Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
26.2.2008
Er týndi bankamaðurinn fundinn?
Það skyldi þó aldrei vera að hinn snjalli íslenski bankamaður sé að koma út úr skápnum? Margir hafa verið að lýsa eftir þó ekki nema einum slíkum að undanförnu.
Hljómar snjallt hjá Kaupþing.
Okkur vantar meira af góðum fjármálafréttum, sbr.: Axjón gegn danska bankamanninum
Áfram veginn ...
Breytingar hjá Kaupþingi losa um lausafé upp á 130 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það varð heldur betur frægt þegar Sarah Silverman tók upp á því að fara að r**a Matt Deamon fyrir nokkrum vikum, ekki nóg með að hún segði frá þessari iðju sinni, ó nei, hún þurfti að gera um reynslu sína myndband. Sem hún sýndi svo aumingja Jimmy í útsendingu á afmælisþættinum hans. Ég benti á þetta um daginn: Hver vill ekki r*bííp*a Matt Damon?
Jimmy Kimmel varð að vonum hrikalega sár, honum fannst hann að sér vegið; hann var niðurlægður BIG time. Fólk verður að hafa það í huga að þau tvö eru búin að vera náin síðan 200,2 sem er nú rúmlega góður tími í þeirra héraði.
En Jimmy er nú ekki þannig gaur að láta svona hegðun ósvarað og geldur í sömu mynt. Hérna er svar Jimmy til Söru; hann hefur fengið til liðs við sig heila hersveit stórstirna svo sem: Ben Affleck, Brad Pitt, Harrison Ford, Cameron Diaz, Joan Jett, Macy Gray, Robin Williams, Don Cheadle, Pete Wentz, Perry Farrell, Benji and Joel Madden, Lance Bass, Huey Lewis, Josh Groban, McLovin and Meatloaf - eða að mér sýnist alla sem voru heima í Hollywood þennan dag.
ATH. Einhver vandræðu eru með hljóðið útgáfuni hér að neðan þannig að ný útgáfu var sett inn - sú sem er hér að ofan.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klæðaburður glysfólksins er ávalt bigg issjú í tengslum við uppákomur eins og Óskarinn. Nú er höfundur þessa bloggs engin spekingur um tískufatnað, hvorki karla né kvenna og ekki er ég heldur neitt sérstaklega svag fyrir Óskarinum; fylgdist til að mynda ekki með hátíðinni í nótt.
Í morgun fór ég á Netið með kaffibolla í annarri hendi, mús í hinni og stírur í augunum; flögraði um kunnar slóðir eins og ég er vanur í morgunsárið, en datt fljótlega út úr mínu fasta fari; inná ókunnar slóðir Óskarsfrétta. Sem auðvita eru nú á forsíðum flestra netmiðla.
Varð þó nokkuð stoltur af sjálfum mér að sjá að ég hafði skotið á eða haft góða tilfinningu fyrir nokkrum niðurstöðum. Helst var það auðvita No Country for Old Men ég var sannfærður um að hún myndi vinna, enda einhver besta ræma sem ég hef rúllað í gegnum lengi. Leikur, leikstjórn, handrit, kvikmyndataka allt á brún þess besta.
Á þessu morgunrölti mínu um Netheima tók ég eftir að áberandi voru fyrirsagnir í þá veru að rautt væri ósótvöþúsundogátta - hér er átt við að fyrirmyndirnar hefðu valið rautt umfram aðra liti á klæði sín. Ég er bara ekki sammála þessu mati (sjá myndir hér að neðan), mér sýnist að skvísurnar hafi verið svona fiftífiftí svartar og rauðar. Mér fannst mikið augljósara annað trend sem er is's ósólong, eða svona hafmeyjukött. Já stúlkur mínar liturinn má vera hver sem er svo lengi sem hann er rauður eða svartur eða jafnvel silfur, eitthvað, en það er möst að kjólinn verður að vera ofsíður og níðþröngur.
Fyrir okkur strákar þá hefur lítið breyst; svart og hvítt gildir.
Þannig er það nú.
Heimild: The New York Times
Coen bræður sigursælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í um tvær klukkustundir í gær var YouTube niðri næstum alstaðar í heiminum. Google (eigandi YouTube) kennir um handvömm Pakistanskra tæknimanna (PCCW símafélag þar í landi) reyndu að loka á YouTube aðgang frá Pakistan.
Sjá frétt um þetta á BBC
Talið er að sérstaklega tvö jútjúb séu rótin að þessari gríðarlegu hugarangist Pakistanskra stjórnvalda nú að þau grípa til svo ofsafullra: annars vegar jútjúb þar sem notast er við dönsku teiknimyndin af spámanninum til að gera nett grín og svo kynningarmynd um mynd hollenska þingmannsins Geert Wilders, Forbidden, sem segir þá sögu að Íslam sé að upplagi ofsatrú sem fylgir ofbeldi.
Hérna fyrir neðan eru þessi jútjúb:
Yfirvöld í Pakistan loka á YouTube | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008
Hanaslagur
Það á sumsé ekki að taka slaginn núna; á að leyfa málinu að kólna. Ekki veit ég hvað þessi ákvörðun muni hafa í för með sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn; en vona auðvita að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn.
Fór að hugsa um Völuspá í þessu sambandi, sennilega vegna Bræður munu berjast ... og hanana sem góla hver í kapp við annan í aðdraganda ragnaraka.
Hendi þessu hérna inn svona til gamans.
Til varnaðar.
41.
Fyllist fjörvi
feigra manna,
rýður ragna sjöt
rauðum dreyra.
Svört verða sólskin
um sumur eftir,
veður öll válynd.
Vituð ér enn eða hvað?42.
Sat þar á haugi
og sló hörpu
gýgjar hirðir,
glaður Eggþér;
gól um honum
í Gaglviði
fagurrauður hani,
sá er Fjalar heitir.
43.
Gól um ásum
Gullinkambi,
sá vekur hölda
að Herjaföðurs;
en annar gelur
fyr jörð neðan,
sótrauður hani,
að sölum Heljar.
44.
Geyr Garmur mjög
fyr Gnipahelli,
festur mun slitna
en freki renna.
Fjöld veit hún fræða,
fram sé eg lengra
um ragnarök
römm sigtíva
45.
Bræður munu berjast
og að bönum verðast,
munu systrungar
sifjum spilla;
hart er í heimi,
hórdómur mikill,
skeggöld, skálmöld,
skildir eru klofnir,
vindöld, vargöld,
áður veröld steypist,
mun engi maður
öðrum þyrma.
40.-44. vísa sýna hvað er á seyði í jötunheimum skömmu áður en ragnarök hefjast. Í 40. vísu segir af úlfum af ætt Fenrisúlfs sem gleypa sól og mána í ragnarökum. Blóði rignir og sól hverfur af himni í 41. vísu en slíkir atburðir eru algengir fyrirboðar válegra tíðinda. Í 42.-43. víkur sögunni til þriggja hana (í jötunheimum, Valhöll og sölum Heljar) sem gala hver í kapp við annan. Gal þeirra sýnir vel glundroðann í veröldinni en jafnframt er vert að minnast þess að hanagal hefur oft táknræna merkingu í trúarbrögðum (sbr. kristni).
Ákvörðun síðar um borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008
Hvað eru flóknar fjárfestingavörur?
Fjármálaguttum um heim allan þótti voða spennandi og töff að fikta við undirmálslán og ýmsa fjármálavöndla og aðrar flóknar fjárfestingavörur - því flóknari því betra - var að skila. Já það er ekki langt síðan að þetta var gríðarlega spennandi stöff - í dag gilda eylítið önnur sjónarmið.
Nú sýpur heimsbyggðin seyðið af þessum töffaraskap.
Það stendur í mörgum að skilja þetta fyrirbrigði sem undirmálslán eru, en sem betur fer hægt að finna á Netinu fínar skýringar á því; eins og þessa 45 mynda kynningu á Google Docs og á vef Credit Suisse er að finna þessa mynd hér.
Annars væri gott ef sá sem gerði Subprime kynninguna myndi gera sambærilega skýringu um það hvernig við Íslendingar færum að því að taka upp Evru einhliða!
Menn hafa verið djarfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norskur safnvörður hefur fundið nokkrar teikningar sem Doddi Há mun hafa dregið meðan heimstyrjöld geisaði úti fyrir. Það er reyndar engin mynd af Dodda frá Leikfangalandi; en þarna er fín mynd af Gosa og svo eru tvær myndir af Mjallhvítardvergum.
Meira um þetta hér.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008
Herinn heim!
Ég ætla ekki að eyða mögum orðum í lýsingu á því sem er í gang í þessu jútjúbi hérna að neðan, en ég hvet fólk til þess þrauka eitthvað inn í ræmuna; það er þess virði. Skilyrði er að hlusta sérstaklega vel eftir textanum - askoti smellinn sem hann er.
Hér er ádeila á vesen Bandaríkjanna í Írak; þar sem notað er talsvert annað orðfæri og aðrar myndlíkingar en maður á að venjast.
Þetta er dúndur fyndið og einhverra hluta vegna fer manni að líka við gelluna, lagið, látbragðið og röddina.
Slísý sem þetta er.
Skrýtið sem það er.
Brot úr textanum:
Red, white, and blue, this is for you
If you were home, I would hump on you
Home of the brave, lets misbehave
Well be gettin freaky like at Abu Ghraib
Shoot me in ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008
Hvernig verða hjónabönd til?
Nú er það svo að ekki er gott að henda reiður á því hvað það er sem dregur fólk hvert að öðru, enda getur væntanlega verið allur gangur á slíku; mann frá manni, konu frá konu. Í mínu tilfelli var það ást. Ekki það að ég kunni að skilgreina og lýsa fyrirbrigðinu ást - fjari því.
Ást er bara ást. Hvað sem vekur hana, elur eða svæfir hana.
Býst ég við því að ef við kynnum einhverja formúlu fyrir því hvað dregur mann að konu og konu að manni þá væri minna varið í lífið; tilhugalífið alltjent. Enda náttúran þá horfin úr jöfnunni - galdurinn farinn.
Það væri dauft.
Margt er það svo sem getur ruglar náttúru okkar mannfólksins; við höfum menn og menn og konur og konur sem draga sig saman. Sem er hvað? Ónáttúra? Við svörum því ekki; erum menntuð, upplýst með háþróaða menningu sem getur af sér úber umburðalyndi.
Við skiljum og erum sátt; við allt og allt, já og alla.
Í jútjúbinu hér að neðan er sögð saga af því hvernig karlar lenda í því að dragast saman; að giftast. Ekki ætla ég mér þá dul að dæma um það hvort að þarna sé farið nærri um dæmigerðan samdrátt homma og þá hvort að sama gæti gilt um lessur. En svona er þessu allavega lýst hér:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008
Pay and stay ...
... married.
Þættinum hefur borist bréf þar sem kynnt er til sögunar nýtt alþjóðlegt boðmerki. Hugsunin á bak við merkið er sú að minna menn á að ekki er bæði haldið og sleppt. Ef þú vilt halda í frúna slepptu þá seðlunum væni; einfalt ekki satt? Við vitum þetta auðvita allir, en gleymum okkur oft og dettum þá stundum í einhverskonar þrjóskuköst - einmitt þá er væri gott að sjá þessi merki.
Samkvæmt bréfinu getum við átt von á að sjá þessi merki víða á næstunni.
Sem er gott.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk