Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
5.11.2008
Fátt er svo með öllu illt ...
Nú er þörf á fleiri góðum fréttum, fréttum til þess að fylgja þessari eftir. Besti væri að það væru fréttir í kjölfarið af skynsömum og djörfum ákvörðunum stjórnvalda og ráðamanna.
Mér dettur í hug fréttir af aðgerðum sem styðja við fjölskyldur í landinu sem nú eru að verða fyrir gríðarlegum áföllum vegna gengishruns og óðaverðbólgu. Fréttir af stuðningi við smærri fyrirtæki í landinu, af stuðningi við nýsköpun. Fréttir af því að þeir stjórnendur bankana sem hafa fortíð í sukkinu verði láttir víkja, að bankastjórn seðlabankans ákveði að víkja, að fengnir verði erlendir sérfræðingar til þess að hefja leiftur rannsókn á þeim hryðjuverkum sem unninn hafa verið gegn þjóðinni.
Það er svo margt sem brennur nú, sem brennur á, sem þolir enga bið.
Áfram veginn... í áttina að ljósinu.
Mesti afgangur á vöruskiptum frá því mælingar hófust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2008
Látum þetta til einhvers duga...
Lán Færeyinga hljómar ekki hátt; 6 agnar litlir milljarðar eru varla merkjanlegir í heildar myndinni - hítinni.
Dropi í hafið.
En látum þennan dropa dug, duga til góðra verka. Eyrnamerkjum þessa peninga með sértækum og afgerandi hætti. Þannig að þegar litið verður til baka, geti bæði Færeyingar og Íslendingar stoltir vísað til þess er ávannst.
Ég hef sett fram hugmynd um hvernig þetta mætti gerast: Færeyingurinn
Hafið í huga að Atlandshafið er ekkert annað en margir litlir dropar.
Mikill drengskapur Færeyinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008
Færeyingurinn
Ég legg til að þetta lán frænda okkar í Færeyjum verði notað til þess að stofna nýsköpunarsjóð: Færeyinginn.
Það væri táknrænt ef aðstoð smáþjóðarinnar, vina suður í höfum yrði sú innspýting sem dygði til þess að nýsköpun og hátækni risi sem aldrei fyrr úr brimrótinu í norðri.
Ráðstöfun, Færeyingsins gæti veri eitthvað á þessa leið:
Örlánasjóður: 2-3 milljarðar fari í örlánasjóð fyrir smáfyrirtæki, veit til fyrirtækja sem þegar eru starfandi og þurfa stuðning til þess að komast í gegnum næstu 6 mánuðina eða svo vegna breyttra aðstæðna á markaði og eða til þess að ráða nýja starfsmenn (ath. útfærslu með Atvinnuleysistryggingasjóði samhliða). Lán til 48 mán. með fyrstu 6 mán. afborgunarlausa, lágir vextir. Skilyrði að fyrst séu gerð upp vangoldin opinbergjöld og lífeyrissjóðsskuldir. Fyrirtæki fækki ekki starfsfólki fyrstu sex mánuðina.
Hugsanlega gæti þetta hjálpað allt að 750 fyrirtækjum með 5 til 25 starfsmenn til þess að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir, koma á nauðsynlegum stöðugleika og þannig efla þessi fyrirtæki með allt að 10.000 starfsmenn til góðra verka. Athugið að þetta gæti verið grunnurinn að velferð allt að 15.000 fjölskyldna
Fjármögnun þriðju stoðarinnar: Þriðja stoðin er tilboð til stjórnvalda frá samtökum upplýsingatæknifyrirtækja um að gera verðmætasköpun í upplýsingatæknigeiranum að meginstoð í gjaldeyrisöflun þjóðar á fjórum til fimm árum. Tilboðið má finna hér.
Þetta þarf að taka lengra.
Siðferðileg skylda að hjálpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 29.10.2008 kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008
Risi af reikningi
Flott hjá Englandsbanka að taka þetta saman, gott að vita að við Íslendingar erum ekki ein um að bera byrgðar. En nú þurfum við að fá sambærilegt mat frá Geir og kó; hvað kostar krassið hér heima. Í hvað stefnir botntalan hjá okkur? Hversu þungar verða okkar birgðar.
Hér er svo talan frá Englandsbanka (mv. ca. $120) með öllum sínum þrettán núllum 340.000.000.000.000. En er það ekki þannig sem við þurfum að horfa á þetta, bara fullt af núllum.
Fullt af engu.
Núll og nix.
340 þúsund milljarða tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008
Hverjum á að borga?
Ég átta mig ekki á því hvernig flutningar af efnahag bankana yfir í nýju bankana virkar. Mér skilst að einhverjir 10.000 milljarðar verði skildir eftir í gömlu bönkunum (erlend starfsemi m.a.). Er hægt að velja bara bestu bitana og færa í nýtt félag? Skilja "skítinn" eftir! Sbr. "Við ætlum ekki að borgar skuldir óreiðumanna í útlöndum". Hvaða skuldir eru fluttar yfir í nýju bankana? Stenst slíkt?
Þetta er staðan:
A er með erlent lán hjá banka B.
B fer í þrot.
nB tekur yfir hluta af starfsemi B - velur alla bestu bitana.
nB krefur A um greiðslu - sendir A greiðsluseðil vegna lánsins.
A borgar nB.
Á sama tíma er D, sem á kröfur á B, gert grein fyrir því að lítið sem ekkert komi upp í almennar kröfur.
D er ekki sáttur veit að A er að borga nB. Er hugsanlegt að D geri kröfu um að S (skiptastjóri/skilanefnd) innheimti útistandandi lán B?
Er hugsanlegt að slíka krafa S fái staðist? Að B verði einfaldlega að rukka A.
Er falin óvissa í þessu?
Á meðan óvissa er um þetta atriði á A þá að vera að greiða nB?
Hvernig virkar þetta annars?
22.10.2008
Græn orka II
Áætlun innanríkisráðuneytis BNA (DOI) til þess að auka nýtingu á jarðvarma er risavaxin, ætli hún jafnist ekki á við um 18 - 20 Hellisheiða virkjanir og það fyrir 2015. Á næstu 10 árum þar á eftir á áætlunin skapa 6.600MWe tilviðbótar.
Mig grunar að á næstu árum eigi eftir að verða tækninýjungar á þessu sviði sem mun auka afköst jarðvarmavirkjana og gera mögulegt að nýta jarðvarma á stöðum þar sem menn töldu slíkt ómögulegt áður. Annað er að þessi áætlun DOI gerir ekki endilega ráð fyrir því að nýta þessi orkuvirki til húshitunar.
Við Íslendingar hljótum að geta stokkið á þennan vagn, ég neita að trúa öðru. Ég fjallaði um þetta í innleggi: Græn orka
Hér er hægt að lesa fréttatilkynninguna frá DOI og hér er hægt að skoða Google síðuna um jarðvarma.
Það væri reyndar djö... kúl að fá aurana hans Pútíns setja mikið af þeim í rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarmaorkuvinnslu og flytja svo þessa þekkingu til BNA. Meik'ða big time. Sem aftur þýddi að á fáum árum yrði BNA minna háð olíu en búast hefði mátt við.
Nettur snúningur það!
Aukin jarðvarmanotkun í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008
Leiðum að líkjast
Verðmæti halda áfram að tapast, hjá Icebank hafa menn talið sig tilneydda til þess að henda eitt stykki vörumerki með tilheyrandi fórnum og kostnaði.
En þetta er skiljanlegt í ljósi aðstæðna og gott að menn bregðist hratt við.
Þetta
og þetta
er Too Close For Comfort.
Svo óska ég Sparisjóðabanka Íslands hf. velfarnaðar. Við treystum því að þeim takist að sigla í gegnum storminn sem nú geisar.
Áfram veginn...
Icebank verður aftur Sparisjóðabanki Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2008
Google síminn að detta inn
Í New York í gær fór fram stórviðburður í farsímaheiminum, þar var kynntur nýr farsími með nýju stýrikerfi. Þessi tíðindi hafa farið full hljót hér heima finnst mér.
Bæði var verið að kynna nýjan vélbúnað, sem í sjálfu sér er ekkert sérstaklega merkilegt og svo hugbúnað sem er öllu merkilegri. Líklega á þessi hugbúnaður eftir að hafa sitt hvað að segja í lífi tug ef ekki hundruðmilljóna manna á næstu árum. Það hlýtur að eiga flokkast meðal meiri tíðinda.
Android heitir stýrikerfið (hugbúnaðurinn) sem ég er að vísa til og kemur úr smiðju Google og síminn heitir G1 frá T-Mobile (framleiddur af HTC). G1 kemur í sölu í BNA 22. október og væntanlega í enda nóvember í Evrópu.
Það vekur furðu mína að (enn og aftur) að síminn skuli kynntur í BNA og eigi að koma þar á markað fyrst en ekki í Evrópu. GSM/3G markaðurinn í bandaríkjum er aðeins um 20% af markaðinum í Evrópu. En svona er þetta í þessum tækniheimi, Ameríka kemur alltaf (oftast) fyrst. Tækið mun kosta 180USD þegar það kemur á markaðinn m.v. 2 ára samning við T-Mobile. Tækið verður lokað (SIM-Locked) á T-Mobile netið (ætli menn hafi svo ekki einhver ráð með það fljótlega!).
Það sem gerir Android merkilegt er auðvita sú staðreynda að um Google afurð er að ræða og svo að hugbúnaðurinn er opinn (Open Source). Þetta tvennt þýðir að til er hefur orðið umhverfi (platform) sem er verulega áhugavert fyrir hönnuði hugbúnaðar fyrir farsíma (hum, meðtæki).
ES. svo er hægt að fá Pac-Man á Android, sem er ekki slæmt.
Farsími sem virkar eins og bíllykill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.2.2008
Fullir af illu einu ...
Fjármálageirinn þarf að kveða þessa bloggkynslóðarhagfræðinga í kútinn. Ég held því fram að þeir sem starfa hjá virtum fyrirtækjum og hafa það að atvinnu að greina markaði og eða að segja frá greiningum verði að huga betur að því sem þeir láta frá sér fara.
Það heitir að vanda sig.
Manni er farið að finnast eins og það sé einhverskonar sport hjá dönskum greiningaraðilum að segja af okkur (íslenskum fjármálamarkaði) illar sögur og það af illsku einni. Reyndar grunar mig að það sé frekar við danska fjölmiðlamenn að sakast en hagfræðingana. Dönskum blaðamönnum finnst þeim vafalaust eiga eitthvað sökótt við íslenska banka og sækja það stíft að fá fóður í enn eina góða vonda frétta af íslensku efnahagslífi.
En greiningarfólkinu er hins vegar laus tungan - eins og okkur bloggurum. Stundum.
Hallgrímur Pétursson hafði ekki mikið álit á mönnum sem ekki kunnu að velja orð sín og stunda það að lasta aðra.
Oft má að máli þekkja
manninn, hver helst hann er,
sig mun fyrst sjálfan blekkja,
sá með lastmælgi fer.
Góður af geði hreinu
góðorður reynist víst.
Fullur af illu einu
illyrðin sparar síst.
Annar hef ég komið inná þetta nýlega, hér: Hagfræðingar á bloggstandard og hér: Axjón gegn danska bankamanninum
Nordea: Varað við Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2008
Verðtrygging, bákn fólksins
Það er ánægjulegt að sjá að grein Illuga og Bjarna fellur í góðan jarðveg hjá stjórnmálamönnum.
Steingrímur J. Sigfússon segir í viðtali við Moggann eitthvað í þá veru að hann sé sammála en þó ekki - auðvita ekki - og að þetta sé nú seint í rass gripið, að hann hefði nú sagt þetta allt saman fyrir löngu. Gott ef ekki fyrir mögum árum. Svo kemst hann að því að greinin sé merki um innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Jamm og já.
Guðni Ágústsson segir við Moggann að mynda eigi: öflugt samstarf, nokkurs konar þjóðarsátt ríkisstjórnar, atvinnulífs og bankakerfisins um að fara yfir þá alvarlegu stöðu, - er þá atvinnulífið orðið annað en bankakerfið; kannski tveir andstæðir pólar? Hvað með okkur fólkið í landinu, eigum við ekki að vera partur af þessari þjóðarsátt?
Guðni heldur áfram og segist ekki vera sammála Illuga og Bjarna: að Íbúðalánasjóður eigi að verða kjötbiti og fóður í kjaftinn á bönkunum við þessar aðstæður, en við einhverjar aðrar aðstæður kannski? Hann talar um þjóðarsátt með bönkunum en verður að muna að það er og verður krafa bankana að teikna Íbúðarlánasjóð upp á nýtt.
Guðjón A. Kristjánsson varar við því að menn lækki skatta á atvinnulífið frekar, hann veit sem er að við lifum í opnum heimi þar sem keppt er um fjármagn og fyrirtæki, hann vill gera okkur samkeppnishæfari en vill bara eitthvað hinkra og sjá til. Við megum ekki skjóta yfirstrikið - verða þá kannski of góð, það væri nú alveg svakalegt.
Ég tek sérstaklega eftir því að engin þeirra nefnir verðtryggingu á nafn. Ekki frekar en Illugi og Bjarni í grein sinni í gær.
Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn virðast forðast það að ræða þessa meinsemd íslensks fjármálakerfis, þessa meinseimd fjölskyldnanna í landinu?
Sennilega er ekkert jafn mikilvægt fyrir fólkið í landinu og fjármálakerfið eins og að afnema verðtryggingarkerfið.
Verðtrygging er bákn fólksins og fólið vill báknið burt.
Annars skrifaði ég um grein Illuga og Bjarna í gær: Innan seilingar
Grein Bjarna og Illuga vel tekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk