Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Paul Allen (hann stofnaði Microsoft með Bill Gates 1975) var að festa sér nýja snekkju. Hún ber nafnið Crystal Ball og er í smíðum í Hamborg hjá Blohm + Voss, en mér skilst að þar á bæ séu menn vanir því að föndra við svona nokkuð.
Með kaupunum á Crystall Ball ætti PA að hafa tryggt sér sæti við topp listans yfir þá sem eiga flottustu fljótandi hallirnar í þessum heimi.
PA er nefnilega í hörku keppni. Þetta er svona "minn er mikið stærri en þinn" keppni og á meðal þátttakenda er Arabískur kóngur, nokkrir prinsar og sjeikar úr sama heimshluta, ásamt Roman Abramovich (hann á m.a. Chelsea - fyrir þá sem ekki muna þá er það fótboltaklúbburinn sem Eiður Smári trimmaði með hérna um árið), Larry Ellison (hann er atvinnuglaumgosi sem stjórnar Oracle í hjáverkum) og svo eru held ég nokkrir Grikkir með í keppninni. Koma svo Björgólfur Thor....
Crystal Ball er 140m löng, á henni eru tveir þyrlupallar (menn verða að geta tekið á móti óvæntum gestum), þyrluskýli og 12m sundlaug. Fleyið er byggt fyrir 16 farþega í 8 herbergjum (einhver af þeim tilheyra séríbúð eigenda), nú síðan er gert ráð fyrir 40 starfsmönnum (það er jú í mörg horn að líta).
Hönnun Crystal Ball er sögð einstök tæknilega og útlitislega séð, en eitt það merkilegast er að klæðning þilfarshússins er að mestu úr gleri, þetta gler er þeirrar náttúru að hægt er að stjórna því hversu gegnsætt það er, rúðu fyrir rúðu.
Menn eru að skjóta á að PA þurfi slengja fram einhverjum rúmum 20 milljörðum fyrir kristalskúluna. Ég er svo að velta því fyrir mér hvort hann selji aðra af þeim ofursnekkjum sem hann á fyrir, en þær eru; Octopus (nr. 5, 127m), Tatoosh (nr. 19, 92m). Reyndar átti hann víst þrjár á tímabili en mér sýnist að hann sé búinn að selja Ithaka, enda ekkert orðið varið í hana þar sem hún rétt slapp inn á topp hundrað (nr. 99, 61m).
Hérna er hægt að sjá vídeó (QuickTime) af nýja dallinum og hér er hægt að hlaða niður myndum af Octopus (PowerPoint) sem segja meira en mörg orð. Vefur framleiðandans er hér.
Eins og ég sagði þá er þetta hörku keppni sem PA er í, keppni þar sem menn gefa ekkert eftir.
Þess má geta að Abró er með eina 168m langa í byggingu, þannig að PA er ekki að fara að vinna keppnina á lengdinni einni saman, það er ljóst. Reyndar koma 140m honum aðeins í 3 sætið (og svo fellur hann um eitt daginn sem Abró brýtur sjampóflöskuna á sinni lengju). Hann Abró á líka tvo dalla fyrir og má sækja myndir af þeim hér.
Er ekki rétt að hafa tengil á wikí líka, hér er listi yfir stöðuna í keppninni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ástæða þess að ég skrifa við þessa frétt er ekki sú staðreynd að farsímasjónvarp hefur orðið til, heldur vegna þess að ég má til með að "hrauna" yfir Pétur Reynisson hjá Gáttinni, en Pétur gengur fram af mér í bloggi sínu um þessa sömu frétt.
Fyrst eilítið um farsímasjónvarp. Sjónvarp í farsíma er í sjálfu sér ekki nýjung, þetta er tækni sem er búin að vera á leiðinni í nokkur ár. Ætli þetta sé ekki þriðja eða fjórða árið sem farsímasjónvarp er á dagskránni á 3GSM WC, en þunginn er vissulega meiri í ár enda hillir nú LOKSINS undir að tæknin verði sett í almenna notkun í Evrópu. Reyndar er farsímasjónvarp búið að vera í notkun í nokkrum löndum Asíu í nokkur ár t.d. í Suður-Kóreu (á CDMA en ekki GSM).
Því miður á þessi tækni eftir að vera á leiðinni til okkar Íslendinga í einhver ár í viðbót. Forsenda þess að koma sjónvarpi í símann er aukin bandbreidd (þ.e. er fyrir streymt efni) og þar stendur hnífurinn í kúnni, við Íslendingar erum svo fjári aftarlega á merinni þegar kemur að almennri nýtingu framsækinnar tækni (þvert á það sem flestir telja) og því er einmitt þannig farið með 3G (þriðju kynslóð farsíma) - ástandið er svo slæmt að það heyrist vart minnst á þessa tækni. Eins eru þráðlausar (DVB-T / DVB-H) stafrænar sjónvarpsútsendingar ekki til hér (mig minnir þó að einhverjir hafi gert tilraunir í þeim efnum). Koma svo Björgólfur Thór...
Sennilega er það fáránleg hugmynd, sem byggð er á pólitískumrétttrúnaði, um þekju 3G netsins sem er helsta fyrirstaðan fyrir því að við Íslendingar njótum ekki þessar þjónustu í bráð. Í lögum um þriðju kynslóð farsíma (ég velti því fyrir mér hvers vegna það séu til lög um 3G, má ekki leysa svona nokkuð með reglugerð) er sett skilyrði um að netið nái til 60% íbúa á hverju fjögurra skilgreindra svæða. Þessi krafa (ásamt því að greiða þarf einhverjar 200 milljónir fyrir tíðnina) þýðir að rekstraraðilar meta það svo að ekki sé hagkvæmt að reka slíka þjónustu. Hafa þarf í huga að 3G sendar draga mun skemur en GSM sendar sem þýðir að fleiri senda þarf til þess að byggja upp dreifikerfið, það eitt leiðir til verulega aukins kostnaðar.
Rekstraraðilar horfa á kostnað við uppsetningu og rekstur á annari vogarskálinni og takmörkuð viðskiptatækifæri á hinni og sjá í hendi sér að það hallar verulega á arðsemina - dæmið hefur hingað til ekki gengið upp.
Farsímasjónvarp er gott dæmi um virðisaukandiþjónustu sem mun hjálpa til við að jafna í skálunum.
Í bloggi Péturs hæðir hann að krafti þá tækni sem farsímasjónvarpið er, telur hana vera eitthvert ónauðsynlegt glingur fyrir fólk með dellu, að enginn sæmilega gefinn maður hafi minnstu þörf fyrir svona lagað. Hérna fyrir neðan eru nokkur andmæli við fullyrðingum eða spurningum í bloggi Péturs:
- Hvers vegna er þetta léleg lausn? Er það vegna þess að Pétur sér engin skynsamleg not fyrir tæknina? Eða vegna þess að tæknin er ekki nægilega góð til þess að leysa skynsamleg not?
- Já svona nokkuð gerum við í nafni framfara og tækni og einmitt það að fjöldi fólks er tilbúið til þess að "gleypa við" svona nokkru gerir frumkvöðlum mögulegt að halda áfram að vera frumkvöðlar - sem er jú gott fyrir tækniframfarir.
- Já fólk ætti að "váa" eins og tilfinningar þess bjóða, oft og hátt - vá-hrif eru nákvæmlega það sem hönnuðir þessarar tækni og framleiðendur tólana vilja ná fram.
- Nei farsímasjónvarp er ekki dæmi um eitthvað sem ekki ætti að finna upp, heldur er þetta gott dæmi um snilli okkar mannanna, mátt hugans.
- Það gera sér væntanlega allir grein fyrir því að greiða þarf fyrir þessi tæki og síðan fyrir þá þjónustu sem nýtt er.
- Ég skil bara ekki þetta sex sinnum dæmi. Nei við ætlum ekki að lesa bók sem er með sex sinnum minna letur enn í venjulegri kilju (ca. 11 punkta letur) - einfaldlega vegna þess að við getum það ekki, í það minnsta ekki með berum augum. En öðru máli gegnir um óvenjulegar kiljur sem eru prentaðar með 48 punkta letri. Jamm jamm það hefði ég nú haldið.
- Varðandi tækniblinduna þá vil ég aðeins segja SEM BETUR FER það eru ansi margir hlutir, gagnlegir, skemmtilegir, undarlegir o.s.frv. sem ekki hefðu borið fyrir augu okkar ef allir hugsuðu eins og Pétur.
- Ef hugmynd Péturs um að nota símann aðeins til þess að hringja með og sjónvarpið aðeins til að horfa á [myndir í] má jafna við að við værum með eina tölvu til þess að möndla með t-póst, aðra til þess að skrifa bréf, enn aðra til þess reikna með o.s.frv. Samrunatæki eru af hinu góða, hugsið ykkur bara; tölva, sími, myndavél, hljómflutningstæki og sjónvarp allt í sama tækinu - jafnvel tæki sem kemst fyrir í partýbuddu konunnar! Myndbandið hér að neðan er á stærð við skjá í hefðbundnum farsíma (m.v. 1024p upplausn), ekki farsíma sem er sniðinn að þessari notkun.
- Ef menn greindu viðskiptatækifæri í því að koma kaffivél fyrir í fartölvum eða öðrum tölvum þá myndu menn gera það.
- Já maðurinn á myndinni er örugglega að segja fólki eitthvað í þá veru að þetta sé eitthvað sem fólk á eftir að geta notað og já ætti að kaupa og það sem allra fyrst - ENN EKKI HVAÐ. Ég ætla hins vegar ekki að leggja honum orð í munn. Það hefði verið hrikalega flott ef ég hefði getað flett fyrirlestri hans upp í símanum mínum og horft á hann t.d. á klóinu. Nú enn flottara hefði verið ef ég hefði átt þess kost að horfa á kynninguna hans "live" í farsímanum mínum.
Ef Pétur væri þekktur sem argasta afturhald, t.d. ef hann væri kröftugur þátttakandi í starfi Vinstri-Grænna, þá tækist mér að setja meiningar hans í eitthvert samhengi. Ekki það að ég teldi þær réttar í einu eða neinu, en ég mundi átta mig á því hvaðan hann væri að koma, sem hefði aukið á umburðalyndi mitt. En engu væri ég nærri um hvert hann væri að fara.
Pétur starfar við að stýra þróun á Netþjónustu sem kölluð er Gáttin (skv. hans eigin lýsingu), sú hugmynd er líkast til engin bylting en er örugglega um margt sniðug. Alveg er gáttaður á því og það veldur mér umtalsverðum heilabrotum að maður sem fæst við slíka hluti skuli síðan hafa slíkar skoðanir sem hann setur fram í bloggi sínu.
Finnst Pétri það húmbúkk að geta horft á myndefni með MP3/4 spilaranum sínum? Hvað sýnist honum um að ég geti tekið dagskráliði af Gáttinni hans og streymt í símann minn (on eða off line) - er það alveg út í hött? Er "podcast" ekki bara hégómi og tóm vitleysa.
Kannski að Pétur kveiki á perunni þegar hann sér myndbandið hér að neðan - tja nema ef honum finnist fótbolti líka vera tóm vitleysa.
Ég er ekki að halda því fram að öllum muni finnast farsímasjónvarp vera "vá", alls ekki - fólk hefur eflaust mismunandi skoðanir á því. En því ætla ég að halda fram að innan ekki alltof margra ára verður farsímasjónvarp hluti af daglegu lífi okkar ALLRA.
PS. Ég er nokkuð viss um að Pétur er þeirarr skoðunar að tæknilegar æfingar af þessu tagi eru nauðsynlegar og skipti verulegu máli á leið okkar fram á við, en ég á auðvitað ekki að vera gera honum upp skoðanir. Það læðist að mér sá grunur að hann hafi bara gleymt sér eitt augnablik, misst sig eins og það heitir - farið að hneykslast bara til þess að hneykslast.Farsímasjónvarp virðist vera að ná fótfestu - og þó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 15.2.2007 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það þarf að skamma Mbl fyrir að setja þessa frétt upp með þeim hætti sem gert er. Þessi norska nefnd ætlar ekki gera þessa tillögu eins og fyrirsögn fréttarinnar og reyndar fréttin sjálf segir heldur minni hluti nefndarinnar. Sussum svei.
Þannig að Norðmenn eru ekki alveg orðnir ga ga.
Myndin hérna sýnir svarhol veraldarvefsins. Vonandi á þeim ekki eftir að fjölga, heldur fækka og minnka.
Annars er það um þessa ritskoðunarhugmyndir að segja að það er ekki nokkur leið að þær gangi upp. Í dag eru til leiðir til þess að fara fram hjá slíkum síum og það er fráleitt að Norðmönnum takist að loka á þær. Jafnvel þó svo að Netrýninefndinni tækist að loka einni leið þá væri það líklega bara til þess að nokkrar nýjar leiðir yrðu opnaðar. Heill hellingur af topp fólki færi í það að finna nýjar leiðir, það yrði á svipstundu aðal nördasportið.
Ég reikna með að öll sú umræða sem bullinu fylgdi yrði svo til þess að fleiri en ella færu að skoða einmitt það efni sem stjórnvöld væru að reyna að "forða" fólki frá.
Steypa.
Nefnd um tölvuglæpi vill ritskoða alla netumferð í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2007
Netgluggagæir
Netið er hið mesta ólíkinda tól, mér var bent á það um daginn að hægt væri að finna þúsundir vefmyndavéla út um allan heim. Maður veit ekkert hvar mann ber niður; í kvöld kíkti ég á ránfuglshreiður (var reyndar tómt) ég datt inn á nokkrar vélar sem fylgjast með byggingarframkvæmdum eins og þessa í Syracuse, svo lenti ég inn á heimili hjá ketti sennilega í Texas og svo er það þessi sem tekur mynd niður brekkuna á Akureyri.
Til þess að finna lista yfir allar þessar vélar er farið í google og leitað að "inurl:/view/index.shtml". Leitin gaf mér 9600 niðurstöður þannig að af nógu er að taka. Svo má bæta við í google strenginn "inurl:.is" til þess að finna vélar á Íslandi (aðeins ein finnst) eða dot eitthvað annað fyrir eitthvað annað land.
Annars eru þessar slóðir oft með ip-tölu beint þannig að maður veit ekkert hvar þær vélar eru. Dæmi um þetta er "vinnustaðurinn" sem myndin sem hér fylgir er af, slóðin er http://200.76.65.165/view/index.shtml.
OK þá fer meður hingað t.d. á ip-adress slær in ip-töluna og vola!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007
Pípulagnir á Netinu
Yahoo setti nýja þjónustu/forrit í loftið á miðvikudaginn sem kallast Pipes. Þetta forrit flokkast undir nýja kynnslóð vefforrita ("Web 2.0") og gerir það kleift að sækja gögn frá mismunandi veitum á Netinu og keyra þær saman ("mashup"), nota gögn frá einni veitu til þess að finna gögn í annarri. T.d. keyra "RSS" list með viðskiptafréttum, taka úr þeim "stock tickera" og gera með þeim fyrirspurn á vef kauphallar.
Pipes sem er í Beta er flott forrit og einfalt í notkun nú er bara að vona að vankantar pipes er lúta t.d. að íslensku verði slípaðir af sem fyrst.
Pipes er að finna hér
Ég gerði einfalda pípulögn sem sameinar RSS lista mbl.is og visir.is sjá hér
Bloggar | Breytt 12.2.2007 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007
Björgum Boston
Ég má til með að ljúka þessu Moonite Boston rugli á léttu nótunum. Fann lítinn leik sem gerir grín af Boston'ingum vegna þessa upphlaups þeirra. Leikurinn er hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2007
Pípan til Bill Gates er alltof grönn
Gaman að heyra af þessu og vona að af heimsókn Bill Gates verði, skemmtilegast væri ef hann tæki T-Bone með sér.
Af gamni mínu kíkti ég á hversu vel við Íslendingar og Bill Gates værum tengd á Netinu, þetta er niðurstaðan:
(þeir sem hafa áhuga á að mæla hraða tengingar sinnar við hina ýmsu staði í heiminum ættu endilega að kíkja á speedtest.net en þetta er sniðugasta útfærslan á svona þjónustu sem ég hef séð)
Í ljósi þessa skil ég vel vel að Bill Gates vill frekar koma hingað en að reyna að spila við rafrænt bridsborð, maðurinn hefur skiljanlega ekki þolinmæði í að hanga eftir mönnum sem eru að því er virðist ljósár í burtu :-)
Niðurstaða þessarar mælingar ber okkur Íslendingum ekki góða sögu og rennir því miður stoðum undir það sem ég skrifaði (sjá hér) um hitting þeirra Ólafs Ragnars og Bill Gates í Edinborg, en þar skrifaði ég:
Ísland er best!
Við höfum svo sem séð nokkur smá skref í þá átt að útlend tæknifyrirtæki vilji gera eitthvað hér og þó svo að okkur hafi ekki enn tekist að laða til okkar stór dæmi þá er það einungis spurning um tíma. Framlag Ólafs Ragnars mun án nokkurs vafa hjálpa til.
En hvers vegna hefur ekki tekist að laða hingað fyrirtæki úr UT geiranum? Fyrir því eru margar ástæður og er nauðsynlegt fyrir okkur að kafa vel ofan í þessa þætti sem fyrst. Akkúrat núna dettur mér þetta í hug:
- Þvert á viðtekna skoðun þá er hér skortur á hæfu vinnuafli
- Netsamband okkar við umheiminn, algjört lykil atriði í þessari umræðu, er fjarri því að standast skoðun
- Markaðurinn er lítill og einsleitur
Nú svo má spyrja, hvers vegna íslensk stjórnvöld (hum og atvinnulífið) hafa ekki rutt þessa braut betur? Höfum við ekki haft nægilega sterka trú á hugmyndinni?
Bill Gates á Bridshátíð eftir tvö ár? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2007
Sorglegt en samt bráðfyndið.
Um daginn skrifaði ég um þann atburð sem Sample þessi segir nú af sér vegna (sjá hér og hér). Þá helt ég því fram að þrátt fyrir að auglýsingaherferðin væri mistök, þ.e. upphlaupið í Boston, þá hefðu menn gefið "high five" á göngunum, vitandi að allt þetta umtal myndi skila sér í verulega auknu áhorfi á þættina - sem var jú markmiðið með markaðsherferðinni. Reyndar skilst mér að ég hafi ekki hitt naglann á höfuðið, mælt áhorf hefur ekki aukist jafn mikið og vonir stóðu til.
Góða samantekt um málið er að finna á vikí (sjá hér). Ég held að flestir geti verið sammála því eftir að hafa rennt yfir málið að niðurstaðan sé sú að fólk er fífl, í þessu tilfelli yfirvöld í Boston (og ýmsir fjölmiðlar).
Það að Jim Sample segi af sér vegna þessa er auðvitað ekkert nema sprenghlægilegt og er þá málið í heild sinni orðið dæmigert fyrir þann loddaraskap sem tröllríður pólitískum og viðskiptalegum siðferðisrétttrúnaði í dag.
Ömurlegt sem það er þá ber í auknu mæli á því að þessi "lína" sé tekin hér heima. Vegna jafnvel minnstu yfirsjóna heyrast áköll um að hinn eða þessi eigi að axla ábyrgð a.k.a segja af sér. Í mínum huga er það ekki að axla ábyrgð - þvert á móti. Að axla ábyrgð er að gangast við mistökum og í stað þess að flýja sviðið með uppsögn, þá fara í að vinna að því að leiðrétta og eða bæta fyrir þau og reyna síðan að strýra framhjá mistökum í framtíðinni.
Mér hefur reyndar fundist helst bera á þvílíkum loddaraskap hjá fólki sem er vinstra megin við réttu megin í pólitík og fjölmiðlar eru duglegir við að detta ofan í þennan pitt. Þar virðist siðferðistvískynjungur vera á góðum fóðrum - stríðalinn og við það að springa af pólitískum rétttrúnaði og sjálfumgleði.
Framkvæmdastjóri Cartoon Network segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gæti vel trúað því að Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch sé hinn besti staður til að sækja heim, rólegheita þorp á rólegheita eyju í norður Wales.
Það er reyndar ekkert voðalega gott að muna nafnið á staðnum og ég á erfitt með að ímynda mér að fólk rati sísona á Netslóð bæjarins sem er sú lengsta sem skráð hefur verið. Ef fólk á í einhverjum erfiðleikum með að muna slóðina þá má líka nota www.llanfair.com
Ætli við getum átt von á því að vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringurinn. is verði skráð fljótlega? Við megum til með að slá þá veilsku út!
ES. Ég viss um að myndina sem ég læt fylgja hér með hafi ég fyrst séð í fyrstu Heimsmetabókinni minn.
Bloggar | Breytt 10.2.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007
Leiftursókn
Það þarf endilega að kryfja Breiðavíkur málið, það er nauðsynlegt fyrir allt og alla að komast til botns í því máli.
Sú vinna hefur sinn tíma.
Nú þarf að hlúa að þeim mönnum sem þarna dvöldu og þurftu að þola harðræði, því þrátt fyrir að þeir hafi burðast með þetta farg áratugum saman þá hlýtur að verkja meira, en oft áður, í sárið nú þegar það hefur verið opnað upp.
Það liggur meira á að útiloka að eitthvað þessu líkt eigi sér stað í núinu og reyna að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti endurtekið sig. Á þetta þarf að leggja ríka áherslu.
Sú vinna hefur einnig sinn tíma - hann er núna STRAX.
Á viðskiptaþingi í vikunni talaði Geir H. Haarde um að koma upp sérsveit til þess að vinna að ímyndarmálum Íslands á erlendri grundu, nú legg ég til að Geir stofni sérsveit til að skoða stöðu þessara mála í dag.
Hugmyndin væri sú að komið verði upp hópi sérfræðinga (lögregla, félagsfræðingar, sálfræðingar) sem engin tengsl hafa í núverandi starfsemi barnaverndamála, þessi hópur fari um allar sveitir þessa lands og velti hverjum einasta steini. Ég er ekki að tala fyrir einhverjum nornaveiðum, heldur fyrst og fremst yfirferð - leiftursókn - sem miðaði að því að taka af allan/mestan vafa um að verið sé að misþyrma börnum sem eru á ábyrgð ríkisins/sveitafélaga.
Þetta þolir enga bið!
Geir H. Haarde: ríkisstjórn mun bregðast við í málefnum Breiðavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk