4.11.2008
Þegar neyðin er stærst ...
Søren Kjeldsen er danskur kylfingur á Evrópsku mótaröðinni, hann hefur verið á mála hjá Landsbankanum í nokkur ár (sjá LÍ merkið á peysunni hans, smella á myndina til að stækka. Hefur svo sem ekkert verið að gera stórkostlega hluti á þeim ellefu árum sem hann hefur verið að harka á túrnum en hann brá undir sig betri fætinum á Valderrama (við Sotogrande, á Spáni) um liðinna helgi.
Mér dettur í hug að þegar Søren blessuðum varð það ljóst að aðalbakhjarlinn hans var farinn á hausinn og ekkert útlit fyrir að hann fengi aura úr þeirri átt að þá væri að duga eða drepast.
Hann dugði.
Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Golf | Breytt 5.11.2008 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008
Áfram stelpur
Koma svo... þið takið þetta, þjóðinn treystir á það.
psst... þið getið örugglega fengið lánaða skauta hjá Skautafélaginu!
Áfram veginn...
(þó frosinn sé!)
Leikur Íslands og Írlands fer fram á Laugardalsvelli í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008
Við hæfi
Frábær árangur hjá bankamönnunum okkar já og útrásarstráknum. Nú er ég farinn að átta mig á snilli þeirra og skilja ofurkjörin sem þeir tóku sér. Ábyrgð þeirra var veruleg; hvorki meira né minna en að koma okkur í toppsætið á enn einum heimslistanum.
Þeir stóðu sína plikt og það með stæl. Hvorki meira né minna en stærsta bankahrun sögunar er í höfn.
Þetta er við hæfi - enda þeir Íslendingar, enda Ísland stórasta land í heimi.
Bravó!!!
Áfram veginn...
(ekki þó þennan forarslóða, takk!)
85% af vergri landsframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008
Grímulaust
Höfum í huga að öllum er kunnugt um þessi tengsl. Það útaf fyrir sig öskrar á að menn vandi sig.
Þessir menn (Bogi og Valtýr) taka á þessu grímulaust, trúi ég.
Ég hef þegar tjáð mig um þetta hér: Hæft vanhæfi.
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008
Hæft vanhæfi
Ég hef oft sagt það og segi það enn: Almennt verðum við Íslendingar að vera hæfari í því að vera óvanhæfir - nú eða óhæfari í vanhæfi, en aðrir menn.
Það er ekki nokkur leið fyrir okkur Íslendinga að nota sömu viðmið og aðrar (stærri) þjóðir í þessum efnum. Þetta gerir vissulega ríkari kröfur til þeirra sem ætla sér að dansa á línunni, gerir ríkari kröfur til þeirra sem eiga eða ætla sér að veit línudönsurunum aðhald.
Ég treysti því að þessir menn og ekki síður það fólk sem vinnur með þeim krossi ekki línur siðleysis eða óskynsemi - að þær línur verði séu dregnar skýrt og þær verði hvorki beygðar né sveigðar.
Að skrælingjaháttur verði ekki þeirra máti.
Áfram veginn...
Tvær hvítbækur í smíðum um starfsemi bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008
Látum þetta til einhvers duga...
Lán Færeyinga hljómar ekki hátt; 6 agnar litlir milljarðar eru varla merkjanlegir í heildar myndinni - hítinni.
Dropi í hafið.
En látum þennan dropa dug, duga til góðra verka. Eyrnamerkjum þessa peninga með sértækum og afgerandi hætti. Þannig að þegar litið verður til baka, geti bæði Færeyingar og Íslendingar stoltir vísað til þess er ávannst.
Ég hef sett fram hugmynd um hvernig þetta mætti gerast: Færeyingurinn
Hafið í huga að Atlandshafið er ekkert annað en margir litlir dropar.
Mikill drengskapur Færeyinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008
Færeyingurinn
Ég legg til að þetta lán frænda okkar í Færeyjum verði notað til þess að stofna nýsköpunarsjóð: Færeyinginn.
Það væri táknrænt ef aðstoð smáþjóðarinnar, vina suður í höfum yrði sú innspýting sem dygði til þess að nýsköpun og hátækni risi sem aldrei fyrr úr brimrótinu í norðri.
Ráðstöfun, Færeyingsins gæti veri eitthvað á þessa leið:
Örlánasjóður: 2-3 milljarðar fari í örlánasjóð fyrir smáfyrirtæki, veit til fyrirtækja sem þegar eru starfandi og þurfa stuðning til þess að komast í gegnum næstu 6 mánuðina eða svo vegna breyttra aðstæðna á markaði og eða til þess að ráða nýja starfsmenn (ath. útfærslu með Atvinnuleysistryggingasjóði samhliða). Lán til 48 mán. með fyrstu 6 mán. afborgunarlausa, lágir vextir. Skilyrði að fyrst séu gerð upp vangoldin opinbergjöld og lífeyrissjóðsskuldir. Fyrirtæki fækki ekki starfsfólki fyrstu sex mánuðina.
Hugsanlega gæti þetta hjálpað allt að 750 fyrirtækjum með 5 til 25 starfsmenn til þess að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir, koma á nauðsynlegum stöðugleika og þannig efla þessi fyrirtæki með allt að 10.000 starfsmenn til góðra verka. Athugið að þetta gæti verið grunnurinn að velferð allt að 15.000 fjölskyldna
Fjármögnun þriðju stoðarinnar: Þriðja stoðin er tilboð til stjórnvalda frá samtökum upplýsingatæknifyrirtækja um að gera verðmætasköpun í upplýsingatæknigeiranum að meginstoð í gjaldeyrisöflun þjóðar á fjórum til fimm árum. Tilboðið má finna hér.
Þetta þarf að taka lengra.
Siðferðileg skylda að hjálpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2008 kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008
Óréttlæti
Ljóst er að tæknileg mistök hjálpa sumum en öðrum ekki. Í gær bárust fréttir af því að bankastýra Nýja Glitnis hefði sloppið með skrekkinn þegar tæknilegt mistök voru gerið við frágang viðskipta hennar með hlutabréf í þeim gamla góða Glitni.
Spurning er nú hvort að Glitnisfólk finni ekki sómasamlega lausn á þessu.
Lokagreiðsla vegna Ellu Dísar týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008
Vond vörn
Átjánprósent vextir, heilagur skítur! Þetta er hrikalegt fyrir alla þá sem eru að burðast með yfirdrátt og aðra skammtíma fjármögnun. Þeir sem eru helst i síðum saur vegna þessa eru, tja flestir! Eða hvað?
En áður en við gerum uppreisn, byltingu, nú eða hlaupum fyrir björg (sem mér finnst reyndar líklegri viðbrögð andbyltingarlegs mörlandans en hverskonar uppsteyt) þá skulum við hafa í huga að háir vextir eru svo miklu, miklu BETRI en óðaverðbólga.
Það verður að ná verðbólgunni niður og það STRAX, short term gerist það aðeins með því að styrkja krónuna, háir vextir eru liður í því.
Hvað gerir þjálfari sem ekki hefur úr öðru að moða en lélegri vörn.
Hann skipar fram vondri vörn.
Vaxtahækkun vegna IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008
Að núlla
Mér finnst merki íslensku áætlunarinnar ekki vera ýkja gott. Það fyrsta sem mér datt í hug var núll og svo spyr maður sig: er þetta enn einn núll áætlunin?" Enn eitt verkefnið sem skilar engu, tja ekki öðru en kostnaði.
En vonandi er um góðan kostnað að ræða í þetta skiptið.
Áhersla á rannsóknir og nýsköpun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008
Risi af reikningi
Flott hjá Englandsbanka að taka þetta saman, gott að vita að við Íslendingar erum ekki ein um að bera byrgðar. En nú þurfum við að fá sambærilegt mat frá Geir og kó; hvað kostar krassið hér heima. Í hvað stefnir botntalan hjá okkur? Hversu þungar verða okkar birgðar.
Hér er svo talan frá Englandsbanka (mv. ca. $120) með öllum sínum þrettán núllum 340.000.000.000.000. En er það ekki þannig sem við þurfum að horfa á þetta, bara fullt af núllum.
Fullt af engu.
Núll og nix.
340 þúsund milljarða tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008
Hverjum degi nægir sín þjáning
Þessu: "Lilja Mósesdóttir hagfræðingur var einn frummælenda á fundinum í kvöld. Hún lýsti yfir verulegum áhyggjum yfir þeim skilyrðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni setja fyrir því láni sem íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir. Hún segir að þau skilyrði hvíli þungt á sér."
Má svara með þessu: Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Matt. 6:34)
Og bæta svo þessu við: Það að láta áhyggjur af hugsanlegum skilyrðum IMF hvíla þungt á sér, án þess að vita hver þau skilyrði eru ef þau eru þá einhver, er auðvita algjörlega ga ga.
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.10.2008
Það botnar engin þar sem botnlaust er
Mér finnst eins og flestir ef ekki allir sem hafa komið að málum bankana á síðustu metrunum fyrir fall og í kjölfarið, séu að troða marvaða í botnlausri hít. Líkast til verður ekki til einn sannleikur í þessu máli.
Fyrst þetta: Bankastýran í Glitni er greinilega ekki eins áhættumeðvituð og stöllur hennar hjá Auði Capital. Það er hundaheppni að hún er ekki gjaldþrota. Vekur þetta upp spurningar um hæfi hennar (ofan á þá staðreynd að hún var auðvita partur af prógramminu fram að falli sem ein af stjórnendum bankans).
Heppilegt tæknilegt fokkupp.
En að máli málana, viðtalinu við BTB. Það sem stendur uppúr er að bankagæjarnir voru í hörkubísness fram í rauðan dauðan (dauða bankana þá), voru að prútta um hugsanlega aðkomu ríkisins og þeirra eigin hlutdeild í framhaldi. Þeir tvöfölduðu tilboð sitt sísvona, án þess einu sinni að hafa fengið svar. Hurrðu manni, þið komið með 100 milljarða og fáið 19%, nei annars við vorum að hugsa um að hafa þetta 200 milljarða og þið takið 40%. Hvað segið þið um það, ha? Þetta heitir að skjóta frá mjöðminni, í myrkri, með lokuð augun, á örum fæti.
Út í loftið.
Það var tekið viðtal við lagaprófessor (SMS) í fréttunum (RÚV minnir mig) sem var hissa á því að ekki hefði verið set lög á bankana og þeim gert að koma sér úr landi eða selja eignir ella (eða öfugt). Tæknilegir erfiðleikar við hvorutveggja hefðu væntanlega þýtt gríðarlegar fórnir fyrir bankana; til þess að mæta kröfum um tryggingar eða vegna verðhruns á eignum (það hefði verið kominn þokkaleg brunastækja af góssinu). Jeminn eini hvað haldið þið að hefði gerst hefði það verið reynt? Ætli eigendur bankana hefðu ekki tekið til varnar. Úff þá held ég að DO hefði nú fengið á baukinn. Þetta er algjörlega absúrd umræða.
Með öllu.
Eflaust er það rétt að það hefði verið hægt að bjarga bönkunum ef gripið hefði verið til afgerandi ráðstafana í vor, en það hefði aldrei getað gerst nema ef stærstu eigendurnir hefðu gefið frá sér sína hluti, að stórum hluta og að langmestu leiti ef ríkið hefði átt að draga menn að landi.
Ég fullyrði að ekki nokkur maður hefði á þeim tíma haft þá sýn, þau áhrif og sannfæringarkraft sem duga hefði mátt til að fá menn til að taka slíkar ákvarðanir.
Færa slíkar fórnir!
Ekki skil ég hvernig BTB fær það út að það hefði verið misráðið hjá ríkinu að ætla að gerast 75% hluthafi í Glitni ("Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu", það að ríkið tæki ábyrgð með þessum mátti alls ekki gerast) en svo átti ríkið ekki að gera neitt nema að taka tilboði bankanna um aðkomu að sameinuðu batterí (sem þeir sjálfir voru meira að segja ekki vissir um að myndi lifa af). Fyrir utan muninn á 40% og 75% átta ég mig ekki á muninum á þessu (auk þess sem ábyrgðin nær auðvita ekki til annars en hlutaféssins)
Að lokum; hvers vegna var tilboð FSA (og breskra stjórnvalda) ekki gert opinbert og ef veðin voru eins góð og haldið er fram, hvers vegna gat bankinn þá ekki beit þeim fyrir sig í viðræðum við FSA?
Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.10.2008 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008
Tákngervingur eyðslufyllirís
Mikið er rætt og ritað um gegndarlausa neyslu þjóðarinnar í góðærinu. Sem vonlegt er, en fólk ætti að fara varlega í alhæfingum sínum, það gengu ekki allir inn um þessar gleðinnar dyr.
Hvað um það, dæmi eru tekin um neysluæðið, ofurdæmin eru sögur af þotum og þyrlum, niðurrifnum húsum, sveitaóðulum o.s.frv.; svo er það bullið í almenningnum þar eru algeng dæmi: jeppar, sumarhús (hérlendis eða erlendis) og svo flatskjáir.
"Flatskjáir"!
Ég velti því fyrir mér hvort það sé yfir höfuð hægt að kaupa túbuskjái í dag? Hvernig stendur á því algengt heimilistæki verður að tákni fyrir óhóf?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.10.2008 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008
Hverjum á að borga?
Ég átta mig ekki á því hvernig flutningar af efnahag bankana yfir í nýju bankana virkar. Mér skilst að einhverjir 10.000 milljarðar verði skildir eftir í gömlu bönkunum (erlend starfsemi m.a.). Er hægt að velja bara bestu bitana og færa í nýtt félag? Skilja "skítinn" eftir! Sbr. "Við ætlum ekki að borgar skuldir óreiðumanna í útlöndum". Hvaða skuldir eru fluttar yfir í nýju bankana? Stenst slíkt?
Þetta er staðan:
A er með erlent lán hjá banka B.
B fer í þrot.
nB tekur yfir hluta af starfsemi B - velur alla bestu bitana.
nB krefur A um greiðslu - sendir A greiðsluseðil vegna lánsins.
A borgar nB.
Á sama tíma er D, sem á kröfur á B, gert grein fyrir því að lítið sem ekkert komi upp í almennar kröfur.
D er ekki sáttur veit að A er að borga nB. Er hugsanlegt að D geri kröfu um að S (skiptastjóri/skilanefnd) innheimti útistandandi lán B?
Er hugsanlegt að slíka krafa S fái staðist? Að B verði einfaldlega að rukka A.
Er falin óvissa í þessu?
Á meðan óvissa er um þetta atriði á A þá að vera að greiða nB?
Hvernig virkar þetta annars?
25.10.2008
Wassup
Margir muna eflaust eftir Bud auglýsingunni Wassup. True True. Nú er komið nýtt myndband á YouTube sem má segja að sé sjálfstætt framhald þessa fyrra, en endar á orðunum VOTE, CHANGE. Þetta Myndband er það vinsælasta (á netinu) í dag. Hér má sjá svo sjá órgínalinn.
Dægurmál | Breytt 26.10.2008 kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008
Árið er 1975 og snjall snáðinn
Þessi tveri duttu inn um luguna í gær.
Fimm sannanir fyrir því að nú er árið 1975:
1. Við erum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með Abba og Villa Vill
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er Sjálfstæðismaður
Og nýjasta pick-up línan er: "Sæl(l), ég er ríkisstarfsmaður".
Og svo er það þessi saga af snjall snáðanum.
Saga nemenda í 6. bekk
Nonni litli er í sjötta bekk grunnskóla.
Dag einn var samfélagsfræði og þá spurði kennarinn hvað feður þeirra störfuðu.
Börnin svöruðu eins og þeim er lagið: Pabbi minn er lögga, brunaliðsmaður, skrifstofumaður, vinnur í verslun og svo framvegis.
En kennarinn tók eftir því að Nonni litli var óvenju hljóður og lét lítið fara fyrir sér.
Hvað gerir svo pabbi þinn, spurði kennarinn Nonna litla.
Hann dansar nakinn fyrir framan karla á öllum aldri á veitingastað á kvöldin og á næturnar.
Svo græðir hann fullt á því að fara með þeim áhorfendum sem best bjóða út í portið á bak við veitingastaðinn þar sem hann dansar einkadans fyrir þá í nokkrar mínútur.
Kennarinn varð eðlilega mjög undrandi yfir svari Nonna litla og í miklu fáti skipaði hann hinum krökkunum að fara að lita, en Nonna litla tók hann afsíðis.
Er þetta alveg satt sem þú sagðir um hann pabba þinn
Dansinn og allt það?
Nei, nei, sagði Nonni litli feiminn.
Pabbi vinnur hjá Kaupþingi, en ég þorði sko alls ekki að segja það fyrir framan hina krakkana.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008
Þagnir eru sagnir
Köllin kom víða að, ekki bara frá ráðamönnum, heldur sýnist mér að þau komi frá heilli þjóð! Það er öskrað á að auðmenn þjóðarinnar komi uppúr holunum sínum og tali við okkur. Það má segja að um sé að ræða veðkall á þá - þjóðarveðkall!
Komið ríku kallar, sýnið ykkur, segið okkur frá.
Þessir kallar verða að svara kalli. Nú dugir ekki að spunameistarar þeirra spinni vefi lyga, vefi þagna.
VEFUR
Það vefst ekki fyrir mönnum
að sýna þagnir
þannig hremma þeir ópin
sem þeim
voru ætluð.
Sigmundur Ernir, Sjaldgæft fólk, 1998
Extra Extra, read all about it...
Þetta var að detta inná visir.is "Björgólfur Thor ætlar ekki að skorast undan ábyrgð". Nú segi ég: Bjöggi Thor þegir ekki en segir hann: ekki, ekki ég!
Tilviljunin er svo sú að ég nota, í algjöru og fullkomnu heimildarleysi, hugsun SER til þess að tjá hugsun mína um þögn mógúlanna, líkast til verður það svo Simmi sem tekur viðtalið við BTB. Skemmtilegt.
ES. Ykkur að segja þá vona ég að Björgólfur Thor sé ekki annað en topp náungi. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað.
Geir skorar á íslenska auðmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.10.2008 kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008
Furðulegt?
Furðulegt! Er það nokkuð? Hvert átti samtalið þá að leka?
Ég meina lekur ekki allt alltaf og þá helst þegar síst skyldi?
Þannig er það hjá mér!
Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008
Heppni?
Heppni hjá fólkinu þarna í Catania? Nei, það held ég ekki, hér gildir nefnilega eins og í öðru að þeir fiska sem róa.
Þetta vitum við Íslendingar enda höfum við róið eftir björginni alla tíð. Allavega vorum við löngu byrjaðir að róa áður en lottóið varð svona stórt.
Mér dettur það svona í hug hvort að við ættum ekki að setja slatta af IMF aurunum í eitthvað af stóru lottóunum út í heimi og jafnvel bróðurpartinn af "dóinu" sem við fáum frá Rússunum. Það væri nú ekki amalegt að "kassa" inn tugum milljóna evra
Væri þetta liður í því að þjappa þjóðinni saman. Á hverju laugardagskvöldi yrði sjónvarpað beint frá hinum ýmsu lottó dráttarstöðum. Djö... er ég vissum að áhorfið yrði þokkalegt á þessa drætti.
Nei, bara hugmynd.
ES. Það vonda við söguna frá Catania er auðvita að nú er það staðreynd að það borgar sig að reykja!
Einn stærsti lottóvinningur sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk