Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Um þessar mundir flýg ég ekki mjög oft til útlanda, alls ekki eins títt og stundum áður, hef svo sem aldrei ferðast neitt í líkingu við t.d. fólkið sem er nánast með annan fótinn erlendis vegna vinnu sinnar - mér finnst gott ferðast ekki mikið.
Ekki það að mér finnist ekki gott og gaman að vera í útlöndum, oftast þykir mér það en mér leiðist óskaplega að ferðast á milli landa í farþegaflugi. Ekki það að ég óttist að fljúga, alls ekki, flug er mjög að mínu skapi svona í grunninn. Ekki er ástæðan heldur sú að mér finnist flugið sem slíkt erfitt. En það er allt í kringum flugið sem mér er verulega uppsiga við. Ekki ætla ég mér í þessum pistli að fjalla um þessa vondu þætti heldur eitthvað sem ég hef gert sjáfur til þess að gera utanferðir þægilegri og betri.
Almennt séð þá líður mér bara sæmilega í flugi, sef oftast - þetta þekkja þeir sem oft hafa ferðast með mér. Það er gott að sofa á ferðalögum, og það er sérstaklega gott að vera þeim eiginleika búinn að geta sofið nánast hvar og hvenær sem er - þannig er ég. Þetta er svona eins og að vera klippari við gerð bíómyndar, hægt er að klippa í burtu heilann helling af hundleiðinlegum mínútum, svona ekki tíma - svo hvílist maður líka.
Sem er gott.
Annað sem er gott er þegar við hjónin ferðumst saman í morgunflugi þá högum við því þannig að við gistum í Reykjanesbæ á leiðinni upp á völl. Við höfum notið frábærar þjónustu Hótel Keflavík. Þetta er skal ég segja ykkur algjört snilldar fyrirkomulag, virkar eins og að bæta við einum degi við fríið. Flott að rúlla þarna suður eftir svona á milli sex og sjö kvöldið fyrir flug. Það er upplagt að taka ert þú með vefabréfinn og farseðlana, myndavélina, kreditkortið, sólgleraugun og allt hitt pakkann - þá er það frá. Áður en maður veit af er búið að logga sig inn á hótelið ganga frá bílamálum og tryggja að pantaður verði leigubíll morguninn eftir. Það er gott að fá sér síðan í gogginn á veitingastaðnum, slaka svo bara á eitthvað frameftir kvöldi. Það má kannski fá sér einn, eða tvo, fara svo snemma að sofa, eða ekki. Morguninn eftir er maður ræstur samkvæmt pöntun, klukkutíma seinna en ella væri og gæðir maður því dýrmætan svefn. Maður tekur essin þrjú, rennir sér í morgunmatinn (sem er virkilega góður á hótelinu), loggar sig út og hoppar upp í taxa (sem hótelið sá um að panta). Hótelið geymir bíllinn á meðan á utanförinni stendur. Fyrir allt þetta greiða hjón litlar 9.000 kr. (plús kvöldverðurinn) - sem auðvita er hlægilegt.
Að byrja ferðadag með þessum hætti gerir flesta daga góða til þess að fljúga.
Ferðin upp á völl tekur ekki nema 5 mínútur (munið að búið er að taka stresspakkann með miðana og allt það), ef rétt er að málunum staðið þá sleppur maður inn í flugstöðina hárnákvæmt á undan flugrútunum og þá labbar maður næstum því beint að innritunarborðinu.
Þetta er hægt að kalla gott upphaf á vonandi góðri ferð.
(PS. rétt er að taka það fram að við hjónin tengjumst eigendum Hótel Keflavík með óbeinum hætti, það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að þetta er snilldar bragð sem ég hvet fólk til þess að prófa við fyrsta tækifæri.)
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2007
Olé!
Ég dái Spán og ég elska Andalúsíu. Höfuðborg Analúsíu er Sevilla, sem er í mínum huga einhver mest sjarmerandi borg sem ég þekki. Þar hef ég átt góðar stundir, stundir sem ég sakna.
Í Sevilla er Plaza de toros de la Real Maestranza de Caballería, þetta er nautaatshringurinn á Spáni, með stóru N og stóru H.
Það er auðvelt að fordæma nautaat, grimmd eða ómannúðleg villimennska er sennilega það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar þeir hugsa um nautaat.
Í mínum huga er nautaat dunandi dans, tilfinningaþrunginn taktur heitra hefða. Ég hugsa um skrautlega búninga, hattinn svarta, sverðið; nautabaninn er klæddur fötum ljóssins tilbúinn til að mæta dauðanum. Ég hugsa um El Cordobés, en það var sá nautabani sem mestur var þegar ég var að alast upp, hann var hetja, hetja heillar þjóðar.
Ég hef því miður ekki séð nauta í áratugi, nema í sjónvarpi, en ég vona að ég eigi eftir að eiga þess kost að komast í hringinn í Sevilla. Ég hugsa til þessar hluta með söknuði.
Myndbandið hér að neðan á ekkert skylt við spænskt nautaat, en það er hins vegar sprenghlægilegt.
Nautabani slasaðist alvarlega á Fallas-hátíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2007
Óli forseti, Abró og skilnaður
Ef heyrnin hjá mér og skilningur minn á enskri tungu er í sæmilegu standi og ef CNN er að fara með rétt mál (það eru nokkur ef í þessu) þá er svo að skilja að Abró, þið vitið náunginn þarna sem á fótboltaklúbbinn sem Eiður okkar Smári trimmaði með í nokkur ár við fjandi góðan orðstír, standi í skilnaði.
Það var gaman að því að myndefnið sem CNN notaði með fréttinni var af Abró og forsetanum okkar röltandi um brúnna í Stamford. Ég man reyndar ekki hvort að Ólafur var í einkatúr þarna eða í vinnunni, það getur nefnilega verið svolítið erfitt að halda reiður á því hvenær hann er stimplaður inn.
Hvað um það, en þetta á víst að vera "dýrasti" skilnaður sögunnar, kappinn er metinn á circa 18,5 milljarða dollara (Bandarískra þá) eða 1.295.000.000.000 króna, sem gerir hann víst að 16. ríkasta manni veraldar. Frú fyrrum Abró, Irina mun ekki ríða hálfum hesti frá hjónabandinu, fær sennilega ekki nema gott læri eða svo. Í þeim parti er snekkjan góða (metin á einhverja 135m USD) sem ég minntist á í bloggi mínu um daginn (sjá hér). Abró getur huggað sig við að hann fær hins vegar fleyið sem er í smíðum (metið á rúma 200m USD), ég náði ekki hvernig flugvélaflotanum og villunum verður skipt en reikna fastlega með að kallinn fái að halda fótboltafélaginu. Það sorglega við fréttina er að 5 börn þeirra hjóna þurfa nú að líða fyrir ósættið, en ég gef mér að það verði þeim léttbærara en flestum öðrum.
Meira um málið á Bloomberg.
Mér er sagt að fraukan á myndinni hérna til hægri sé nýja vinkonan hans Abró (sjá hér).
Hvað ætli hann falli um mörg sæti á listanum hans Forbes við þetta? Hvað er þá langt í okkar mann á listanum?
Koma svo Björgólfur Thor.Bloggar | Breytt 15.3.2007 kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007
Er þetta aðeins byrjunin?
Fyrst var það Marel, svo láta stjórnarþingmenn ekki sjá sig á FUNDINUM, þá skíta veður og nú rafmagnið af! OK í upphafi var það kvótinn burt svo rækjan burt og svo ...
Halló, er þetta ekki orðið of augljóst?
Nokkuð mikið snjóflóð féll í Breiðadal og rafmagn fór af Ísafjarðarbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007
Táknmyndir og klikkun
Ég hef þegar fjallað um efni þessu tengt, í pistli sem ég kallaði "Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar" þar segi ég einmitt frá þessari auglýsingu D&G, eins minnist ég á að ég hafi gert tilraun til þess að kveikja þessa umræðu en ekki tekist. Í lokin bendi ég á vef sem fjallar um "tæpar" auglýsingar sjá loveyourbody. og jákvæðar líka hér.
Myndin hérna er D&G auglýsingin sem olli fárinu.
Dolce & Gabbana hættir að auglýsa á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007
Stríð búið; hvaða stríð sagðiru?
"... að fundið verði nafn sem hæfir stríði Ísraela við Hizbollah-skæruliða í Líb[a]non sl. sumar." OK er það stríð þá búið? Voru þessi átök skilgreind sem sjálfstætt stríð? Ég hafði ekki alveg áttað mig á því. Hvað hafa stríðin verið mörg þarna niðurfrá t.d. síðan í sex-daga stríðinu? Í mínum huga er þetta eitt stríð, hundleiðinlegt eilífðar stríð. Stríð sem ég skil ekki, sem enginn ætti að skila. Stríð sem ætti að vera búð að banna.
Er ekki bara hægt að gefa þessum átökum eða orustum, stríðum eða hvað menn vilja kalla þessa atburði einfalt raðnúmer. Þá væru þessar riskingar á milli Hizbollah og Ísrael s.l. sumar kallað t.d. átök nr. 6343.
Myndbandið hér að neðan sýnir í grófum dráttum sögu trúarlegra átakalína í heiminum allt til okkar daga.
Og hvað á stríðið að heita? Ísraelar leita að nafni á stríðið í Líbanon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007
Við vandamálum eru til lausnir
Það er afskaplega leiðinlegt að lesa fréttir af því að verið sé að brjótast inn í bíla í vesturbænum og stela úr þeim og skemma. En þá tekur fyrst steininn úr þegar þessi andskotans djö.... aumingjalýður vogar sér hingað uppi í Sigurhæðir. Ég krefst þess að settir verði 5 bílar á vaktina í Árbænum og að keyrt verði á námskeið í grenndargæslu og að slík gæsla verði elfd stórlega m.a. með því að borga fólki fyrir útkikkið (nóg er af forvitnu fólki, það vantar ekki, málið er bara að það sé að forvitnast á réttum tímum).
Annars er ég með lausn á þessum vanda (eins og flestu öðru ef því er að skipta), ég geri að kröfu að búnaður eins og sá sem sýndur er í vídeóinu hérna verði settur í alla bíla Árbæinga - þeim að kostnaðarlausu. Vitaskuld.
Innbrot í bíla í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007
Tú gúd tú bý trú
Var að fá hrikalega gott tilboð inn um lúguna. Almennt er ég ekki ginnkeyptur fyrir svona nokkru, en maður lifandi þegar ég sá múfið hjá félaganum þá, ja tja þá féllu bara allar varnir, upp með kortið og málið afgreitt. Fæ stöffið með déháell víæpí express sörvis og verður það hér á miðvikudaginn.
Lætt ykkur vita hérna á blogginu hversu vel þetta kikkar inn!
Svona í alvöru talað ætli fólk falli fyrir svona nokkru?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007
Gott mál, en fyrir hvern?
Lögreglan fer í herferð og nær slatta af dópi hér og þar, gott að heyra af því. En samt, æi, þetta er svona álíka mikil EKKI frétt og þegar sagt er frá því að Blönduóslöggan hafi tekið X tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur á helginni (tuttugu sinnum á ári eða svo)! Reyndar er það nú svo að maður er farinn að kenna til með fólki sem lendir í Blönduóslöggunni.
Það má vel vera að áhlaup eins og það sem lögreglan gerði í Reykjanesbæ auki eitthvað á öryggiskennd borgaranna og er það vel, jafnlíklegt er að þetta hræði einhverja dópsmásala um stundarsakir og er það jafnvel enn betra, hugsanlega hræðir þetta nokkra krakka í bænum frá því að taka þátt í ruglinu í nokkrar vikur og er það frábært.
En þegar upp er staðið, til lengri tíma þá hefur þetta þá nokkuð að segja? Hækkar þetta ekki bara verðið á götunni, eru það ekki bara dópsalarnir sem hagnast á þessu? Þetta flokkast ekki sem alvöru aðgerðir, eða hvað? Blönduóslöggan nær álíka mörgum ökumönnum í hvert skipti sem þeir taka rassíu - trúi ég.
En hvað eru þá "alvöru" aðgerðir? Hvernig náum við þeim stóru? Eru þeir stóru til? Hafa einhverjar nýjar hugmyndir um hvernig á að berjast við þessa vá sem dópið er skotið upp kollinum, tja eigum við að segja s.l. 5 ár? En s.l. 10 ár? Þarf ekki að hugsa þessi mál upp á nýtt í heild sinni?
"Þetta kvöld á eftir að endurtaka sig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2007
Fjárfesting ekki neysla
Áhrif fasteignaverðs mikil á vísitölu neysluverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk