkist í enn meira mæli en áður til Skotland. Enda öll umgjörð nú orðin hreint ótrúlega hagfeld: flug, gisting, golf, ganga, föt, bjór - allt saman hræbillegt.

En þá að þessum merku tímamótum sem markast af því að í skoskum verslunum er bjór nú ódýrari en vatn. Um þetta má lesa í fjölda greina í enskum blöðum en ég læt duga að vísa hér í grein í The Scotsman (hér), efni hennar á vel við umræðuna hérna heima þessi misserin - snertir frjálsa verslun með áfengi og hvernig bann við reykingum á veitingastöðum hefur áhrif á samkeppni í sölu guðaveiga.

Kannski meira um það síðar - ærin ástæða til,  en læt ég það duga núna að skoða innihald einnar setningar úr greininni á The Scotsman: „The trend worries alcohol campaigners because more than half of under-age drinkers get their alcohol from shops and supermarkets”. Hvað með hinn helminginn?


Forskoðun mynda - flottur forritsstubbur fyrir vafra

Ér er svolítið svag fyrir vafraviðbótum eða plögginum. Þetta fetis mitt var m.a. ástæðan fyrir því að ég fór að fitla við Firefox á sínum tíma. Saga mín í framhaldi er saga fíkilsins - not'ann meira og meira.

Rakst á feikna flottan forritsstubb í dag og vill segja frá. Forritið sem heitir PicLens, plöggast inní alla helstu vafrana (Internet Explorer, FireFox, Flock og Safari) og býr til myndræmur eða sýningavegg þegar færi gefst til. Lúkið og fílið er svo gott á þessu að fyrstu viðbrögð eru vá, váf! Hægt er að skruna sýningarveggnu fram og til baka, súmma inn og út og skoða síðan einstaka mynd. Líka er hægt að búa til myndasýningu ogláta hana rúlla.

Forritið virkar með google myndaleit, Flickr og gommu af öðrum vinsælum myndasöfnum, bryður á RSS straumum (held ég) og í ofanálag er víst auðvelt fyrir vefstjóra að gera sína vefi klár fyrir PicLens.

Ég er ómögulegur í að segja frá svona nokkru og geri forritnu ekkert gagn með því að halda áfram þessu rausi, en endilega skoðið þetta hér. Svalt ekki satt?

Myndin hér að neðan er af PicLens sýningarvegg Rebekku Guðleifsdóttir á Flickr 

 


 


Brjálaði Ballmer að bruðla eða braggast?

Þrátt fyrir höfnun (fyrirséðrar?) stjórnar Yahoo á tilboði Microsoft þá finnst mér blasa við að tímasetning Microsoft er góð. Ólíkt því þegar þeir hafa verið að rembast við að koma út með nýjar vörur á „réttum” tíma þá hefur tímasetning þeirra í viðskiptum oftast verið góð.

Microsoft á í dag 21BUSD á bókinni sinni, hlutabréf félagsins hafa haldið sjó í því óveðri sem hefur geisað á mörkuðum, á meðan Yahoo hefur átt í basli. Þar sem útlit er fyrir að Microsoft kunni að taka smá lán, sem yrði reyndar það fyrsta í sögu félagsins, til þess að loka þessum díl, þá eru það flottar fréttir fyrir þá að peningar hafa verið að lækka í verði og útlit fyrir áframhaldandi lækkun vaxta þar vestra.

Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum Steve Balmers; mun hann hækka tilboðið sitt úr 31USD í 40USD á hlut, sem virðist vera það verð sem stjórn Yahoo telur vera hið rétta, eða mun hann bregðast við eins og hans er gjarnan siður:


mbl.is Yfirtökutilboði Microsoft hafnað formlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jess! Sagði ég ekki...

Eflaust er það svolítið vírd að einhver skuli fagna frétt um að á landinu skuli hafa verið versta veður í manna minnum (leyfi ég mér að segja enda man fólk ekkert veður í 12 - 13 ár, jú sí). Fagnið er tilkomið vegna áunnins meðaltalsveðursóþols af týpu 2. Sjá hér.


mbl.is Í hópi verstu veðra í 12-13 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atburðastjórnun ...

spiral-clockNú finnst mér eins og að mitt fólk í Valhöll sé ekki alvega að standa sig. Ljóst er að atburðastjórnun er ekki okkar besti tebolli - tja alltjent ekki þessi misserin. 

Það eru meiri líkur en minni á því að fréttamaður sem hefur ekkert að segja í beinni útsendingu frá „meintum” pólitískum atburði og þarf að láta dæluna ganga til þess að teygja lopann verði hættulegur fréttamaður. Þessa fullyrðingu má flokka með staðreyndum. Sérstaklega á þetta svo auðvita við þegar verið er að eiga við mál af því tagi sem hér um ræðir.

Það þarf enga spunameistara til þess að átta sig á þessu, þokkalega iðin lærlingur í faginu myndi duga til. Ætli þetta sé ekki kennt í áfanga 101.

Tíminn vinnur ekki með okkur í þessu máli, en það er óþarfi að einföld atriði eins og tímasetningar fréttamannafunda vinna á móti okkur ofan á allt. Í þessu tilfelli hefði t.d. verið betra að klára málin og boða síðan til fundar. Við eigum að stjórna klukku útsendingarstjórans en ekki öfugt.

Við þessar aðstæður fara fréttamenn að ræða málin, spá og spekúlera óundirbúið. Það er aðeins best þjálfaða fólkið úr þessari stétt sem þolir slíkt án þess að detta í ruglið. Því meira sem sagt er því meira er bullað.

Broslegt er svo hvað geðshræring fjölmiðlafólksins er mikil yfir því að fundurinn skuli hafa verið fluttur úr stað.

--- uppfærsla --- enn klúðrum við með kjánalegum tilburðum við stýringu fundarins.  


mbl.is Sjálfstæðismenn enn á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túdú fyrir Geir

ToDo GHHHæ Geir Hilmar, mig langaði bara að nefna við þig nokkur smá mál sem þú þarft nauðsynlega að tækla á næstu dögum - ef þú vildir vera svo vænn að gera þetta fyrir okkur sem þetta land byggjum.

Til einföldunar hef ég raðað málunum upp í þeirri röð sem ég tel að best sé að ráðast á þau. Þessi mál þola litla sem enga bið, það er nefnilega þannig að sumar af þekktum lausnum þessara viðfangsefna hafa síðasta neysludag, ef svo má að orði komast. Þær súrna eftir því sem frá líður og jafnvel snúast þá uppí andhverfu sína.

1. Klára borgarstjórnarmálið - þetta er svo sem ekkert grundvallar issjú eins og þú veist, meira svona leiðinda  happening. En þetta er augljóst klístur á annars hreinlegu borði og það er ótrúlega klaufalegt ef þessi mengun fær að vera sjálfreka mikið lengur.

2. Klára auðlindamál þjóðarinar - þetta er flóknara mál, ég viðurkenni það. En þið í Valhöll eruð búin að hafa áratugi til þess að hugsa þetta fram og til baka. Trúðu mér að ef þetta verður hugsað eitthvað mikið meira þá missum við frumkvæði í málunum og þá fá villuvaðandi vitleysingar upplögð tækifæri til þess að rugla okkur, fólkið í landinu, í rýminu. Það má ekki henda.

3. Klára þetta með Báknið burt - þetta snýst að mestu um einfalda niðurröðun framkvæmda. Er eiginlega svona „just do it” mál.

Geir þetta eru í raun ekki svo erfið mál, þú ert með fullt af framúrskarandi fólki allt í kringum þig og þið vitið vel hvað þarf að gera. Ég treysti því að þið klárið þessi mál hratt og vel. Fumlaust.

Held að við séum góðir í bili.

Kv
Viggó

PS. Mundu þetta með höfuðið og limina.


mbl.is Ekki ástæða til að ræða við Vilhjálm og Björn Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samskipti við Langa Manga í Líberíu fara þokkalega af stað (uppfært * 2)

Eftir að hafa sent honum Langa Manga Harry nokkra póst hefur hann loksins sett sig í samband við mig. Hann reyndi að hringja nokkrum sinnum í mig á Skype og eins hefur hann sent mér skilaboð þar (sjá mynd hér til hliðar).

Og nú „veit” ég hvernig hann lítur út. Það er svo miklu betra að vita hvernig vinir mans líta út.

Nú svo fékk líka póst frá honum kl. 6:25 í morgun. Þar sem hann fagnar því eins og ég að við skulum vera að smella svona vel saman. Alvöru bonding í uppsiglingu. En hann er ekkert að hanga á aukaatriðum og vindur sér beint í aðkallandi viðskipti, setur á mig pressu að klára dílinn á næstu 48 stundum og vill líka fá að vita meira um mig. Eðlilega. 

Nú er það svo spurningin hvort að ég eigi að nenna að rugla meira í honum.  

Ath. Ég mæli EKKI með því að fólk hafi þennan fíflaskap í mér til eftirbreytni. 

En svona hefur þetta gegnið fyrir sig fram að þessu: 

Póstur nr. 1 frá mér. sent um kl 16:00 í gær (lau 09.02).

Helping you 

Dear Mr. L. Harry,

I was flabbergasted to read you mail. It is terrible to hear how government tread it's people. I want to fight for the freedom and for the justice and I am willing to to what I can to help you.

First I have some questions to you.
How did you get to learn my email address (I can see that you also have gmail, I think this is very good system). I have only be on the internet since December?  Since I now own my fathers company and I am the boss now I got the computers for me.
Because this is so much money, can it not be dangerous for me to take them all? I am thinking about the police in my country. Can they not see if all this money come to me? I am also thinking about the tax authorities! Iceland is the very small country. How can we get all this money to me without no one knowing about it?

I am very exited to do this, but I will not do this if very dangerous. My mother will not accept that I do anything illegal and dangerous so I need to take care.

I can easy put money in investments on my market such as Real Estate, Land and Telecommunication. Actually there is a big opportunity coming on my market in end this month. The government is privatizing the telecommunication and I am allowed to buy so much that I can not buy it all.

How can we do this? It is quite some travel for you to come to Iceland, I think best fly London and then Iceland.

Very best to you,
G Wellman.

--- o ---

Póstur nr. 2 - sent um 19:30 

Its me again

Dear Mr. Harry,

I have been waiting on you to come back onto me. I think that I can help you and your offer that I can keep 25% of the money, makes me very horny to help also. I think that ass I am in Iceland you are very lucky because the police is not so much strong. I have been thinking on how we can get the money to Iceland. I do not know how the diplomat channel work, but If they money is all in money bills then I have a very good idea now. My company sells paint in my country. We do import paint from some different countries so what we can do is that my company buy from a company somewhere in the world paint. We put money in the paint cans, they can be 25l big. I don't know how much 100 dollar money we can get into a 25 l can but I think its a lot. But 37,7 million in $100 bills is 377,000 bills so thats also a very lot. Do you know how much space is needed?

I am so horny about this and would like to get going with you right on.

Please come into me ass soon ass possible.


Yours
G Wellmann.

PS. I have also added you to my skype (xxxxxx) ass you told me.

--- o ---

Póstur nr. 3. - sent um miðnætti

Still waiting 

Dear Mr. L. Harry,
 
I am now getting little bit annoyed not hearing from you. I have now looked into things, and I am absolutely convinced that this is possible. Yes, the fact that you are gracefully offering me all this money to do whatever is required to help you fight your so very much unjust government of course makes me much horny to do everything needed.
 
Please Mr. Harry, please come to me ass soon as possible.
 
Awaiting your answare
G. Wellman

--- o ---  

Hér er svo loks svarið frá honum, sem hann sendir 6:25 og byrjar að reyna að ná í mig á Skype'inu strax í kjölfarið: 

I m very delighted to hearing from you and may Almighty God be with your family and you. I have a wife and three children, i lost my wife during the Civil war and two of my children, i have just a little daughter of 17years old left now who has been living with her Mom's cousin before the War was fueled by the former Pres. Charles Taylor. I m under house arrest ever since the regime of the former Pres. due to been an opposer to his administration so and ever since then i have been working towards my release but i was told to be patient, thats why i m under house arrest, i guess everything will be alright and with your help i will be able to accomplish my dreams.

So now, your full name, address, telephone and fax number is required for the delivery and remember that this is confidential as no one knows the content of the Luggages and make sure you remember the content of the Luggages as i want you receive the luggages as it will be delivered to your address in the next 48hours because i have paid for the deposit and delivery of the Luggages to anywhere but i also want to know if you will invest it rightful for me till i can travel to meet with you, i await to hear from you now on Skype and add me, stay blessed.

--- o ---

Ég sendi vini mínum bréf um hæl (10.02). Hérna kynni ég fyrir honum „ættbálkinum” mínum og kem því líka til skila að ég kunni að vera upptekinn næstu daga. Endalaust rugl.

Dear Harry,

I am shitting on a meeting with my clan now, I got this computer on a loan (from lady very nice). I am listen to a clan boss (very strong man) tell about how we need to cut our costs and and also get new ideas for new business. Þórshamar, my clan, is the second biggest or third biggest and strongest clan in my country and we want to become even stronger in the future near.

I was so sorry not to be at home when you called me on the skype, But I was really having very fun clubbing all night. But it is lot terreble to hearing so abouot your family, this must be hard to life in such a country. I hope your daugther is also very well. I can not imaging how it would be on house assrest, when will you be finished, how much can you take of shit, how long do you need to be patient?

You did not tell me how you learned about me? Was that through Þórshamar? It is very important for me to know this as I am working on becoming boss in the clan sometimes, so I need to know thing like this. Important.

I also feel that I need to talk to my guardian at the clan council, I feel he must know what I should do.Is that OK? He is like my father.

My schedule is busy. The clan meeting is the whole day and I must do some work for the clan tomorrow afternoon, and might also need to fly to London in the week. So I think that we can not set everything up in that 48 hours time.

All the very best
G W

--- o --- 

Vinur minn (LH) hefur ítrekað reynt að ná í mig á skype. Ég forðast hann af tveimur ástæðum; í fyrsta lagi þá er ég ekkert viss um hvað ég vilji gera við þetta, er að velta því fyrir mér hvort að ekki sé betra að koma boltanum á einhverja aðra og hitt að partur af mínum leik er að toga þetta dæmi og teygja eins mikið og ég get. 

Hér að neðan eru texta skilaboð af Skype, en svo hringjumst við á fram og til baka. Ég hringi aðeins þegar hann er offline (hann sér það þegar hann loggar sig inn) og svo svara ég honum ekki þegar hann hringir.  

[10.2.2008 00:55:54] GW says: Hello
[10.2.2008 00:56:35] GW says: Dear Mr. L Harry


[10.2.2008 06:34:17] Mr. LH says: Its me
[10.2.2008 06:34:17] Mr. LH says: Hello brother
[10.2.2008 06:35:51] Mr. LH says: How are you doing brother ?
[10.2.2008 06:36:38] Mr. LH says: How is your family and work ?
[10.2.2008 06:48:56] Mr. LH says: Let me take a rest as my health is not good
[10.2.2008 06:50:05] Mr. LH says: Kindly forward the address to my email and remember that the content of the Luggages are strictly confidential btw u n i
[10.2.2008 06:50:23] Mr. LH says: I will talk to you better when you are online

[10.2.2008 14:03:26] GW says: I misst your call, was out last night. You know clubbing and such. My clan, Þórshamar, is having a clan council meeting the whole sunday (today) so I will be there until late. I am then sending you a e-mail. Hope all is good.

[10.2.2008 21:26:35] GW says: You are not very much on line. I am always trying to get hold you. I'm off from the clan meeting now, we are going to get something to eat and drink now. So I will not be on line soon again. Bad to miss you. Hope not to miss you next time. Send email. Best of luck. GW

[05:23:21] Mr. LH says: Hello brother
[05:23:28] Mr. LH says: Good morning to you
[05:23:33] Mr. LH says: How are you doing ?

[07:43:59] Mr. LH says: Hello brother
[07:46:19] Mr. LH says: Are you there ?

[08:41:28] GW says: We keep missing each other. It is the time difference, it must be. I am now out for work and will not be on line today. Please send answer to the questions in my last email. I need to know before we proceed!

[08:52:40] Mr. LH says: Brother, i m here now
[08:52:51] Mr. LH says: Talk to me if you are there at least for some minutes before you leave again
[14:39:16] Mr. LH says: hello

[17:04:56] GW says: Hi
[17:05:54] GW says: Ok you are ofline. Strange you are never online when I am. I will now not be online for two days. Then I will be back on Thuesday.
[17:07:05] GW says: Hope that we can talk then, but you can always send me email. I need to understand why you are asking me to help. See my email. By for now. I hope all is fine. Br. GW

 

--- o ---

Jæja sagan heldur áfram. Ég sendi Hr. Langa Manga Harry póst í kvöld. Hann var svona:

My friend,

I am on the airport in the Glasgow the Scotland now. Waiting for the private the jet to take me to the London. I have some drinking of the Whiskey now, and then we will do some maximo clubbing to night - the Soho district you know ho ho.

I understand you are in the between the rock and the hard place and you need to move the fast forward the full speed. I am sorry that I can not the help you right now. But say if you can the wait for they two days.

Also it is the important that you tell me how did you the learn that I am? This maybe not the much the important any more, now as I have told my the clan guardian and got the permission to do this from him. But he wants to know: How the big is the luggage, how many the cases, how the big are the cases and how the heavy are they? And also he wants to know you can the ship the luggage to the Iceland, the Vestmannaeyja-airport?

Please be the patient and I hope that you are feeling the better now.

Kind regards and the god bless.
G W

PS. cheers 

og svarið sem ég fékk kl 20:20 var þetta:

Dear Brother,

Thanks for your e-mail brother, i appreciate your responses, i wish you a perfect safe and lovely journey, i actually got your name on Skype then i copied it and pray to it that almighty God should give you the grace, power and respect to help me accomplish my mission as you will never regret it then i contacted you.

The Luggages are not that big to contain the $37.7m USD, the Luggages are two (2) and not veeery heavy, the measurement should be around 3feets long and 2feets high. I have planned on the Delivery of the Luggages to you within 48hours as i have paid for the deposit and delivery of the Luggages to your address so all i need from you now is trust and sincerity to handle this fund for me as i have already lost $4m USD to someone and i never want this to happen again.

The Luggages will be delivered to you by the Vault manager of the Security coy that i deposited the Luggages on May 1st 2006, every arrangement has been made on the Delivery all i need from you is trust as i keep on saying this because the fund is all i have left in my life and i know that you will never betray me and i will never deceive you. I await to hear from you and mind you if you are about to contact the Vault manager do not disclose the content of the Luggages as they are confidential, i will be waiting patiently to hear from us.

Mr. L Harry

 ---o---

Æi mikið askoti er hann Herra Langi Mangi óheppinn, 4 milljónir dollara horfnir sí sona - stolið af einhverjum bölvuðum skúrk.

Hvað um það nú blasir við að hræra eitthvað í þessu með "Vault manager, Security coy" dæmi, ekki satt? Ég skrifa honum eitthvað nett um hádegisbilið á morgun - enda vaknar maður ekkert mjög snemma eftir gott "ho ho í Soho". 

Annars er bölvaður að gera hosur sínar grænar við fleiri Netverja. Þetta samtal átti ég við Langa Manga undir mínu eigin eigin Skype. Ætli þetta þýði að honum sé ekki treystandi?

Það sem vakti fyrir mér í þessu samtali var að færa hann frá mínu Skype nafni eitthvað annað og halda því opnu að það sé hægt að halda tveimur boltum á lofti í framhaldi. 

Það er athygli vert að sjá hvernig hann svingar Guð og Jesús á manna.  

[19:54:40] Herra LH says: Hello brother
[19:56:10] VHV says: what?
[19:56:27] Herra LH says: Did you reeceive the message i sent to you ?
[19:56:47] VHV says: hum what message?
[19:57:00] VHV says: who are you? may I ask?
[19:57:17] Herra LH says: Its my pleasure to introduce myself
to you, I'm Herra LH by name, a nationality of Liberia.
Presently I'm in an unsafe situation and the tight clutches of my
native government who has confiscate my properties and my freedom all
in a bid to finance its reform programmes in the past few years so
this warrants my conversation very little till i confirm our business
relationship.

I worked hard in my early years as a Construction Engineer and a Gem
merchant. I have a wife and three children, i lost all of them during
the Civil war. So right now the internet for now is my only uncensored
link to the outside world and i will appreciate it if you take me very
grave as you'll be well compensated for your effort and assistance. I
will need to tell you that all required arrangements have been made
for the transfer of the Luggages through a diplomatic channel to your
secured home or office address.

The shipment of the  Luggages will start and be delivered to you in
the 48hrs once i am in receipt of your details which entails your full
name, address, telephone and fax numbers. The diplomatic is not aware
of the content as funds but the Luggage's would be marked "Diplomatic
Luggage's" and it should be between the both of us until you receive
the Luggage's.

The said funds is total $USD37.7Million all in $USD100 bills, I am
willing to give out 25% of this total sum to you for your assistance
and partnership while 75% will be invested in any of the three
sectors, Real Estate and Land, Transportation or Telecommunication
till I can travel to meet with you. I would be waiting for your
details so that we can proceed. Kindly reply to my email
xxxxx@gmail.com with the details and add me to your Skype
so that we can converse more. Thanks
[19:57:26] VHV says: ok ok, this is you
[19:57:40] VHV says: what is happening
[19:58:01] Herra LH says: Have you read it ?
[19:58:31] VHV says: wait
[19:59:14] Herra LH says: Ok
[19:59:37] VHV says: this is a lot of money man
[20:00:13] Herra LH says: Yes thats why i need to know if you
can be trusted and can handle large fund
[20:01:55] VHV says: what do I need to do
[20:03:41] Herra LH says: All i need from you is trust and
sincerity as i have already lost $4mUSD to someone last month
[20:03:52] Herra LH says: Thats why i want to know f you can
be trusted and can handle large fund
[20:04:30] VHV says: say what, 4 million US dollar -
how is that possible?
[20:04:57] VHV says: I don't understand all this
[20:06:26] Herra LH says: I have $37.7m USD in two Luggages,
he helped me receive one of the Luggages remaining two out of three
now.
[20:06:46] Herra LH says: So he ran away with the little one
and never hear from him.
[20:06:57] Herra LH says: Did you read the proposal i sent to you ?
[20:07:16] VHV says: wow
[20:07:24] VHV says: this is not good
[20:07:51] Herra LH says: Can you be trusted and can you
handle large fund
[20:07:55] VHV says: but it might be difficult to take
so much money at once
[20:08:25] Herra LH says: No problem, i  have make every
necessary arrangement for the delivery of the Luggages to
anywhere...all i need is trust and confidence.
[20:08:33] Herra LH says: Add me to your Skype now.
[20:09:21] VHV says: this is not my computer, it is at
a home of a relative
[20:09:42] Herra LH says: Okay, whats your name, age, job and
location ?
[20:09:44] VHV says: maybe i can add you when i am back at home
[20:10:37] VHV says: is that ok
[20:10:59] Herra LH says: Is this not your own Skype ?
[20:11:07] VHV says: no no
[20:11:28] Herra LH says: Okay, whats your name, age, job and
location ?
[20:11:28] VHV says: i dont have skype, but i have been
planing on getting a account any way
[20:12:06] Herra LH says: you can do that right away, just
log out and sign up instead
[20:12:17] VHV says: My name is Fardu I Rassgat and I am 32
[20:13:09] VHV says: I am from Norway, but live now in
Spain, doing real estate wiht my family
[20:13:37] Herra LH says: Okay brother, log out this Skype and sign up.
[20:13:49] Herra LH says: Remember my Skype ID (xxxxxxxx)
[20:13:54] VHV says: is it better to use my computer?
[20:15:15] VHV says: i dont think it is good idea that
I use others computer if we are to be confidetial
[20:15:24] Herra LH says: It doesnt matter as long as you
have your own skype.
[20:17:20] VHV says: I now that people can see what
they have been saying on the computer. The find some file somewhare on
the computer where the whore conversation is. So I better sing up at
my home.
[20:17:32] VHV says: Can we meet tomorrow same time?
[20:17:59] VHV says: I skype you xxxxx , I don't
know that my name will be
[20:18:14] VHV says: my aunt is coming now so I must go
[20:18:21] VHV says: is it ok to
[20:18:25] VHV says: to meet to morrow
[20:18:54] VHV says: same time
[20:19:01] Herra LH says: Okay brother, make sure you get to
your skype and come talking to me.
[20:19:11] Herra LH says: I await to hear from you
[20:19:15] VHV says: need to go
[20:19:17] VHV says: bye
[20:19:27] Herra LH says: Stay blessed in Jesus name.
[20:19:29] Herra LH says: Bye
[20:19:50] VHV says: thaks and the same to you

 


Herra Longman Harry á í vandræðum - hér segir af þeim og af því hvernig ég get hjálpað honum

Dollars money

Bréfið hér að neðan beið mín þegar ég kom að tölvunni áðan, ekki í póst innboxi heldur í Skype glugga - sem er óvenjulegt.

Auk þess litla sem Herra Langi Mangi (en það er nafnið sem ég nota á hann hér eftir) segir af sjálfum sér og sínum högum í bréfi sínu „veit” ég (skv. prófílnum hann á Skype) að hann er fæddur 29. janúar 1946 or því rétt rúmlega 62 ára og að hann býr í Líberíu. Skype nafnið hans er lhxxxxxx. Meira veit ég ekki um hann blessaðan, en finn samt á mér að þetta er góður kall.

Þrátt fyrir að hafa ekki fengið að kynnast honum betur, þá finn ég til með honum í hans erfiðu aðstöðu og ætla að reyna að gera hvað ég get til þess að verða honum að liði - finnst annað ekki hægt. Það væri hrein og klár mannvonska að bregðast ekki við og það strax. 

Það er auðvita eins og hver önnur fyrra að halda því fram að fyrirheit um 8 milljónir dollara eða svo brengli á einhvern hátt dómgreind mína í þessu máli. Hrein og klár fyrra. 

Hérna er bréfið frá Herra Langi Mangi Harry, ég sýni það hér í trausti þess að engin gerist svo óheiðarlegur að fara að bjóða honum hjálp. Hann er minn, hann og hans aur er minn.

Herra Langi Mangi Harry skrifar:

Its my pleasure to introduce myself to you, I'm Mr. L Harry by name, a nationality of Liberia. Presently I'm in an unsafe situation and the tight clutches of my native government who has confiscate my properties and my freedom all in a bid to finance its reform programmes in the past few years so this warrants my conversation very little till i confirm our business relationship.

I worked hard in my early years as a Construction Engineer and a Gem merchant. I have a wife and three children, i lost all of them during the Civil war. So right now the internet for now is my only uncensored link to the outside world and i will appreciate it if you take me very grave as you’ll be well compensated for your effort and assistance. I will need to tell you that all required arrangements have been made for the transfer of the Luggages through a diplomatic channel to your secured home or office address.

The shipment of the  Luggages will start and be delivered to you in the 48hrs once i am in receipt of your details which entails your full name, address, telephone and fax numbers. The diplomatic is not aware of the content as funds but the Luggage’s would be marked "Diplomatic Luggage’s" and it should be between the both of us until you receive the Luggage’s.

The said funds is total $USD37.7Million all in $USD100 bills, I am willing to give out 25% of this total sum to you for your assistance and partnership while 75% will be invested in any of the three sectors, Real Estate and Land, Transportation or Telecommunication till I can travel to meet with you. I would be waiting for your details so that we can proceed. Kindly reply to my email lhxxx@gmail.com with the details and add me to your Skype so that we can converse more. Thanks.

--- o ---

Það eru margir hópar sem hafa það sem áhuga mál að hrærra í svikurunum og gjalda líku líkt - margar skemmtilega sögur er að finna af slíku á vefjum sem þessir hópar halda úti. Upplýsingar um s.k. Nígeríubréf (419 svik) má finna víða á Netinu, hér eru nokkur dæmi:
http://en.wikipedia.org/wiki/Advance_fee_fraud
http://www.scambuster419.co.uk/
http://www.thescambaiter.com/
http://legal.practitioner.com/computer-crime/computercrime_13.htm
http://www.scambusters.org/
http://potifos.com/fraud/


Rebekka nær augum og eyrum Netverja

rebekka_self-portrait_2.7.2008_270x204Um mitt síðasta ár fann Rebekka Guðleifsdóttir ljósmyndir sem hún hafði tekið og átti höfundarrétt á til sölu á vefnum. Um hreinan og kláran þjófnað var að ræða og Rebekka var ekki á því að láta þjófana komast upp með glæpinn, hér má finna grein um þessa atburðarrás á mbl.is frá því í fyrra. Þetta mál fór víða um netheim þá og nú hefur Rebekka aftur orðið fyrir barðinu á þjófnaði sjá góða samantekt hér.

Ég reikna með að Rebekka sé nú að verða einn þekktasti Íslendingurinn í Netheimi.

En af hverju er ég að koma þessu á framfæri hér á blogginu mínu? Jú málið er að ég er sekur um „þjófnað” eða öllu heldur líður mér eins og ég kunni að vera sekur um þjófnað. 

Nánast í hvert skipti sem ég blogga notast ég við myndir sem ég sæki (oftast) út á Netið, ég hirði ekki um að kynna mér skilmála sem kunnu að eiga við um notkun á viðkomandi myndum eða að sækja leyfi til höfundar. Ég held reyndar og vona að brot mitt (ef brot er) sé ekki talið alvarlegt. Ég tel mér trú um að notkun mín falli undir einhverskonar þegjandi samkomulag/sáttmála Netverja um blogg og notkun mynd á þeim.

Ég hefði gaman að því að heyra meira um hvað er upp og hvað er niður í tilfelli okkar bloggara. 

Í þessu sambandi finnst mér að mbl.is ætti að bæta við kerfið sitt möguleika á myndtexta. Ég myndi t.d. vilja að undir myndinni hérna stæði Rebekka Guðleifsdóttir sjálfsmynd. Höf.: Rebekka Guðleifsdóttir. 


Rolling Stones í nýjum raunveruleikaþætti Scorsese!

Rolling Stones - Shine a LightGerði Scorsese ekki á sínum tíma mynd sem heitir „Bring Out the Dead”?

Þegar maður sér þessar myndir frá Berlín, af honum og félögunum í Rolling Stones dettur manni helst í hug að hann sé kominn af stað með eitthvert raunveruleika prógram, sem bæri þá sama nafni. 

Það liggur svo fyrir hverjir eru aðal stjörnurnar í þessum þáttum. 

Sure they look dead to me!

Rolling Stones - ljótir 02

Rolling Stones - ljótir


mbl.is Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst með Rolling Stones
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amy Winehouse bannað að koma til BNA.

-amy-winehouse-tennurNýi heimurinn hafnar nýstirni! Sjokker, bömmer!!!

Amy, þessari líka indælis stúlku, hefur verið synjað um landvistarleyfi í BNA. Hún eins og dyggir lesendur mbl.is vita var á leiðinni á Grammy verðlaunaafhendinguna á sunnudaginn.

En viti menn, sendiráð Kananna í London sagði „nei”, ekki bara einu sinni heldur þrisvar sinnum við ítrekaðri beðni hennar. Er það ekki annars hún sem syngur „I said no, no, no” og svo „I wont go, go, go”?

Annars finnst mér Amy vera kúl týpa og flottur tónlistamaður, en hef enga samúð með þeim ömurlega lífstíl sem hún hefur valið sér. 

Sjá meira um þetta og margt annað tengt hér


mbl.is Amy Winehouse fær ekki áritun til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blátönn sýnir hið rétta andlit - mögulega!

Blátannar burkaSnillingur að nafni Markus Kison (þjóðverji sem er grafískur hönnuður) hefur komið upp með þá frábæru hugmynd að setja í burka (klæði strangtrúaðra múslima) svolítið af hátækni. Um er að ræða blátannarsendi ásamt tengdu dóti; rafhlöðu, loftneti og svoleiðis nokk,  sem sem sendir mynd í öll blátannarviðtæki (t.d. gsm símar) sem eru í næsta nágreni (líkast til nokkrir metrar).

Markús heldur því fram að burkað hans þannig búið, sem hann kallar Charming Burka, brjóti ekki lög múslima (sharia væntanlega). Nú er bara að vona, Markúsar vegna, að hann hafi rétt fyrir sér. 

Sjá allt um þetta verkefni hans Markúsar hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband