Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Spegill spegill herm þú mér...

Fjallasýn yfir tjörn

Talandi um ljósmyndir af þessari jörð okkar, þá einfaldlega verð að vísa öllum á vef sem ég rakst á. Vefurinn sá heitir "The Fairest" og snýst um að "TheFairest.info is a project to try to find the prettiest image in the world, using voting and some algorithms." Þarna má sjá STÓRKOSTLEGAR ljósmyndir af einhverjum fallegustu mótífum sem hugsast getur. Kíkið hingað, já og kjósið endilega.

Hurrðu annars, þið sem kunnið á linsur, ljósop, fíltera, tíma og hu allt hitt dæmið endilega komið föðurlandinu á kortið.

Við hin hinkrum með það að greiða atkvæði þangað til.

Koma svo... snögg nú. 

 


Já, og ...

Eye in KeyholeÞetta er rosalegt alveg hreint. Lof mér að hugsa þetta aðeins... Þetta kemur gríðarlega á óvart og sannar að ... lof mér að hugsa meira ...

Hum jú sennilega sannar þetta að hægt sé að sjá Hálslón út úr geimnum með þar til gerðum myndavélum. Frábært verð ég að segja.

Ekki það að ég merki lónið á þessari mynd. En það verður ofboðslega spennandi að fylgjast með því í sumar hvort að lónið sjáist ekki örugglega betur, þá meina ég svona beint af augum. 

Ætli þessir gæjar sem hafa yfir alvöru græjum að ráða geti ekki séð golfbolta á fyrstu flötinni í Grafarholtinu ef það væri málið (í það minnsta flötina sjálfa), hvað þá 57 ferkílómetra vatn.

Sjá grein um njósnahnetti hér og veðurhnetti hér.

Frábært samt... 

 


mbl.is Hálslón sést utan úr geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómari er einstaklingur

Ivory Tower 1Ég veit svo sem ekki mikið um lögfræði eða reglur og hefðir er lúta að dómskerfinu. En það á ekki að koma í veg fyrir að ég fjalli um málið, að ég segi frá minni skoðun ef það hugnast mér. 

Mín skoðun er sú að bæði Dómarafélagið og Lögmannafélagið taki of djúpt í árinni í ályktunum sínum um frétt moggans á forsíðu blaðsins 2. feb. s.l.

Það þarf enginn að segja mér að lögmenn tali ekki sín á milli um gjörðir og skoðanir einstaka dómara, að ekki sé búið að analísera þá sundur og saman - sem einstaklinga. Og það þarf engin að segja mér það að dómarar viti ekki af þessu. 

Ég hef skrifað um þetta efni áður (sjá hér). Þar segi ég m.a.

En virðing mín [fyrir Hæstarétti] er ekki skilyrðislaus langt því frá. Að grunni til liggja rætur hennar í stofnun og skipulagi lýðveldisins og síðan í sögunni. En þessari virðingu verður aðeins viðhaldið af Hæstarétti sjálfum með störfum sínum. Almenningur, þjóðin mun fyrst og fremst meta störf Hæstaréttar með tilliti til þess samhljóms sem gætir með dómum réttarins og þjóðarsálarinnar.

Ég er EKKI að segja að Hæstiréttur eigi að "poppa" sig upp, en þeir verða að taka kúrsinn í humátt á eftir þjóðinni og sama gildir um löggjafann þar á bæ verða menn að skýra lög og leggja fínni línur.

 

Á sama hátt og dómarar vilja ekki (geta ekki) taka þátt í rökræðum við aðila sem hafa tapað máli fyrir réttinum um niðurstöður sínar þá verða þeir að þola gagnrýni á störf sín í þegjandi hljóði, þó þeim finnist að sér vegið með óréttlátum hætti og já jafnvel þó sú gagnrýni komi frá Morgunblaðinu.

 

Ég skil "fílbeinsturnakenninguna" um að dómarar eiga að vera nánast ósnertannlegir/friðhelgir. Það verður jú að tryggja hlutleysi einstaka dómara og þar með Hæstaréttar. En dómarar eru bara menn þeir verða fyrir áhrifum sem móta skoðanir þeirra, afstöðu og svo athafnir. Það er því mjög mikilvægt að fjallað sé um gjörðir þeirra og þá sérstaklega fjölmiðlar, þeir vera einfaldlega að þola opinbera gagnrýni jafn vel þótt hún kunni að vera persónuleg.

Bent er á að dómarar skila t.d. sératkvæði í eigin nafni, það hlýtur óhjákvæmilega að draga persónu þeirra inn í umfjöllun um dóma.

Veltum upp mismunandi aðstæðum:

Dómari greiðir sératkvæði í máli, í rökum sínum storkar hann viðteknum gildum/skoðunum þjóðarinnar (segjum að það fari ekki á milli mála að þessar skoðanir fari gegn skoðunum mikils meirihluta fólks, hum að talið sé). Er þá ekki eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um þá niðurstöðu? Að fólk velti því fyrir sér hvernig standi á því að viðkomandi dómari geti virkilega (jafnvel ítrekað) komist að svo undarlegri niðurstöðu. Hvernig getur slík umræða farið fram á þess að draga persónu dómarans að málinu? Það gerir svo sem ekkert fyrir umræðuna að birta mynd af þessum dómara, en ég sé heldur ekki hvers vegna ekki megi hafa mynd.

Sama dæmi aftur nema hvað nú eru það tveir dómarar (af 5/7 manna dómi) sem eru á annari skoðun en meirihluti dómsins, þeir rökstyðja mál sitt hvor með sinni greinagerð. Enn verður vart séð annað en að nöfn dómara verði dregin inn í umræðuna.

Sama dæmið og nr. 2 nema hvað nú skila þeir sem eru á móti sameiginlegum rökstuðningi. Nú er líklega farið að vera auðveldara að tala um minnihluta og meirihluta án þess að þeiri umræðu fylgi nöfn. Samt sem áður sé ég ekkert að t.d. "... enn og aftur er x með sératkvæði í svona máli.."

Ég legg til að við virðum dómara sem einstaklinga og fjöllum um þá sem slíka, sum sé með viðhlítandi virðingu. 


mbl.is Lögmannafélagið harmar myndbirtingu af hæstaréttardómurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort verður það Apple eða Cisco iPhone?

iPhone Apple lítilÞað verður fróðlegt (og jafnvel gaman) að fylgjast með stríði Apple og Cisco um vörumerkið iPhone.

 

Mér fannst það skrýtið að horfa á Steve Jobs kynna nýjan farsíma Apple undir nafninu iPhone, í ljósi þess að yfirlýst var að Cisco ætlaði ekki að gefa Apple nokkurn grið.

 

Dótturfélag Cisco, Linksys hafði fyrir mögrum árum skráð vörumerkið iPhone og hafði Cisco ítrekaðiPhone Linksys Skype flaggað því undir lok s.l. árs að Apple kæmist ekki upp með að stela nafninu (ef ég man það rétt þá hafði Cisco þegar í nóvember hótað að fara í mál gegn Apple).

 

Ætli það sé ekki svo í hugum flestra að iPhone sé eitthvað tengt Apple, fæstir þekkja svo Linksys hvað þá einstakar vörur þeirra (ath. Linksys er einn stærsti framleiðandi á þráðlausum netbúnaði í heiminum). Þannig að á götunni hefur Apple vinninginn. Linksys hefur væntanlega betri stöðu þegar kemur að lagatæknilega þættinum.

 

En ég gef mér að hjá Apple hljóti fólk að hafa einhverja áætlun um vörn í málinu. Eða er kylfa látinn ráða kasti?

 

Þá spyr ég mig hvað ætli sé best fyrir Cisco og Apple í stöðunni? Óskir Apple blasa við, þeir vilja fá að nota nafnið og málið er dautt? En þeir vita vel að mun ekki gerast.

 

Staða Cisco er svolítið flóknari. Ef þeir vinna málið og Apple segir  "fine then we just call it iSomethingelse" þá hefur Cisco ekkert gert nema að styrkja stoltið, á því lifa menn víst ekki. Þannig að það er ekki málið fyrir Cisco og hjá Apple gerir fólks sér grein fyrir því.

 

Óska staða Cisco er að þeir vinni málið og Apple komi á hnjánum til þeirra með "please" á vörunum.

 

Einhverstaðar las ég að það sem Cisco vildi væri að Apple myndi með einhverjum hætti tryggja virkni með iPhone (Wi-Fi) við einhverja Cisco tækni gegn því að Apple fengi að nota nafnið. Mér finnst þetta vera trúlegt.

 

En stríðið er í fullum gangi og gerðist þetta í s.l. viku.:

 

 Í 31. janúar senda fyrirtækin frá sér sameiginlega fréttatilkynningu það sem sagt er frá því að Cisco hafi veit Apple frest til þess að svara ákærum og þann tími munu fyrirtækin nota til þess að ræða saman.

 

Daginn eftir er Cisco með auglýsingu í New York Times þar sem Linksys (og Cisco) kynnir iPhone .

 

iPhone vefur Apple er hér og síða Linksys fyrir iPhone er hér

 

Fréttatilkynning Apple og Cisco:

 

Joint Statement from Apple and Cisco Regarding iPhone

SAN FRANCISCO, Calif. January 31, 2007 - Apple and Cisco have agreed to extend the time for Apple to respond to the lawsuit to allow for discussions between the companies with the aim of reaching agreement on trademark rights and interoperability.

 

og auglýsingin í NYT.

 Cisco iPhone augl NYT


Eðlilegt óeðli?

Edward-Munch-The-ScreamÞarna á ströndinni, þar sem barnaskipið strandaði

 

tekur grýtt fjaran á móti okkur

köld og blaut

 

þar brotna öldur tára og skola að landi

svörtum sandi synda, löðrandi í lygum

 

undir hverjum steini liggur saga, leyndarmál skipbrotsmanns

þessum steinum þorir vart nokkur að velta

 

undir einum er að finna skeyti frá angistinni,  sem segir:

 

vandalaus um lífið ráfa

á velferð valdsins treysti

barnsins böl


traust á skeri steytir

í skjóli stjórnar sadistar fýsnum svala

sálarinnar kvöl

 

verð að sofa, sofa

þá dauðans draumur kveður

endar dvöl

 

hvar er líflína vonar

þjóðfélagsins strengir sterkir

upprisan svöl

 

--- # ---

 

 

Getur það verið að það óeðli sem okkur hefur verið kynnt undanfarið sé eitthvað sem viðgengst á umönnunarstofnunum hverskonar, að þetta óeðli sé í raun eðlilegt á sumum stöðum?

 

Breiðavík, Byrgið, skýrslan um heyrnleysingjaskólann auk fjölda stakra mála, undanfarinn áratug eða svo hafa okkur borist fréttir af svona málum frá útlöndum: prestar á Írlandi, á Englandi og í Bandaríkjunum, trúboðum og starfsmönnum SÞ í Afiríku - ég er bara að telja upp eitthvað sem ég minnist í þessari andrá.

 

Vill einhver segja mér að þetta sé ekki að gerast í dag - segja mér það þannig að ég trúi.


Pandora, kista full af tónlist

PandoraÉg hef lengi ætlað mér að segja þeim sem kíkja á þessa síðu mína frá súper kúl "Netútvarpsstöð". Hún heitir Pandora og er þjónusta á Netinu sem streymir tónlist en gerir það á annan hátt en venjulegar Netútvarpsstöðvar.

Ég er ekki mikil tónlistarkall, kann ekki að svara spurningunni "hvernig tónlist hlutstar þú á?". Ég bara hlusta og ég veit hvort að mig líkar það sem ég heyri eða ekki.

Endilega kíkið á Pandora og ég reikna með að menn skilji strax hvers vegna þessi þjónusta er mér að skapi.

Einföld snilld! 


Hverjum er misboðið og réttlætiskennd einfeldnings

Domar á mbl.isÞað vakti athygli mína í fyrradag þegar ég sá í yfirliti innlendrafrétta á mbl.is að Hæstiréttur hefði kveðið upp þrá dóma yfir kynferðisafbrotamönnum sama daginn. Mín fyrsta hugsun var sú að það væri jafnvægi í þessu hjá dómnum: einn dómur léttur, einn staðfestur og sjá þriðji þyngdur.

 

Á þessum tímapunkti hafði ég enga ástæðu til þess að efast um að Hæstiréttur væri ekki samkvæmur sjálfum sér í dómum sínum.

 

Hef ég ástæðu til þess að efast núna?

 

Ég er ekki viss!

 

Ég hata og fyrirlít menn, fólk, sem misnotar börn sama í hverju sú misnotkun felst. Fyrirlitning mín og viðbjóður fer síðan eftir málavöxtum. En er þessi viðbjóður minn línulegur? Finnst mér tvöfalt viðbjóðslegra þegar brot beinist að 4 ára en þegar samskonar brot er gegn 8 ára barni? Eða er það verknaðurinn sjálfur, það er hvort um "fullnaðar nauðgun" hafi verið að ræða eða eitthvert "hálfkák" sem ræður ógeði mínu? Er það kannski hvernig atburðinum er lýst? Er nákvæmi lýsingarinnar ráðandi þáttur í viðbrögðum mínum? Skiptir það máli hver fremur brotið? Aldur og "fyrri störf"!

 

Ég kann ekki að svara þessu með neinni nákvæmni, en gef mér að blanda af þessu öllu og ýmsu öðru ráði viðbrögðum mínum. Fyrstu viðbrögð mín eru ósjálfráð - að baki þeirra liggur ekki einhver djúp greining á málinu.

 

Einfaldur sem ég er.

 

Þannig held ég að við séum flest. Einföld.

 

Í þessum efnum.

 

Það má vel vera að þrautþjálfaðir fagmenn sem koma reglulega að slíkum málum með einum eða öðrum hætti s.s. dómarar, lögmenn, sálfræðingar og blaðamenn bregðist við með öðrum hætti. Að þeir fari strax í kalda greiningu á málinu - geri samanburð á málsatvikum og dómum. Komist að útreiknaðri niðurstöðu.

 

Blá kalt.

 

Eðlilega má búast við því að fórnarlömb og aðstandendur þeirra bregðist við með öðrum hætti en við hin sem ekki þekkjum þessi mál "á eigin skynni".

 

Í hugum þeirra loga eldar.

 

Dómur götunnar er spontant og sem slíkur einfaldur - ekki alltaf fyrirséður, en oftast. Í þessum dómi eru dómendur stöðugt að störfum, dagsdaglega eru atkvæðin talin á kaffistofum og í saumbaklúbbum. En atkvæðin eru sjaldnast lögð saman og því engrar niðurstaðna að vænta.

 

Þótt dómur götunnar sé spontant, þá eru forsendur dómsins langt frá því að vera einfaldar. Þær byggja á ótal þáttum, sögu okkar og tíðaranda - fréttum gærdagsins frekar en óhlutlægu mati og rökhugsun þjálfaðra manna.

 

Nú í seinni tíð virðast það vera ýmis samfélög á Netinu (blogg, spjall) sem hvað mest áhrif virðast hafa á störf dómsins - þar á sér stað öflug umræða og þar eru skipulagðar og framkvæmdar talningar. Netið hefur valdið byltingu í allri umræðu og þá ekki síst samfélagsumræðu. Boðleiðir hafa styðst, viðbörgð við atburðum má merkja strax, þau er nánast hægt að mæla í rauntíma. Allir geta tekið þátt og fjölgar stöðugt í hópi þeirra sem það gera. Ég nota ekki orðið "bylting" oft til þess að lýsa breytingu, en hér á það við. Með Netinu hefur verið lagður grunnur að nýrri samfélagsgerð. Þekkingarsamfélagið er í burðarliðunum og með því ný birtingarmynd lýðræðisins.

 

Ég hef einu sinni átt beinna hagsmuna að gæta í máli sem fór fyrir Hæstarétt það mál tapaðist, mér fannst sá dómur vera algerlega glórulaus. Hefði svo sannarlega viljað fá tækifæri til þess að rökræðajudge-hammer þessa  heimskulegu niðurstöðu við dómarana, manna sem greinilega vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Þó svo að þetta hafi verið bitur reynsla þá þýðir það ekki að ég beri ekki virðingu fyrir Hæstarétti. En virðing mín er ekki skilyrðislaus langt því frá. Að grunni til liggja rætur hennar  í stofnun og skipulagi lýðveldisins og síðan í sögunni. En þessari virðingu verður aðeins viðhaldið af Hæstarétti sjálfum með störfum sínum. Almenningur, þjóðin mun fyrst og fremst meta störf Hæstaréttar með tilliti til þess samhljóms sem gætir með dómum réttarins og þjóðarsálarinnar.

 

Ég er EKKI að segja að Hæstiréttur eigi að "poppa" sig upp, en þeir verða að taka kúrsinn í humátt á eftir þjóðinni og sama gildir um löggjafann þar á bæ verða menn að skýra lög og leggja fínni línur.

 

Á sama hátt og dómarar vilja ekki (geta ekki) taka þátt í rökræðum við aðila sem hafa tapað máli fyrir réttinum um niðurstöður sínar þá verða þeir að þola gagnrýni á störf sín í þegjandi hljóði, þó þeim finnist að sér vegið með óréttlátum hætti og já jafnvel þó sú gagnrýni komi frá Morgunblaðinu.

 

Einmitt þá, þegar gagnrýni kemur úr þeirri átt virðist sem dómarar leggi við hlustir. Í morgun er birt í Mbl.  athugasemd frá Dómarafélagi Íslands þar sem ritstjórar Morgunblaðsins eru krafnir skýringa á forsíðufrétt blaðsins í gær. Ég veit ekki hvort að það sé algengt að félagið bregðist við gagnrýni á störf dómara á opinberum vettvangi, en óháð því þá finnst mér innihald þessa bréfs vera undarlegt.

 

Þar segir m.a. "Fréttaflutningur af dómsmáli með þessum hætti á sér enga hliðstæðu og fer langt út fyrir eðlileg mörk ..."  Hver eru þessi mörk sem talað er um?  Hverjir drógu þá línu sem þau marka?

 

Bréfið heldur áfram "... og með engu móti verður skilið hvers vegna dómendur eru persónulega dregnir fram með myndbirtingum vegna umfjöllunar um dóminn."  Hvers vegna ekki? Blaðið telur að þessir menn hafi gert alvarleg mistök, þeir eru ábyrgir fyrir störfum sínum. Dómur götunar verður að ná til Hæstaréttar eða öllu heldur þeirra einstaklinga sem hann fylla. 

 

Meira úr bréfinu "Það voru fleiri dómar kveðnir upp í  kynferðisbrotamálum í Hæstarétti þennan sama dag. Í öðru máli var refsing þyngd og skilorð tekið af. Ekki var minnst á það." Ég get svo sem tekið undir þetta sjónarmið, Mbl. hefði vel mátt geta þessa í nokkrum orðum. En annars finnst mér þessi athugasemd vera gjörsamlega út í hött. Hvað hefur þetta með efnistök Mbl. að gera á því mál sem þeir kusu að fjalla um? Máli þar sem þeir telja að þjóðinni sé misboðið.

 

Hvað eru menn eiginlega að fara; vegna þess að við þyngdum einn dóm þá er það bara í góðu lagi að við léttum annan. Hverskonar eiginlega andskotans rugl er þetta. Þessi þrjú mál hafa ekkert með hvert annað að gera og það á ekki að tala um þau í sömu andránni - dómarar vita það manna best.

 

Þessi athugasemd er í besta falli óheppilegt, í versta falli ber hún vitni um að í réttinum styðjist menn við vafasama mælikvarða vægast sagt.   

 

Á ég sem borgari þessa lands kröfu á skýringu frá dómarafélaginu á þessu atriði? Eins og þeir telja sig eiga skýlausa kröfu á skýringu frá ritstjórn Mbl.

 

Það vita dómarar líka vel að dómur götunar dæmir sjaldan þegar verk er unnið með eðlilegum hætti, jafnvel ekki þegar óvenju vel er gert. Hann er hins vegar fljótur til þegar fólki er misboðið. Hvað er óeðlilegt við það að Mbl. spegli skoðun almennings? Ég get ekki séð að blaðið hafi verið ómálefnalegt í frétt sinni, en því er haldið fram í bréfinu.

 

Þvert á mót.

 

Forsíða og myndir! Já sennilega er það myndbirtingin á forsíðu sem fer fyrir brjóstið á dómurunum en ekki efni fréttarinnar.

 

Ritstjórn morgunblaðsins tekur þetta mál fyrir í leiðara blaðsins í dag. Þar nota þeir hugtakið réttarvitund. Að mér læðist sá grunur að "réttarvitund" sé ekki rétta orð í þessari umræðu. Réttlætiskennd

held ég að eigi betur við.

 

ProtectAChild2Einfeldningurinn ég ber lítið skynbragð á refsiramma íslenskra laga eða sögulega nýtingu hans. Ég hef því litla réttarvitund í þessum skilningi. Ég er sannfærður um að ef fólk yrði spurt nokkurra spurninga um refsingar við hinum og þessum afbrotum að þá fengjum við ansi skrautlega niðurstöðu. Það sem ég er að segja er að í réttarvitund fólks er ekki innifalin góð tilfinning fyrir refsirammanum. Ætli það liggi ekki nærri að þessi vitund lúti fyrst og fremst að því hvað sé rétt og hvað sé rangt. Perraskapur við börn er einfaldlega alvarlegt brot og þegar brotið er ítrekað og svo ekki sé talað um ef það beinist gegn mjög ungum börnum þá á einfaldlega að dæma til þyngstu refsingar.

 

Mildun dómsins var því röng í hugum almennings.


Einfalt sem fólk getur verið. 


mbl.is Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SNAFU í USA

Adult Swim MBL 020207Ég bloggaði um þessa frétt fyrr í kvöld án þess að hafa tekið eftir fréttinni hér á Mbl. sjá blogg mitt hér.

Svo sá ég að í blaðinu (Mogganum þá) í dag (bls. 16) segir í fyrirsögn "Misheppnuð markaðssetning" og undir þýdd frétt frá AFP. Ég velt því fyrir mér hvort að auglýsandinn Turner Brodcasting System Inc. sé á sama máli. Þar á bæ voru menn vissulega fljótir að senda frá sér afsökunarbeðni. En ansi er ég viss um að á göngunum sé sagt "Yesss, yeaha, wow, damn did we get throug - give me five"

Ætli árangur TBS sé ekki margfaldur miðað við það sem lagt var upp með. Fín samantekt um þetta er á CNN (sem er dótturfyrirtæki TBS). 

Mistök já.
Misheppnuð nei. 


mbl.is Tveir verða ákærðir vegna umdeildrar auglýsingaherferðar í Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott dæmi um SNAFU. Er kaninn alveg að tapa sér?

Adult swim war of the worldsBostonborg fór á hvolf í gær (31.jan). Einhver fékk þá flugu í höfuðið að lítil og einkar sakleysisleg ljósaskilti væru sprengjur.  Yfirvöld tóku þessu alvarlega og var almannavarnakerfi borgarinnar sett á fúlsvíng. Við þetta stöðvuðust m.a. nokkrar helstu umferðaræðar borgarinnar. Öllu þessu hafaríi er um að kenna markaðsetningarherferð fyrri vel þekkta teiknimyndaþætti; "Aqua Teen Hunger Force" eða "Adult Swim".  Hérna má sjá vefsetur þáttarins.

Það má lesa allt um þetta á CNN og reyndar á öllum öðrum fréttavefum í vesturheimi

Mitt álit er að menn verða að fara slaka aðeins á þarna vestann við poll.

Mín spá er svo sú að "you ain't seen nothing yet" - þetta er aðeins byrjunin. Takið eftir því að þetta "gigg" hefur verið á öllum stóru sjónvarpstöðvunum í dag og í gær, hefur væntanlega verið á forsíðum morgunútgáfu stórblaðanna, nú allir vefmiðlarnir hafa gert þessu góð skil og auðvita lætur bloggarasamfélagið ekki sitt eftir liggja (sbr. þessi skrif mín). Getur einhver ímyndað sér ódýrari og skilvirkari aðferð til þess að vekja athygli á sér? Nokkur áþekk dæmi hafa vakið gríðarlega athygli (t.d. stillfree) og hef ég skrifað um Hverfipunkt Microsoft sem er af þessu sama meiði. Fréttafár er einfaldlega svo gefandi að menn munu gera út á þetta í auknu mæli (þó svo að það hafi ekki verið ætlunin í þetta skiptið).  

ES. SANFU = Situation Normal All Fucked Up

Myndir af dæmigerðum "sprengjum" - þær (skiltin það er) hafa víst verið til sölu á Ebay.

adult swim front  adult swim back


Óeðlileg yfirsýn!

Neðanritað er tekið úr frétt um sama efni fyrr í dag: 

"Ingibjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi ASÍ á fundinum, sagðist treysta því að allir eigi eftir að leggjast á eitt til að breytingarnar skili sér til heimilanna. Þá sagði hún stóraukið verðlagseftirlit vegna breytinganna þegar vera komið í gang og að sambandið muni fylgjast með verðlagi á 6{00} til 800 vörutegundum í 90 verslunum bæði fram að breytingum og eftir að þær hafa átt sér stað. Þessar upplýsingar verða þó ekki aðgengilegar almenningi fyrr en eftir 1. mars þegar unnið hefur verið úr þeim enda segir Ingibjörg þær að öðrum kosti geta veitt kaupmönnum óeðlilega yfirsýn yfir þróunina í öðrum verslunum."

Iceland from east google mapBíddu bíddu...

Og?

Er ekki einmitt upplagt að almenningur og kaupmenn fái góða yfirsýn yfir verð á helstu nauðsynjum sem allra fyrst.

Gott fyrri kaupmenn að geta lagt niður eigið verðeftirlit, sem mér skilst að sé nokkuð umfangsmikið, í nokkrar vikur og notað þá starfskrafta sem því sinna að öllu jöfnu í að verðmerkja allar vörurnar sem þeir eru að lækka um circa 15%.

Annars vekur fjöldi þeirra verslana sem skoða á verð í, upp hjá mér spurningar. Níutíu matvöruverslanir? Hvað erum við að tala um 21 * Bónus, 8 * Hagkaup, 10  * 10-11, 11 * Nótatún, 11 * Krónan , 9 * 11/11, 30 * Nettó, Samkaup, Nettó og svo 1 * Fjarðarkaup.

Eru þetta ekki nánast allar matvöruverslanir í landinu?

Annar er þetta bara hið allra besta mál.


mbl.is Viðskiptaráðherra: Mikilvægt að efla neytendavitund landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband