Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

SNAFU í USA

Adult Swim MBL 020207Ég bloggaði um þessa frétt fyrr í kvöld án þess að hafa tekið eftir fréttinni hér á Mbl. sjá blogg mitt hér.

Svo sá ég að í blaðinu (Mogganum þá) í dag (bls. 16) segir í fyrirsögn "Misheppnuð markaðssetning" og undir þýdd frétt frá AFP. Ég velt því fyrir mér hvort að auglýsandinn Turner Brodcasting System Inc. sé á sama máli. Þar á bæ voru menn vissulega fljótir að senda frá sér afsökunarbeðni. En ansi er ég viss um að á göngunum sé sagt "Yesss, yeaha, wow, damn did we get throug - give me five"

Ætli árangur TBS sé ekki margfaldur miðað við það sem lagt var upp með. Fín samantekt um þetta er á CNN (sem er dótturfyrirtæki TBS). 

Mistök já.
Misheppnuð nei. 


mbl.is Tveir verða ákærðir vegna umdeildrar auglýsingaherferðar í Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott dæmi um SNAFU. Er kaninn alveg að tapa sér?

Adult swim war of the worldsBostonborg fór á hvolf í gær (31.jan). Einhver fékk þá flugu í höfuðið að lítil og einkar sakleysisleg ljósaskilti væru sprengjur.  Yfirvöld tóku þessu alvarlega og var almannavarnakerfi borgarinnar sett á fúlsvíng. Við þetta stöðvuðust m.a. nokkrar helstu umferðaræðar borgarinnar. Öllu þessu hafaríi er um að kenna markaðsetningarherferð fyrri vel þekkta teiknimyndaþætti; "Aqua Teen Hunger Force" eða "Adult Swim".  Hérna má sjá vefsetur þáttarins.

Það má lesa allt um þetta á CNN og reyndar á öllum öðrum fréttavefum í vesturheimi

Mitt álit er að menn verða að fara slaka aðeins á þarna vestann við poll.

Mín spá er svo sú að "you ain't seen nothing yet" - þetta er aðeins byrjunin. Takið eftir því að þetta "gigg" hefur verið á öllum stóru sjónvarpstöðvunum í dag og í gær, hefur væntanlega verið á forsíðum morgunútgáfu stórblaðanna, nú allir vefmiðlarnir hafa gert þessu góð skil og auðvita lætur bloggarasamfélagið ekki sitt eftir liggja (sbr. þessi skrif mín). Getur einhver ímyndað sér ódýrari og skilvirkari aðferð til þess að vekja athygli á sér? Nokkur áþekk dæmi hafa vakið gríðarlega athygli (t.d. stillfree) og hef ég skrifað um Hverfipunkt Microsoft sem er af þessu sama meiði. Fréttafár er einfaldlega svo gefandi að menn munu gera út á þetta í auknu mæli (þó svo að það hafi ekki verið ætlunin í þetta skiptið).  

ES. SANFU = Situation Normal All Fucked Up

Myndir af dæmigerðum "sprengjum" - þær (skiltin það er) hafa víst verið til sölu á Ebay.

adult swim front  adult swim back


Óeðlileg yfirsýn!

Neðanritað er tekið úr frétt um sama efni fyrr í dag: 

"Ingibjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi ASÍ á fundinum, sagðist treysta því að allir eigi eftir að leggjast á eitt til að breytingarnar skili sér til heimilanna. Þá sagði hún stóraukið verðlagseftirlit vegna breytinganna þegar vera komið í gang og að sambandið muni fylgjast með verðlagi á 6{00} til 800 vörutegundum í 90 verslunum bæði fram að breytingum og eftir að þær hafa átt sér stað. Þessar upplýsingar verða þó ekki aðgengilegar almenningi fyrr en eftir 1. mars þegar unnið hefur verið úr þeim enda segir Ingibjörg þær að öðrum kosti geta veitt kaupmönnum óeðlilega yfirsýn yfir þróunina í öðrum verslunum."

Iceland from east google mapBíddu bíddu...

Og?

Er ekki einmitt upplagt að almenningur og kaupmenn fái góða yfirsýn yfir verð á helstu nauðsynjum sem allra fyrst.

Gott fyrri kaupmenn að geta lagt niður eigið verðeftirlit, sem mér skilst að sé nokkuð umfangsmikið, í nokkrar vikur og notað þá starfskrafta sem því sinna að öllu jöfnu í að verðmerkja allar vörurnar sem þeir eru að lækka um circa 15%.

Annars vekur fjöldi þeirra verslana sem skoða á verð í, upp hjá mér spurningar. Níutíu matvöruverslanir? Hvað erum við að tala um 21 * Bónus, 8 * Hagkaup, 10  * 10-11, 11 * Nótatún, 11 * Krónan , 9 * 11/11, 30 * Nettó, Samkaup, Nettó og svo 1 * Fjarðarkaup.

Eru þetta ekki nánast allar matvöruverslanir í landinu?

Annar er þetta bara hið allra besta mál.


mbl.is Viðskiptaráðherra: Mikilvægt að efla neytendavitund landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öðruvísi mér áður brá

small gov driving adGlæsilegt!

Negldir eða ónegldir? Ég ætla mér ekki að taka þátt í umræðu um kosti eða galla, öryggi eða ónauðsyn.

Sjálfur kýs ég að negla ekki.

Það sem hins vegar er flott við þessar hugmyndir umhverfisráðherra er að hér kveður við nýlegan tón - EKKI á að HÆKKA álögur á negldudekkin heldur á að LÆKKA gjöld á þau ónegldu.

"Lækkunarhugsunar" gætir í auknu máli hjá stjórnvöldum og er það vel. Nú er bara að vona að þessi hugsun verði ríkandi hjá bákninu í heild sinni til lengri tíma.

Tökum okkur öll saman og klöppum fyrir þessu litla en mikilvæga skrefi.

Báknið burt! 


mbl.is Vilja lækka gjöld á ónegldum hjólbörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Windows Vista hjálpar foreldrum að efla öryggi barna sinna.

Childrens Safety VillageÁ næstunni munum við fá nóg af fólki sem verður að rífast og rausa, tuldra tuða og tauta um kosti og aðallega  galla Windows Vista.

 

Þegar heyrist mikið talað um að Vista sé þungt í keyrslu og minnki þar með afköst tölva og því er líka haldið fram að endingartími rafhlaðna í fartölvum styttist verulega eftir uppsetningu. Sjálfur tel ég of snemmt að alhæfa um áhrif Vista á þessa þætti. Framleiðendur eru í óða önn við að stilla sín kerfi af og er rétt að bíða og sjá hvaða árangri menn ná - taka stöðuna eftir hálft ár eða svo.

 

Hvað um það; við eigum eftir að heyra að Vista sé handónýtt drasl, míglekur hrærigrautur, leðja og annað í þeim dúr.

 

Þótt það sé sennilega ekki rétt að hvetja fólk - almennt - að stökkva til og uppfæra tölvuna sína þá er það nú samt með það eins og annað að aðstæður eru mismunandi og sýn og þarfir fólks eftir því. Fyrir þau ykkar sem eruð í tölvukaupa hugleiðingum þá er um að gera að drífa sig og kaupa tölvu með Windows Vista.

 

Eitt atriði sem er nýtt í Windows Vista og tengist mjög þeirri umræðu sem hefur verið í gangi undanfarið um öryggi barna á Netinu gæti verið ástæða til þess að uppfæra. Hér er um að ræða innbyggða "foreldra stjórnun" (e. parental control) Vista.  Sem fer fram í gegnum aðgangskerfi stýrikerfisins.  Með því er hægt að setja reglur um notkun hvers og eins notanda. Mælt er með því að allir sem nota tölvuna séu skráðir notendur og hver og einn noti sitt notenda auðkenni. Sem þýðir að notandi með stjórnendaréttindi  (e. administrator) er ekki notaður dags daglega, en sá notandi getur stýrt eiginleikum annara notenda. Barnið eða börnin eru svo skráð sem sér notendur á kerfið og er þannig að hægt er að skilgreina ýmsa eiginleika í Vista fyrir barnið.

Eftirfarandi er listi yfir þau atriði sem foreldrar geta stillt og tengjast foreldrastjórnun Vista:Vista Parental Control time

  • hægt að láta Vista skrá notkun valinna notenda
  • það er hægt að setja síu á þær síður sem barnið má skoða
  • hægt er að banna niðurhal skráa
  • hægt er að skilgreina þá tíma sem barnið má ekki nota tölvuna
  • þegar leikir eru ræstir þá getur Vista skoðað hvort að leikurinn henti notandanum
  • hægt er að leyfa eða banna keyrslu ákveðinna forrita

Þessi innbyggða foreldrastjórnun er alls ekki hin eina sanna lausn, en er svo sannarlega stórt skref til framfarar.

 

Munið að foreldrar hafa að geyma lykilinn að öryggi barna sinna á Netinu, rétt eins og annarsstaðar í daglegu lífi þeirra.

 

Ég mæli með því að allir foreldrar/forráðamenn að kynni sér "Öryggi heima fyrir" síðu Microsoft sem er að finna hér: http://www.microsoft.com/athome/security/default.mspx og þar undir: http://www.microsoft.com/mscorp/safety/technologies/familysafety/default.mspx

 

Eins er Childnet International kjörinn staður til þess að kynna sér öryggismál barna og unglinga.

 

Microsoft bendir sérstaklega á þrjá vefi sem uppsprettu góðra upplýsinga um þetta efni:

iKeepSafe.org

staysafe.org

NetSmartz

 

Svo er hægt að finna fjölda tengla á vef SAFT:  http://www.saft.is/tenglar/

 

Síðan má benda á tvö vel þekkt Netsíuforrit:

 http://www.cyberpatrol.com/

 http://www.netnanny.com/

 

PS. Áfram Ísland, við tökum þá 33 - 30

 


mbl.is Windows Vista í verslanir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brown og aðrir vitleysingar gegn Al-Qaeda!

Brown benti á að það væru yfir sex þúsund vefsíður á Netinu sem væru tengdar Al-Qaeda. Gagnrýndi hann stjórnvöld til þess að beita sér ekki frekar gegn dreifingu efnis öfgasamtaka á Netinu.

twin tower smoke sept 11Að reyna að hamla (væntanlega með einhverskonar bönnum) dreifingu efnis öfgasamtaka á Netinu er algjörlega glórulaus hugmynd.

 

Hvað á að banna? Hvað eru öfgasamtök? Hver á að banna? Hverjum á að banna og hverjum ekki? Má tildæmis greiningadeildin hans Björns skoða svona efni en ekki ég? Hvernig á að fylgja banninu eftir? Hversu lengi á bannið að gilda? Hver eru viðurlög við því að brjóta bannið? Er ég sekur ef ég sæki efni sem einhver hefur, þvert á bannið, komið á Netið? En hvað ef ég opna póst sem inniheldur óhollt öfgaefni?

 

Og hvað þá? Hizbola

Ég veit, hum, eða gef mér að Gordon Brown sé ekki vitlaus, ekki frekar en flestir aðrir "Bránar" þessa heims. Í þessari frétt verðum við aðeins vitni af sömu gömlu góðu sögunni, sem er sú að menn (sérstaklega þeirrar gerðar sem kallast stjórnmálamenn) falla í "auðveldisgildruna". Í þessu tilfelli felst hún í því að segja eitthvað sem hljómar pólitískt rétt. Ef eitthvað annað er sagt liggur fyrir að menn þurfa að fara að útskýra sig - eyða tímum í rökræðu. Rökræða er líka of flókin fyrir fólk, svona venjulegt fólk þú veist! Fólk á bara að treysta okkur, jamm jamm, bann er best.

 

Það er nú líkast til. 

 

Það er ekki hægt að segja í öðru orðinu "allt er opið" en í hinu orðinu "nema það sem við viljum loka". 

Þekkingarsamfélagið (sem er vonandi sú samfélagsgerð sem flestar þjóðir stefna í) verður að styrkja "siðferðisbakbein" sitt, svo að við getum þolað öfga og öfugugga og perraskap og perrverta og allanno terrorism no check points þeirra málflutning, sí aukin og endalausan.

 

Frjálst og óhindrað.

 

Sjáið hvernig bandaríkjamenn hafa farið fram  í stríðinu gegn hryðjuverkum, þeir ganga hvatlega fram, með offari segja sumir og hver er árangurinn? Drullufúlir og pirraðir flugfarþegar er sennilega ein algengasta birtingarmyndin. Það er svo sem meinlaus mynd, leiðinleg mynd en meinlaus. Hvað haldið þið að þúsundir saklausra einstaklinga hafi þurft að þola í formi eineltis og frelsissviptinga? Þeirra mynd er hryllingsmynd.

 

Hvernig styrkjum við okkur svo? Áreiðanlega ekki með því að bregða skugga á sannleikann eða hylja skoðanir þeirra sem fara gegn viðteknum skoðunum og gildismati okkar.

 

Stop Terrorism slaufaÞvert á móti. 

 

Förum í Netheim og röltum aðeins um, sjáum hvort við finnum ekki terrorista á hverju strái. Ég byrja á á wikí. Stendur heima - ég finn þarna allt sem ég taldi mig þurfa að vita um þessi villimannasamtök og meira til.

 

Ég tók líka gúgl æfinguna; "al-qaeda" skilar 18,7 milljón tilvísunum og "al-qaida" 2,1 m tv.

 

Aðeins.

 

Hamas skilar 19m t.v.

Hezbollah/Hizbollah/Hizballah - 14,1/2,4/1,3 m tv.

Egyptian Islamic Jihad gefur ekki nema 1,35m tv. (þessir gæjar verða að fá sér nýtt péerr teymi)

Bader-Meinhof gefur ekki nema 19.800 tv. - augljóslega deyjandi ef ekki dautt dæmi.

IRA olli mér nokkrum vandræðum, leitin skilar um 70m tv. og þar efst á blaði Icelandic Radio Amateurs :-). Ef ég leita eftir "Irish Republican Army" detta í hús 750þ tv.  En "IRA og Army" saman gefa 1,5m tv., "IRA og Irish" skila 1,35m tv. og "IRA og terrorism" skilar 1,26 m tv. Ég áætla að hreinar tilvísanir í IRA séu um 2m.

Þessi saga endurtók sig svo fyrir ETA þar dúkkuðu upp um 54m tv. en "ETA basque" skilaði 1,1m tv., "ETA spain" = 1,3 m tv og "ETA terrorism" = 900þ tv., þannig að ég ef mér 1,5m tilvísanir.

 

muslim marchÉg kíkti á fullt af þessum tilvísunum bæði fremst í listanum og eins fór ég frá síðu 10 eða svo og það verður nú að segjast eins og er að það er mun auðveldara að finna síður sem eru á móti hryðjuverkum en þeim sem eiga að vera á vegum einhverra brjálæðinga. Satt að segja fann ég enga síðu sem beinlínis prómóteraði hryðjuverk, sú sem komst næst því var http://www.hizbollah.org/. 

 

Ég eyddi svo sem ekki miklum tíma í að vafra stefnulaust um vefinn með þessum hætti, en tilraunin staðfestir grun minn um að góður vilji er nauðsynlegur í farteskinu ef finna á eitthvað af þessum sexþúsund síðum Bránsins. 

 

Þekkingarsamfélagið er greinilega í góðum gír ....

 

Þetta er vel í takt við sögu sem fyrrum fíkniefnaneytandi sagði mér fyrir mörgum árum. Ég hafði spurtsad man med byssu hann hvernig í fjandanum hann kæmist svona auðveldlega yfir dóp, sjálfur hafði ég varla séð slíkt. Taldi ég mig nú samt vera nokkurt partýdýr (ekkert villidýr en samt....). Svarið var eitthvað á þá leið að fyrir honum væru dópsalarnir eins og vitar, hann yrði þeirra strax var hvar og hvenær sem er og að sama gilti í raun um þá sem væru í neyslu.


Heldur einhver að hægt sé að uppræta al-Qaeda með þögninni? 


Besta leiðin til þess að verjast hættu af þessu tagi er að vera opin, miðla upplýsingum óheft - í þessu tilfelli er besta vörnin sókn. Tryggjum að nógar upplýsingar séu til staðar sem skýra "okkar" sjónarmið.

 

al-qaeda brefÞetta skjal sem er handbók fyrir hryðjuverkamenn fann breska lögreglan við húsleit hjá al-Qaeda liðum er dýpsta efnið sem ég fann í dag. það er alveg á hreinu að lestur þessarar handbókar gerir ekki annað en að sannfæra mig um að þarna fara klikkaðir einstaklingar.

 

Hérna er svo hægt að finna frekari upplýsingar http://www.terrorism101.org/.

 

Eins og þess sé þörf. 


mbl.is Litlar hindranir fyrir öfgamenn að koma skoðunum sínum á framfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. verðlaun ferð út í geim í Hverfipunkti Microsoft - ég er smitaður!

Ég fór inn á vefsetur í fyrradag, hafði ætlað að kíkja á það í nokkurn tíma, ég var ekki búinn að skoðað síðurnar lengi þegar ég fann að ég hafði smitast. Þetta dæmi var eitthvað sem greip mig á svipstundu. Ég er að tala um vefsetur sem hýsir Hverfipunktsleik (e. vanishing point) Microsoft. Vefur þessi snýst um leik og er hann sá allra flottasti þrautaleikur sem ég hef séð á Netinu (hum, allstaðar). Smá bakgrunns upplýsingar um mig; ég er Myst maður (sjá líka hér á wikí). 

Ég tók eftir því einhverntímann undir lok síðasta árs að á tæknibloggum sem ég skoða reglulega, var verið að tala um eitthvað gigg hjá Microsoft. Ég var ekkert að elta þetta uppi þá, enda virtist dæmið aðeins vera fyrir fáa útvalda. Það var svo þegar ég var að fylgjast með umræðunni í kringum opnun CES í janúar (7 til 10 jan.) að ég fór að lesa meira um hvað þetta snérist, það var svo ekki fyrr en í gær að ég fór sjálfur í gang. 

Og vá...

Þvílík hugmynd, þvílík útfærsla og þvílík framkvæmd.

Leiknum er skipt upp í fjóra kafla og í hverjum kafla eru 12 þrautir. Hver kafli byrjar með vísbendingar atburði sem er lifandi sýning einhverstaðar í heiminum. Opnunar atburðurinn var við Bellagio hótelið í Las Vegas og var notast við gosbrunnasinfóníu Herra Wynns til þess að búa til tjald fyrir leisergeyslasýningu af bestu gerð. Í þessari sýningu koma fram ýmsar vísbendingar sem eru nauðsynlegar við lausn þrautanna (myndband af sýningunni er á vefnum).

Næsti atburður fór fram á nokkrum stöðum í heiminum, í þetta sinn var skrifað í skýin - bókstaflega. Flugvélar teiknuðu vísbendingar í skýin. Þriðji atburðurinn fór fram um s.l. helgi en þá voru nokkrar þekktar byggingar víðsvegar um heiminn skreyttar með ljósvarpi. Um næstu helgi verður svo stórveisla í Redmond þar sem síðasti vísbendinga atburðurinn fer fram. Leikurinn klárast síðan þann 30. jan.

Ég get sagt það hér og nú að fyrir mig eru þrautirnar einfaldlega alltof erfiðar (eða á ég kannski frekar að segja að ég hafi ekki nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum). Ég gat leyst þrjár þrautir (2 * easy, 1 * medum) í fyrsta kafla þegar ég sá í hvað stefndi. Ég vil meina að það sé nánast ekki hægt að leysa sumar þessara þrauta upp á eigin spýtur. Virðist mér á umræðunni að útvaldi hópurinn hafi fengið og sé að fá ýmsar vísbendingar sem aðrir fá ekki.

Ég gafst upp.

Ég hvet hvern þann sem áhuga hefur á góðum þrautum að kíkja á vanishingpoint.com og reyna við þrautirnar. Allir sem hafa áhuga á markaðssetningu ættu líka að drífa sig.

Hér má finna allt um hverfipunktinn - líka lausnirnar!


Ég kaupi samt ekki Vista ULNSE!

Vilhjálmur Hlið þriðji og félagar í Redmond eru ekkert annað en snillingur og kannski eru það einmitt  svoleiðis snillingar sem geta selt nánast hvað sem er. Ég skrifaði um einn varíant af Windows Vista fyrr í dag: Billý Gé afhverju í ands... ætti ég að kaupa þetta?

MSFT er upp um 65 punkta í "after hours trading" á NASDAQ, lokaði á 30,45 (65 punkta niður yfir daginn þannig að markaðurinn var ekki að trúa á þá) en eru að fara á um 31 núna. Sjá hér

Svo eiga þeir Vista, Office 2007, SQL Server og ég veit ekki hvað og hvað upp í erminni... 

Sagði ég SNILLINGAR?

(endilega takt þú þátt í könnuninni minni hérna til hliðar, takk)
mbl.is Methagnaður hjá Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rassaskellir og svipuhögg gegn fíkn - ætli Gummi hafi vitað af þessu?

"Whipping therapy cures depression and suicide crises"

Svo hljóðar fyrirsögn úr ekki ómerkara riti en PRAVDA. Greinin er tæplega tveggja ára gömul og í henni er sagt frá niðurstöðu rannsóknar sem bar heitið “Methods of painful impact to treat addictive behavior.”

Grípum niður í greinina:

"Russian scientists recommend the following course of the whipping therapy: 30 sessions of 60 whips on the buttocks in every procedure."

... og litlu síðar: 

”The whipping therapy becomes much more efficient when a patients receives the punishment from a person of the opposite sex. The effect is astounding: the patient starts seeing only bright colors in the surrounding world, the heartache disappears, although it will take a certain time for the buttocks to heal, of course,” Sergei Speransky told the Izvestia newspaper.

... og svo hljóðar niður lagið:

"The revolutionary method may take the Russian healthcare to a whole new level. The method is cheap and highly efficient, as its authors assure. Why not using something more efficient, a rack, for example?"

Ætli Guðmundur hafi ekki bara verið að þróa aðferðir sínar á sjálfum sér, rétt eins og sá rússneski, sbr. þetta:

"The doctor became one of the authors of the shocking whipping therapy. The professor used the self-flagellation method to cure his own depression; he also recovered from two heart attacks with the help of physical tortures too."

Hvar grefur maður þessa vitleysu eiginlega upp?

Greinin í PRAVDA er hér


"It Bothers Me That I Have To Go." Ljúfsár færsla 93 ára bloggara.

Donald_CrowdisÉg rakst á bogg Donalds Crowdis, 93 ára Kanadamans sem er að hans eigin sögn þriðji elsti bloggari í heimi á eftir sænsknum Allan Lööf, sem er 94 ára og Ray White, bandaríkjamanni sem er einhverjum mánuðum eldri en Donald. 

Donald kallar blogg sitt "Don to Earth", skrif hans eru hreint leiftrandi skemmtileg og ákaflega fróðleg - holl lesning fyrir þá sem eru honum yngri :-)

Fyrir tveimur dögum setti hann inn færslu sem er ákaflega ljúfsár og mér fannst að ég yrði að miðla þessu áfram.

Ætli blogg verði til eftir 49 ár? Verð ég enn að? En þú? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband