Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007
Forsetinn, Bill Gates og framtíðin
Ég var að lesa yfir ræðu Ólafs Ragnars sem hann flutti á Microsoft Government Leaders Forum í gær (30.jan) í Edinburgh, nokkuð góð ræða svona heilt yfir.
Það eru að vísu slæmir kaflar þarna innan um, svona rétt eins "strákarnir okkar" hefðu verið á ferð, einnig er hann ekki alveg að nota það "lingó" sem menn nota í bransanum. En það er svo sem ekki við því að búast enda maðurinn alls ekki í bransanum. Eins og menn vita þá er hann í: Forseta (og stundum ekki) bransanum.
Það er víst topp jobb.
Ég er að velta því fyrir mér hvort að Ólafur Ragnar ætlaði sér virkilega að vera "kúl" eða hvort það var "bara óvart" þegar hann segir:
"It is a paradox of our times that although the economies of France, Germany, Great Britain and the other G8 countries form an exclusive club, ..."
Nei bara svona í ljósi þess að Bill Gates og Microsoft eru frá BNA er þá ekki svolítið undarlegt að hann skuli skella því ágæta stórveldi í flokki með öðrum.
Sísona.
Ólafur Ragnar hefði líka vel mátt slá meira um sig þegar hann telur upp kosti Íslands sem kjörlendis fyrir þróunar- og prófunarstarf. Hann hefi getað tilgrein hátt menntunarstig og tví- eða fjöltyngi þjóðarinnar - hann hefði getað sagt okkur vera þarna í hæðstu hæðum (satt eða logið), flengja því svo fram að hér væri kaupgeta Jóns með því allra mesta á byggðu bóli (svo ekki sé nú talað um hann séra Jón). Ég held að strjálbýli og landfræðileg einangrun sé líka eitthvað til að hamra á - en einmitt þeir þættir gera okkur Íslendinga sérstaka. Það er slatti af fámennum smáríkjum í þessum heimi, en fá eru þau sem byggja jafn stórt land og við (ORG snertir reyndar aðeins á dreifbýlinu í máli sýnu) og engir sem gera það eins vel og við.
Vel hefði farið á því ef Ólafur Ragnar hefði tekið nokkur raundæmi um hversu langt við Íslendingar erum komnir í hagnýtinu okkar á Netinu þegar ríkið á í hlut. Til að mynda hefði mátt segja frá því að 90%+ allra skattskýrsla sé skilað rafrænt og að næstum öll tollafgreiðsla sé það líka. Fjármálamönnum (sem vafalaust hafa verið margir í hópi hlustenda) hefði þótt fróðlegt að heyra að nánast allir einstaklingar og fyrirtæki geri bankaviðskipti sín á Netinu.
Á menningarlegum nótum hefði það svo verið töff að dengja fram fullyrðingu um að hægt sé að lesa nánast öll dagblöð og tímarit sem út komu á s.l. öld á Netinu - "free for all". Nokkuð impressíft söff.
Reyndar verðum við að drífa í því að koma handritunum okkar á stafrænt form þ.e. sem er nothæft almenningi. Í þessu samhengi má til gamans geta þess að The British Library hefur gefið út nýja útgáfu af "Turning the Pages" sem er sérstaklega þróuð fyrir Windows Vista. Á vef BL er hægt að skoða fjölda meistaraverka m.a. vinnubækur Leonardo da Vinci þar á meðal s.k. Codex Leicester sem einmitt Bill Gates á. Hann keypti þær á uppboði 1994 fyrir 30.8M USD. Súper díll, býst ég við. Reyndar segir sagan að frúin hún Melinda hafi ekkert verið alltof glöð þegar hann mætti heim og tjáði henni að hann hefði keypt eldgamla rissbók fyrir þessa upphæð.
Í áratugi hafa menn í upplýsingatæknigeiranum flutt sama mál og Ólafur Ragnar talar nú um í ræðu sinni. Þessi hugmynd lítur að því að Ísland séu öðrum löndum betur fallið til þess að þróa og prófa tækni og tól framtíðarinnar á.
Persónulega hef ég rætt þessi mál við fulltrúa nokkurra tæknifyrirtækja í gegnum tíðina, þar á meðal menn hjá Microsoft - oftast hafa þetta nú bara verið einhverjir Jónar, stöku meðal Jón hef ég þó nælt í og í það minnsta einn séra Jón. Mér hefur líka alltaf fundist það meika sens að fá hingað fyrirtæki eins og Intel eða AMD, en framleiðsla örgjörva og minnisrása krefst talsverðar orku.
Ísland er best!
Við höfum svo sem séð nokkur smá skref í þá átt að útlend tæknifyrirtæki vilji gera eitthvað hér og þó svo að okkur hafi ekki enn tekist að laða til okkar stór dæmi þá er það einungis spurning um tíma. Framlag Ólafs Ragnars mun án nokkurs vafa hjálpa til.
En hvers vegna hefur ekki tekist að laða hingað fyrirtæki úr UT geiranum? Fyrir því eru margar ástæður og er nauðsynlegt fyrir okkur að kafa vel ofan í þessa þætti sem fyrst. Akkúrat núna dettur mér þetta í hug:
- Þvert á viðtekna skoðun þá er hér skortur á hæfu vinnuafli
- Netsamband okkar við umheiminn, algjört lykil atriði í þessari umræðu, er fjarri því að standast skoðun
- Markaðurinn er lítill og einsleitur
Nú svo má spyrja, hvers vegna íslensk stjórnvöld (hum og atvinnulífið) hafa ekki rutt þessa braut betur? Höfum við ekki haft nægilega sterka trú á hugmyndinni?
Ég ætla að enda þetta hjá mér á niðurlagi úr ræðu Ólafs Ragnars en það hljómar svo:
"Those who realise early on that the 21st century will be a renaissance era for democratic and technologically advanced small states will gain a competitive advantage in the years to come."
Það verður bara að segjast eins og er að ég skil ekki alveg hvað hann er að segja, því gerði ég tilraun til þess að þýða textann:
Þeir sem átta sig snemma á því að þessi öld mun vera endurreisnartími fyrir lýðræðislega og tæknilega langt komin smáríki munu öðlast samkeppnislega yfirburði til framtíðar.
Einmitt það já!
Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á næstunni munum við fá nóg af fólki sem verður að rífast og rausa, tuldra tuða og tauta um kosti og aðallega galla Windows Vista.
Þegar heyrist mikið talað um að Vista sé þungt í keyrslu og minnki þar með afköst tölva og því er líka haldið fram að endingartími rafhlaðna í fartölvum styttist verulega eftir uppsetningu. Sjálfur tel ég of snemmt að alhæfa um áhrif Vista á þessa þætti. Framleiðendur eru í óða önn við að stilla sín kerfi af og er rétt að bíða og sjá hvaða árangri menn ná - taka stöðuna eftir hálft ár eða svo.
Hvað um það; við eigum eftir að heyra að Vista sé handónýtt drasl, míglekur hrærigrautur, leðja og annað í þeim dúr.
Þótt það sé sennilega ekki rétt að hvetja fólk - almennt - að stökkva til og uppfæra tölvuna sína þá er það nú samt með það eins og annað að aðstæður eru mismunandi og sýn og þarfir fólks eftir því. Fyrir þau ykkar sem eruð í tölvukaupa hugleiðingum þá er um að gera að drífa sig og kaupa tölvu með Windows Vista.
Eitt atriði sem er nýtt í Windows Vista og tengist mjög þeirri umræðu sem hefur verið í gangi undanfarið um öryggi barna á Netinu gæti verið ástæða til þess að uppfæra. Hér er um að ræða innbyggða "foreldra stjórnun" (e. parental control) Vista. Sem fer fram í gegnum aðgangskerfi stýrikerfisins. Með því er hægt að setja reglur um notkun hvers og eins notanda. Mælt er með því að allir sem nota tölvuna séu skráðir notendur og hver og einn noti sitt notenda auðkenni. Sem þýðir að notandi með stjórnendaréttindi (e. administrator) er ekki notaður dags daglega, en sá notandi getur stýrt eiginleikum annara notenda. Barnið eða börnin eru svo skráð sem sér notendur á kerfið og er þannig að hægt er að skilgreina ýmsa eiginleika í Vista fyrir barnið.
Eftirfarandi er listi yfir þau atriði sem foreldrar geta stillt og tengjast foreldrastjórnun Vista:
- hægt að láta Vista skrá notkun valinna notenda
- það er hægt að setja síu á þær síður sem barnið má skoða
- hægt er að banna niðurhal skráa
- hægt er að skilgreina þá tíma sem barnið má ekki nota tölvuna
- þegar leikir eru ræstir þá getur Vista skoðað hvort að leikurinn henti notandanum
- hægt er að leyfa eða banna keyrslu ákveðinna forrita
Þessi innbyggða foreldrastjórnun er alls ekki hin eina sanna lausn, en er svo sannarlega stórt skref til framfarar.
Munið að foreldrar hafa að geyma lykilinn að öryggi barna sinna á Netinu, rétt eins og annarsstaðar í daglegu lífi þeirra.
Ég mæli með því að allir foreldrar/forráðamenn að kynni sér "Öryggi heima fyrir" síðu Microsoft sem er að finna hér: http://www.microsoft.com/athome/security/default.mspx og þar undir: http://www.microsoft.com/mscorp/safety/technologies/familysafety/default.mspx
Eins er Childnet International kjörinn staður til þess að kynna sér öryggismál barna og unglinga.
Microsoft bendir sérstaklega á þrjá vefi sem uppsprettu góðra upplýsinga um þetta efni:
iKeepSafe.org
Svo er hægt að finna fjölda tengla á vef SAFT: http://www.saft.is/tenglar/
Síðan má benda á tvö vel þekkt Netsíuforrit:
PS. Áfram Ísland, við tökum þá 33 - 30
Windows Vista í verslanir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í fyrradag var síðasti vísbendingaratburðurinn í þessum stórbrotna leik Microsoft sem er hluti af kynningaátaki þeirra á Windows Vistan - í þetta skiptið fólst viðburðurinn í geislasýningu og ótrúlegri flugeldasýningu. Í flugeldasýningunni eru svo faldar vísbendingar sem nauðsynlegar eru við lausn þrautanna.
Ég hvet alla sem hafa gaman af góðum þrautum til þess að reyna sig. Hver veit nema að þú sér á leiðina út í geim með 500þ dollara í vasanum!
Eins og minntist á í bloggi mínu (sjá hér) um daginn þá er ég þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða þá smitmarkaðsherferð (e. viral marketing campaing) sem mest hefur verið lagt í fram til þessa (reyndar finnst mér vanta upp á lókal töddsið). Það er líka rétt að ítreka að ég taldi mig ekki hafa afl (tíma og hugarorku) til þess að ráðast af alvöru í það verkefni sem þessi leikur er. Ég vildi samt kynna mér leikin betur og greip því til þess ráðs að svindla. Kláraði þannig fyrsta hluta (af fjórum) með hjálp sem ég fann á Netinu.
Nú hef ég ákveðið að reyna að klára leikinn, án þess að svindla, ætla ég bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf (m.ö.o. þá teka tímaþáttinn út úr jöfnunni) - svo er bara að vona að Microsoft leyfi vefnum að lifa áfram næsta árið eða svo!
Endilega kíkið á vanishingpointgarme.com (smellið hér)
Almenn sala á Windows Vista hefst á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1965 lýsti einn af stofnendum Intel, Gordon Moore framtíðarsýn sinni þar sem hann spáði því að afl örgjörva myndi tvöfaldast á u.þ.b. 2 ára fresti (í gegnum fjölgun transistora á hverjum kubb). Þessi kenning hefur síðan verið kölluð Moore lögmálið. Myndin hérna til hliðar er af upprunnalegu uppkasti Moores.
Hjá Intel hafa menn alla tíð síðan lagt sig fram til þess að viðhalda þessari kenningu. En á sama tíma hefur fjöldi manna keppst við að sína fram á að tími Moore lögmálsins sé liðinn. Prófið að gúggla "end of Moore's Law".
Intel menn hafa hengt sig á lögmálið, þar á bæ ætla menn sér að sanna að það standist. Hvar sem ég hef farið og hlustað á fulltrúa Intel (m.a. Andy Grove og Craig Barret) tala um vörur sínar og framtíðar horfur í þróun þeirra er minnst á Moore lögmálið og sýnt að Intel hafi staðið sýna vakt. Þeir eru sannfærðir um að lögmálið haldi, það er hluti af framtíðarsýn fyrirtækisins. Má í raun halda því fram að kenningin sem slík hafi átt nokkurn þátt í því að þrýsta á um framfarir í þróun örgjörva.
Ætli Moore lögmálið sé ekki fyrsta flokks dæmi um hvernig skýr og yfirlýst stefna getur hjálpað fyrirtækjum (og vitaskuld einstaklingum) við að ná markmiðum sínum.
Hér (slóð) er hægt að skoða kynningarefni Intel í tengslum við þessa frétt. Myndin hér að ofan sýnir hvernig örgjörvar frá Intel raðast í góðum takti við lögmál Moores, ég fann ekki uppfært graf m.v. 45nm kubb - smelli henni inn þegar ég finn hana.
En það hafa ekki allir forkólfar í tölvugeiranum reynst jafn sann spáir og Moore. Er ekki rétt að rifja upp nokkur vel þekkt dæmi:
Everything that can be invented has been invented.
- Charles H. Duell, Commissioner, U.S. Office of Patents, 1899 (ekki beint í bransanum en fær að fljóta með)
"I think there is a world market for maybe five computers."
- IBM Chairman Thomas Watson, 1943
Computers in the future may have only 1,000 vacuum tubes and perhaps only weigh 1 1/2 tons.
- Popular Mechanics, 1949
"There is no reason anyone would want a computer in their home."
- Ken Olson President of Digital Equipment Corporation, 1977
"640k ought to be enough for anybody."
- Microsoft Chairman Bill Gates, 1981
"I wouldnt put my company on the Internet.
- Ken Olson Chairman Modular Comuter System, 1996
Og þessu tengt:
The Internet is a great way to get on the net.
- Senator Bob Dole
How could this be a problem in a country where we have Intel and Microsoft?
- Al Gore on Y2K (aldarmótavandinn)
During my service in the United States Congress, I took the initiative in creating the Internet.
- Al Gore describing his 1986 legislation to interconnect five supercomputer centers (17 years after the first Internet servers hooked up)
If Gore invented the Internet, I invented spell-check.
- Former Vice President J. Danforth Quayle
The day I made that statement, I was tired because I'd been up all night inventing the Camcorder.
- Al Gore attempting damage control
Hraðvirkari tölvuörgjörvar væntanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverng stendur á því að þessir snillingar, og ég er að meina snillingar, í Davos detta allir í sama ruglið aftur og aftur? Þeir virðast hafa ríka þörf fyrir að setjast í stól "stóra bróður" og þaðan vilja þeir passa upp á okkur öll hin. Ég kom inn á þetta í gær líka (sjá hér). Eftirfarandi tók ég úr frétt Mbl.:
"Þeir ræddu einnig um þær hættur, sem stafa af því að ljósmyndir og myndbönd úr farsímum eru sett inn á netið nánast stjórnlaust, svo sem myndbandið sem sýndi aftöku Saddams Husseins, fyrrum forseta Íraks. Slíkar myndir geta valdið uppnámi og óeirðum og nánast ómögulegt er að koma böndum á þessa fjölmiðlun."
Það er ekkert NÁNAST stjórnlaust eða NÁNAST ómögulegt, það er einfaldlega stjórnlaust og ómögulegt.
Punktur.
Og trúið mér að það verður síðan bara enn meira ómögulegt - ef það er hægt að orða það þannig - þegar fram líða stundir.
Vitaskuld geta allar stóru veiturnar á Netinu (t.d. eins og YouTube) gert hvað sem hægt er til þess að takmarka innsetningu slíks efnis en það verður ekki hægt að stöðva dreifingu eins eða neins í grasrótinni. Sorrý.
Þessir gæjar vita allir betur - það veit ég.
YouTube ætlar að deila tekjum með notendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brown benti á að það væru yfir sex þúsund vefsíður á Netinu sem væru tengdar Al-Qaeda. Gagnrýndi hann stjórnvöld til þess að beita sér ekki frekar gegn dreifingu efnis öfgasamtaka á Netinu.
Að reyna að hamla (væntanlega með einhverskonar bönnum) dreifingu efnis öfgasamtaka á Netinu er algjörlega glórulaus hugmynd.
Hvað á að banna? Hvað eru öfgasamtök? Hver á að banna? Hverjum á að banna og hverjum ekki? Má tildæmis greiningadeildin hans Björns skoða svona efni en ekki ég? Hvernig á að fylgja banninu eftir? Hversu lengi á bannið að gilda? Hver eru viðurlög við því að brjóta bannið? Er ég sekur ef ég sæki efni sem einhver hefur, þvert á bannið, komið á Netið? En hvað ef ég opna póst sem inniheldur óhollt öfgaefni?
Ég veit, hum, eða gef mér að Gordon Brown sé ekki vitlaus, ekki frekar en flestir aðrir "Bránar" þessa heims. Í þessari frétt verðum við aðeins vitni af sömu gömlu góðu sögunni, sem er sú að menn (sérstaklega þeirrar gerðar sem kallast stjórnmálamenn) falla í "auðveldisgildruna". Í þessu tilfelli felst hún í því að segja eitthvað sem hljómar pólitískt rétt. Ef eitthvað annað er sagt liggur fyrir að menn þurfa að fara að útskýra sig - eyða tímum í rökræðu. Rökræða er líka of flókin fyrir fólk, svona venjulegt fólk þú veist! Fólk á bara að treysta okkur, jamm jamm, bann er best.
Það er nú líkast til.
Það er ekki hægt að segja í öðru orðinu "allt er opið" en í hinu orðinu "nema það sem við viljum loka".
Þekkingarsamfélagið (sem er vonandi sú samfélagsgerð sem flestar þjóðir stefna í) verður að styrkja "siðferðisbakbein" sitt, svo að við getum þolað öfga og öfugugga og perraskap og perrverta og allan þeirra málflutning, sí aukin og endalausan.
Frjálst og óhindrað.
Sjáið hvernig bandaríkjamenn hafa farið fram í stríðinu gegn hryðjuverkum, þeir ganga hvatlega fram, með offari segja sumir og hver er árangurinn? Drullufúlir og pirraðir flugfarþegar er sennilega ein algengasta birtingarmyndin. Það er svo sem meinlaus mynd, leiðinleg mynd en meinlaus. Hvað haldið þið að þúsundir saklausra einstaklinga hafi þurft að þola í formi eineltis og frelsissviptinga? Þeirra mynd er hryllingsmynd.
Hvernig styrkjum við okkur svo? Áreiðanlega ekki með því að bregða skugga á sannleikann eða hylja skoðanir þeirra sem fara gegn viðteknum skoðunum og gildismati okkar.
Förum í Netheim og röltum aðeins um, sjáum hvort við finnum ekki terrorista á hverju strái. Ég byrja á á wikí. Stendur heima - ég finn þarna allt sem ég taldi mig þurfa að vita um þessi villimannasamtök og meira til.
Ég tók líka gúgl æfinguna; "al-qaeda" skilar 18,7 milljón tilvísunum og "al-qaida" 2,1 m tv.
Aðeins.
Hamas skilar 19m t.v.
Hezbollah/Hizbollah/Hizballah - 14,1/2,4/1,3 m tv.
Bader-Meinhof gefur ekki nema 19.800 tv. - augljóslega deyjandi ef ekki dautt dæmi.
IRA olli mér nokkrum vandræðum, leitin skilar um 70m tv. og þar efst á blaði Icelandic Radio Amateurs :-). Ef ég leita eftir "Irish Republican Army" detta í hús 750þ tv. En "IRA og Army" saman gefa 1,5m tv., "IRA og Irish" skila 1,35m tv. og "IRA og terrorism" skilar 1,26 m tv. Ég áætla að hreinar tilvísanir í IRA séu um 2m.
Þessi saga endurtók sig svo fyrir ETA þar dúkkuðu upp um 54m tv. en "ETA basque" skilaði 1,1m tv., "ETA spain" = 1,3 m tv og "ETA terrorism" = 900þ tv., þannig að ég ef mér 1,5m tilvísanir.
Ég kíkti á fullt af þessum tilvísunum bæði fremst í listanum og eins fór ég frá síðu 10 eða svo og það verður nú að segjast eins og er að það er mun auðveldara að finna síður sem eru á móti hryðjuverkum en þeim sem eiga að vera á vegum einhverra brjálæðinga. Satt að segja fann ég enga síðu sem beinlínis prómóteraði hryðjuverk, sú sem komst næst því var http://www.hizbollah.org/.
Ég eyddi svo sem ekki miklum tíma í að vafra stefnulaust um vefinn með þessum hætti, en tilraunin staðfestir grun minn um að góður vilji er nauðsynlegur í farteskinu ef finna á eitthvað af þessum sexþúsund síðum Bránsins.
Þekkingarsamfélagið er greinilega í góðum gír ....
Þetta er vel í takt við sögu sem fyrrum fíkniefnaneytandi sagði mér fyrir mörgum árum. Ég hafði spurt hann hvernig í fjandanum hann kæmist svona auðveldlega yfir dóp, sjálfur hafði ég varla séð slíkt. Taldi ég mig nú samt vera nokkurt partýdýr (ekkert villidýr en samt....). Svarið var eitthvað á þá leið að fyrir honum væru dópsalarnir eins og vitar, hann yrði þeirra strax var hvar og hvenær sem er og að sama gilti í raun um þá sem væru í neyslu.
Heldur einhver að hægt sé að uppræta al-Qaeda með þögninni?
Besta leiðin til þess að verjast hættu af þessu tagi er að vera opin, miðla upplýsingum óheft - í þessu tilfelli er besta vörnin sókn. Tryggjum að nógar upplýsingar séu til staðar sem skýra "okkar" sjónarmið.
Þetta skjal sem er handbók fyrir hryðjuverkamenn fann breska lögreglan við húsleit hjá al-Qaeda liðum er dýpsta efnið sem ég fann í dag. það er alveg á hreinu að lestur þessarar handbókar gerir ekki annað en að sannfæra mig um að þarna fara klikkaðir einstaklingar.
Hérna er svo hægt að finna frekari upplýsingar http://www.terrorism101.org/.
Eins og þess sé þörf.
Litlar hindranir fyrir öfgamenn að koma skoðunum sínum á framfæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.1.2007 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór inn á vefsetur í fyrradag, hafði ætlað að kíkja á það í nokkurn tíma, ég var ekki búinn að skoðað síðurnar lengi þegar ég fann að ég hafði smitast. Þetta dæmi var eitthvað sem greip mig á svipstundu. Ég er að tala um vefsetur sem hýsir Hverfipunktsleik (e. vanishing point) Microsoft. Vefur þessi snýst um leik og er hann sá allra flottasti þrautaleikur sem ég hef séð á Netinu (hum, allstaðar). Smá bakgrunns upplýsingar um mig; ég er Myst maður (sjá líka hér á wikí).
Ég tók eftir því einhverntímann undir lok síðasta árs að á tæknibloggum sem ég skoða reglulega, var verið að tala um eitthvað gigg hjá Microsoft. Ég var ekkert að elta þetta uppi þá, enda virtist dæmið aðeins vera fyrir fáa útvalda. Það var svo þegar ég var að fylgjast með umræðunni í kringum opnun CES í janúar (7 til 10 jan.) að ég fór að lesa meira um hvað þetta snérist, það var svo ekki fyrr en í gær að ég fór sjálfur í gang.
Og vá...
Þvílík hugmynd, þvílík útfærsla og þvílík framkvæmd.
Leiknum er skipt upp í fjóra kafla og í hverjum kafla eru 12 þrautir. Hver kafli byrjar með vísbendingar atburði sem er lifandi sýning einhverstaðar í heiminum. Opnunar atburðurinn var við Bellagio hótelið í Las Vegas og var notast við gosbrunnasinfóníu Herra Wynns til þess að búa til tjald fyrir leisergeyslasýningu af bestu gerð. Í þessari sýningu koma fram ýmsar vísbendingar sem eru nauðsynlegar við lausn þrautanna (myndband af sýningunni er á vefnum).
Næsti atburður fór fram á nokkrum stöðum í heiminum, í þetta sinn var skrifað í skýin - bókstaflega. Flugvélar teiknuðu vísbendingar í skýin. Þriðji atburðurinn fór fram um s.l. helgi en þá voru nokkrar þekktar byggingar víðsvegar um heiminn skreyttar með ljósvarpi. Um næstu helgi verður svo stórveisla í Redmond þar sem síðasti vísbendinga atburðurinn fer fram. Leikurinn klárast síðan þann 30. jan.
Ég get sagt það hér og nú að fyrir mig eru þrautirnar einfaldlega alltof erfiðar (eða á ég kannski frekar að segja að ég hafi ekki nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum). Ég gat leyst þrjár þrautir (2 * easy, 1 * medum) í fyrsta kafla þegar ég sá í hvað stefndi. Ég vil meina að það sé nánast ekki hægt að leysa sumar þessara þrauta upp á eigin spýtur. Virðist mér á umræðunni að útvaldi hópurinn hafi fengið og sé að fá ýmsar vísbendingar sem aðrir fá ekki.
Ég gafst upp.
Ég hvet hvern þann sem áhuga hefur á góðum þrautum að kíkja á vanishingpoint.com og reyna við þrautirnar. Allir sem hafa áhuga á markaðssetningu ættu líka að drífa sig.
Hér má finna allt um hverfipunktinn - líka lausnirnar!
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007
Ég kaupi samt ekki Vista ULNSE!
Vilhjálmur Hlið þriðji og félagar í Redmond eru ekkert annað en snillingur og kannski eru það einmitt svoleiðis snillingar sem geta selt nánast hvað sem er. Ég skrifaði um einn varíant af Windows Vista fyrr í dag: Billý Gé afhverju í ands... ætti ég að kaupa þetta?
MSFT er upp um 65 punkta í "after hours trading" á NASDAQ, lokaði á 30,45 (65 punkta niður yfir daginn þannig að markaðurinn var ekki að trúa á þá) en eru að fara á um 31 núna. Sjá hér
Svo eiga þeir Vista, Office 2007, SQL Server og ég veit ekki hvað og hvað upp í erminni...
Sagði ég SNILLINGAR?
(endilega takt þú þátt í könnuninni minni hérna til hliðar, takk)Methagnaður hjá Microsoft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.1.2007 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Whipping therapy cures depression and suicide crises"
Svo hljóðar fyrirsögn úr ekki ómerkara riti en PRAVDA. Greinin er tæplega tveggja ára gömul og í henni er sagt frá niðurstöðu rannsóknar sem bar heitið Methods of painful impact to treat addictive behavior.
Grípum niður í greinina:
"Russian scientists recommend the following course of the whipping therapy: 30 sessions of 60 whips on the buttocks in every procedure."
... og litlu síðar:
The whipping therapy becomes much more efficient when a patients receives the punishment from a person of the opposite sex. The effect is astounding: the patient starts seeing only bright colors in the surrounding world, the heartache disappears, although it will take a certain time for the buttocks to heal, of course, Sergei Speransky told the Izvestia newspaper.
... og svo hljóðar niður lagið:
"The revolutionary method may take the Russian healthcare to a whole new level. The method is cheap and highly efficient, as its authors assure. Why not using something more efficient, a rack, for example?"
Ætli Guðmundur hafi ekki bara verið að þróa aðferðir sínar á sjálfum sér, rétt eins og sá rússneski, sbr. þetta:
"The doctor became one of the authors of the shocking whipping therapy. The professor used the self-flagellation method to cure his own depression; he also recovered from two heart attacks with the help of physical tortures too."
Hvar grefur maður þessa vitleysu eiginlega upp?
Greinin í PRAVDA er hér.
Bloggar | Breytt 26.1.2007 kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rakst á bogg Donalds Crowdis, 93 ára Kanadamans sem er að hans eigin sögn þriðji elsti bloggari í heimi á eftir sænsknum Allan Lööf, sem er 94 ára og Ray White, bandaríkjamanni sem er einhverjum mánuðum eldri en Donald.
Donald kallar blogg sitt "Don to Earth", skrif hans eru hreint leiftrandi skemmtileg og ákaflega fróðleg - holl lesning fyrir þá sem eru honum yngri :-)
Fyrir tveimur dögum setti hann inn færslu sem er ákaflega ljúfsár og mér fannst að ég yrði að miðla þessu áfram.
Ætli blogg verði til eftir 49 ár? Verð ég enn að? En þú?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk