Leita í fréttum mbl.is

Reykjarar líklegri en ekki-reykjarar til að vera illa sofnir - og það fjórum sinnum svo!

smoking_nicotine_sleep_problemsÉg er ekki-reykjari og fyrrum reykjari. Nú rúmum þremur árum eftir að ég varð ekki-reykjari er ég enn að finna nýjar ástæður fyrir því hvað þetta var ótrúlega snjallt múv hjá mér þarna um árið; þá meina ég að skeyta „ekki” framan við „reykjari”.

Í dag var það eftirfarandi sem kætti mig svo mjög:

Samkvæmt vísindamönnum frá Jóns Hoppukyns háskólanum (e. Johns Hopkins University), eru reykjarar í meiri vandræðum að ná að sofna og eiga við meiri svefnraskanir að stríða. Heilt yfir eru reykjarar fjórum sinnum líklegri en ekki-reykjarar að finnast þeir vera „óhvíldir” þegar þeir vakna á morgnana.

Megin ástæðan er sú að heilastarfsemi hjá reykjurum er mun virkari í svefni en hjá ekki-reykjurum og ná þeir því ekki eins miklum djúpum svefni. Líklegast er þetta vegna örvandi áhrifa nikótíns á starfsemi heilans. (Virkur heili - er það ekki gott?)

En allt um þetta hér


Logið með súlum og kúlum

Dálkahöfundur á The Guardian er æfur yfir ósvífni Steve Jobs í opnunarræðu sinni á Macworld sýningunni í s.l. mánuði. Hérna er að finna grein Jack Schofield á vef The Guardian

Ég læt nægja að spyrja hver er munurinn á þessum tveimur myndum?

 


Veðurstofan samstíga þjóðinni

Þeir einfaldlega gátu ekki annað.

Sjá pistil minn um Vetur konung frá því í hádeginu (hér)


mbl.is Ófærð varla meiri frá árinu 2000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grimmur konungur níðist á þegnum sínum ...

stormur yfir islandi... og þjóðir heims sitja og horfa hjá þessari vá, engin virðist ætla að gera neitt. Hvar er mannréttindadómstóll SÞ núna?

Vetur konungur hefur verið þunglyndur undanfarna daga, vikur, tja mánuði. Hann hefur fylgt eftir þessari fýlu í sér  með tómum leiðindum, svona til að sýna að honum sé alvara í sínu þunglyndi. Fúllasta alvara - í það minnsta.

Höfum við íslendingar svo sannarlega fengið að kenna á ólund hans svo um munar. Mér er það til efs að lund hans hafi verið svo þung í mörg herrans ár og heyrist mér að fólk almennt sé sömu skoðunar.

Tilfinning fólksins er fyrst og fremst byggð á því að finna fyrir ömurlegum skapsveiflum kongsa á eigin skinni og sál, en ekki síður á fréttum sem bera, auðveldlega, fyrirsagnir eins og þessar hér: 

Forsíða vedur.is: Viðvörun - Búist er við stormi víða um land. Gildir til 08.02.2008 18:00

Fyrirsagnir af mbl.is:
Þrjú snjóflóð í Súðavíkurhlíð
Margir fastir í Þrengslum
Reykjanesbraut lokuð
Þrengslin og Hellisheiði lokuð
Búist er við stormi víða um land
Ófærð í borginni
Ófærð víða um land

Ein fyrirsögn á óveðursdag (kemur skapinu í lag) s.l. þrjá mánuði (mbl.is):
31. janúar - Vonskuveður og slæm færð um land allt
28. janúar - Ekkert ferðaveður á Norðausturhorninu
27. janúar - Óveður í Þrengslum, undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut
25. janúar - Óveður á Suðvesturlandi
22. janúar - Óveður á Hellisheiði
18. janúar - Víkurskarð lokað
14. janúar - 500 börn heima vegna veðurs
30. desember - Yfir 40 útköll vegna óveðurs
21. desember - Óveður undir Hafnarfjalli
15. desember - Flugsamgöngur að komast í lag
14. desember - Óveður á suðvesturhorni landsins
12. desember - Annríki í nótt vegna veðurs
11. desember - Óveður á Möðrudalsöræfum
8. desember - Óveður á Möðrudalsöræfum
2. desember - Varað við óveðri á Kjalarnesi
30. nóvember - Hellisheiði lokuð vegna veðurs
29. nóvember - Óveður undir Hafnarfjalli
26. nóvember - Hálka, snjókoma og óveður

En svo er vísast að veðurstofan, svona einhvertímann með vorinu, gefi frá sér fréttatilkynningu þar sem okkur, veður-lú-börðum þegnum þessa lands verður sagt að þessi vetur hafi nú bara verið svona í meðallagi. Í allastaði. Sem þýðir að við erum væluskjóður. Í flestastaði.


mbl.is Ófærð í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætur dauði - ódýr dauði?

offita-vigtÍ dag heyrði ég útundan mér í Reykjavík Síðdegis, ég greindi að þar var landlæknir í viðtali; umræðuefnið offituvandinn. Ég ætlaði mér að hlusta á upptöku af viðtalinu á vefnum hjá Bylgjunni en það var eitthvað í messi hjá þeim hlekkurinn á viðtalið (hljóðbútarnir voru frá 5. feb.), en ég sá þá í lýsingu að viðtalið var í framhaldi af Kompásþáttar í gærkvöldi. Kompás er nú eiginlega á skyldu áhorfslistanum mínum (Fréttir, Mannamál, Silfrið og Kompás) en hann fór framhjá mér í gær, þannig að ég var að ljúka við að horfa á hann á VefTV Vísis rétt í þessu.

Í fréttskýringu sem kumpánarnir á kompásnum gáfu nafnið „Sætur dauði!” kemur ýmislegt fram um þá vá sem offita er og þeim vanda sem við stöndum frami vegna ótrúlegrar aukningar offitu á meðal þjóðarinnar.

Þátturinn var svona sæmilegur, vond þóttu mér komment eins og frá Davíð Kristinssyni (lífstíls og næringarþerapisti menntaður í henni Ameríku) sem sagði m.a. „því meira sem vara er auglýst því verri er hún fyrir þig, þá greinilega þarf að auglýsa hana...” ái og æi. En margt annað kom fram bæði frá Davíð og öðrum sem var gott - heilt yfir var þarna um þarfa hugvekju að ræða.  

Í gær bloggaði ég um báknið burt með hjálp grænnar stjórnsýslu (a.k.a hátæknivæðingu), í niðurlagi þess pistils minnist ég á Heilbrigðisráðuneytið og gef þar í skyn að ég kunni að búa yfir einhverjum patent lausnum til þess að auka á gæði og lækka kostnað í rekstri heilbrigðiskerfisins.

Þetta var ekki tómt grín hjá mér þarna í blogginu; ég hef um nokkurt skeið verið að dunda mér við þróun hugmyndar sem ég tel að, ef af veruleika verður, geti haft mikið að segja í baráttu okkar (þjóðfélagsins) við það sem kallað er lífstíls- og velmegunarsjúkdómar auk þess snertir hugmyndin aðra þætti vellíðunar og öryggis (ungra sem aldina).

Í ljósi þessa alls er eftirfarandi frétt frá AP svo sjokker. Offita er ódýr! Það kostar minna að sinna feitum en þeim sem lifa heilsusamlega og því lengur. Vitaskuld er þetta ekki alveg svona einfalt, en lesið fréttina hér að neðan. (Pælingar mínar hafa svo sem svar við þessu líka og bíð ég því enn eftir að heyra frá ráðuneytinu)  

Fat People Cheaper to Treat, Study Says

By MARIA CHENG

AP Medical Writer
Feb 5. 2007

 

 

LONDON (AP) -- Preventing obesity and smoking can save lives, but it doesn't save money, researchers reported Monday. It costs more to care for healthy people who live years longer, according to a Dutch study that counters the common perception that preventing obesity would save governments millions of dollars.

 

"It was a small surprise," said Pieter van Baal, an economist at the Netherlands' National Institute for Public Health and the Environment, who led the study. "But it also makes sense. If you live longer, then you cost the health system more."

 

In a paper published online Monday in the Public Library of Science Medicine journal, Dutch researchers found that the health costs of thin and healthy people in adulthood are more expensive than those of either fat people or smokers.

 

Van Baal and colleagues created a model to simulate lifetime health costs for three groups of 1,000 people: the "healthy-living" group (thin and non-smoking), obese people, and smokers. The model relied on "cost of illness" data and disease prevalence in the Netherlands in 2003.

 

The researchers found that from age 20 to 56, obese people racked up the most expensive health costs. But because both the smokers and the obese people died sooner than the healthy group, it cost less to treat them in the long run.

 

On average, healthy people lived 84 years. Smokers lived about 77 years, and obese people lived about 80 years. Smokers and obese people tended to have more heart disease than the healthy people.

 

Cancer incidence, except for lung cancer, was the same in all three groups. Obese people had the most diabetes, and healthy people had the most strokes. Ultimately, the thin and healthy group cost the most, about $417,000, from age 20 on.

 

The cost of care for obese people was $371,000, and for smokers, about $326,000.

The results counter the common perception that preventing obesity will save health systems worldwide millions of dollars.

 

"This throws a bucket of cold water onto the idea that obesity is going to cost trillions of dollars," said Patrick Basham, a professor of health politics at Johns Hopkins University who was unconnected to the study. He said that government projections about obesity costs are frequently based on guesswork, political agendas, and changing science.

 

"If we're going to worry about the future of obesity, we should stop worrying about its financial impact," he said.

 

Obesity experts said that fighting the epidemic is about more than just saving money.

"The benefits of obesity prevention may not be seen immediately in terms of cost savings in tomorrow's budget, but there are long-term gains," said Neville Rigby, spokesman for the International Association for the Study of Obesity. "These are often immeasurable when it comes to people living longer and healthier lives."

 

Van Baal described the paper as "a book-keeping exercise," and said that governments should recognize that successful smoking and obesity prevention programs mean that people will have a higher chance of dying of something more expensive later in life.

 

"Lung cancer is a cheap disease to treat because people don't survive very long," van Baal said. "But if they are old enough to get Alzheimer's one day, they may survive longer and cost more."

 

The study, paid for by the Dutch Ministry of Health, Welfare and Sports, did not take into account other potential costs of obesity and smoking, such as lost economic productivity or social costs.

 

"We are not recommending that governments stop trying to prevent obesity," van Baal said. "But they should do it for the right reasons."

 

---

Meira um þetta hér: http://medicine.plosjournals.org

 


Græn stjórnsýsla

gænt spurningarmerkiÍ leiðara Morgunblaðsins í dag er fjallað um hugmyndadeyfð íslenskra stjórnmálaflokka. Ég er sammála því áliti sem þar kemur fram.

 

Sérstaklega hefur mér fundist sárt undanfarin, tja alltof mörg ár, að fylgjast með því hvað Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera staðnaður. Ekki umfram aðra flokka, alls ekki og eiginlega þvert á móti, en ég geri hins vegar kröfur til Sjálfstæðisflokksins umfram aðra flokka.

 

Í grunninn er hugmynd mín á hreinu, hún er langt því frá að vera ný af nálinni og rúmast algerlega innan gamals og góðs slagorðs sjálfstæðisflokksins Báknið burt” - slagorðið sem stundum virðist hafa gleymst. En alls ekki má gleymast. 

 

Hugmyndin er í stuttu máli um græna stjórnsýslu, þar sem lögð er áhersla á að minnka ríkið með skynsamlegri nýtingu hátækni. Þeorían er einföld: því grænna sem ríkið er, því minna.

 

Það lúmska við þessa grænu áætlun er að vinstri flokkarnir (Samfylking, Vinstri grænir og framsókn) geta engan veginn gert hana að sinni - þó allir sjái að ekkert vildu þeir frekar.  

 

Ég mun hér aðeins stikla á stórum í lýsingu minni á þessari hugmynd fyrir sjálfstæðisflokkinn.

 

Áætlunin gengur út á að hið opinbera beiti sér fyrir aukinni og bættri nýtingu upplýsingatækninnar til að auka skilvirkni og sjálfsafgreiðslu í viðskiptum einstaklinga og félaga við ríkið og líka á milli einkaaðila. Fækka með því störfum hjá ríkinu og minnka hreyfingu fólks á milli staða. Þetta mun leiða til þess að gríðarlegar fjárhæðir munu sparast í: starfsmannakostnaði, húsnæðiskostnaði, eldsneytiskostnaði, viðhaldskostnaði: húsnæðis, ökutækja og vegakerfis, minni sóun á tíma, minni notkun pappírs, færi villur og endurtekningar, og svo má lengi telja.

 

Þessi árangur gæfi okkur tækifæri til þess að lækka skatta og eftir atvikum fella niður eða lækka innflutningsgjöld. Sem aftur gefur okkur tækifæri til þess að einfalda skatta- og tollakerfi og þar með fækka enn frekar störfum hjá ríkinu og lækka skatta, minnka hreyfingu á fólki og … Það sjá allir til hvers þetta leiðir.

 

Niðurfelling/lækkun innflutningsgjalda myndi gera miklar kröfur til ýmissa kerfa í landinu. Til að mynda þyrftu bændur að bretta upp ermar. Ég hef satt best að segja engar áhyggjur af íslenskum bændum, á aðeins fáum árum væru við komin með einhvern besta rekna landbúnað á byggðu bóli. Dæmi um annað kerfi sem myndi leggjast af í núverandi mynd er lítið kerfi, en eitthvert það allra heimskasta, en það er eftirlit með því hvort ferðamenn komi með of mikið af (löglegu) dóti til landsins. Gjörsamlega glórulaus vinna. Á þessu kerfi hangir komuverslun Fríhafnarinnar. Í beinu framhaldi yrði verslunin í landinu, eins og bændurnir, að tálga sig til; keyra upp þjónustustigið, stækka einingar og lækka verð, nú eða sérhæfa sig (og jafnvel hækka verð).

 

Aftur að stóraukinni tölvu- og tæknivæðingu ríkisins, lítum á dæmi um bein hliðaráhrif hennar;GreenIT stórlega efldur hugbúnaðariðnaður, fleiri hálaunuð hátækni störf, aukin neysla, meiri skatttekjur - sem aftur þýðir nýtt tækifæri til þess að lækka skatta. Lækkaðir skattar og einfaldari og skilvirkari stjórnsýsla munu auka samkeppnishæfni íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, gera þau sterkari og gera það áhugvert fyrir erlenda aðila að sinna slíkum rekstri á Íslandi. Allt þetta myndi auka tækifæri til nýsköpunar stórkostlega, sem aftur þýðir fleiri ný hálaunuð hátæknistörf og … aha þú hefur gripið rek mitt (e. you catch my drift).

 

Hafið í huga að þarna var ég að tala um bein, ekki óbein, hliðaráhrif. Óbeinu áhrifin eru svo auðvita fjölmörg. Má þar nefna dæmi um breyta og bætta nýtingu á tíma; vegna framleiðni- og afkastaaukningar myndi fólk minnka þann tíma sem það eyðir í vinnu. Vegna þess að fólk eyðir minni tíma í vinnu, notar það tíma sinn til þess að gera hitt og þetta fyrir sjálft sig og sína -eyðir honum í sjálft sig. Það yrði til þess að auka verulega ýmis viðskiptatækifæri á menningar og afþreyingarsviðum. Sem skapar ný störf og svo framvegis.

 

Vegna þess að leiðarahöfundur Morgunblaðsins hafði sérstakar áhyggjur af heilbrigðisráðuneytinu sem nú er loksins í höndum sjálfstæðismanna, þá skulum við líta snöggvast á hvernig stórlega aukin tæknivæðing í stjórnsýslunni og eins úti í mörkinni getur sparað fjármuni á sama tíma og við aukum öryggi og vellíðan fólksins í landinu til muna.

 

Það blasir við hvernig að ofan ritað og svo hugmyndir mínar hér að neðan ná þessum markmiðum.

 

Upplýsingatækni má nota til þess að bæta árangur, en samt lækka kostnað á öllum sviðum Heilbrigðisráðuneytisins, s.s.:

  • Lyfjamál 
  • Almannatryggingar
  • Heilbrigðisstofnanir (sjúkrahús, heilsugæsla, aðrar stofnanir)
  • Lýðheilsa (forvarnir, endurhæfing)
  • Málefni aldraðra

Byrjum á … (hum…)

 

Eftir á að hyggja þá held ég að það sé klókt af mér að stoppa hér, ég geri fastlega ráð fyrir því að Guðlaugur Þór vilji forvitnast um framhaldið - opinberun þess mun svo ráðist af þeirri þóknun sem mér verður boðið. Hún verður vitaskuld aldrei annað en hófleg.


Leifsstöð og aðrar vondar flugstöðvar

Spennandi röð á flugvelliÍ mínum huga eru fá dæmi jafn glögg, jafn lifandi og áþreifanleg um vanmátt mannskepnunnar til þess að leysa sín stóru daglegu viðfangefni og einmitt flugstöðvar. Leifsstöð er svo skínandi dæmi um þennan aumingjaskap.

Flugstöðvar eru sprungnar, hugmynda- og aðferðafræði þeirra er sprungin. Það breytir engu þó við byggjum 20.000 fermetra í viðbót við Leifsstöð, ef við gerum það á sama hugmyndagrunni og hingað til, þá verður hún jafn sprungin eftir sem áður. Það yrði áfram jafnAiroirt_multilingual_airport_signs dapurleg upplifun að kaupa af henni þjónustu.

Flugstöðvar eru vondur grautur. Ofan á hugmyndalegt gjaldþrot verkfræðinnar bætist enn verri mannlegir eiginleikar; græðgi og valdníðsla. Græðgin sem í frjálsu umhverfi getur verið góð, breytist í andhverfu sína þegar leikreglurnar eru skakkar, þegar rangt er gefið. Valdníðsla er vond í eðli sínu, en verður enn ömurlegri þegar hún er byggð á lögum og reglum. Útúr þessu kemur auðvita ekkert vitlegt, ekkert gott. 

Þjónusta er lykilatriðið. Flugstöðvar þarf að byggja upp með þjónustu í huga. Ekki þjónustu við flugfélög eða flugrekstraraðila, ekki við þá sem reka verslun eða veitingarsölu, ekki við fulltrúa valdsstjórnarinnar: landamæraverði, toll og lögreglu. Þjónusta við farþegana er það eina sem skiptir máli, séu hún vel leyst kemur allt annað í eðlilegu framhaldi.

Airport Security Rules signEflaust átta sumir sig ekki á því hvað ég er að fara - verkfræði, græðgi, valdníðsla; hvað á maðurinn við?

Ég á kannski eftir að svara því einhvern tíman, einhverstaðar.  En læt duga að sinni að spyrja einfaldrar spurningar: hafa viðskipti þín við flugstöðvar að jafnði verið ánægjuleg?


mbl.is Leifsstöð sprungin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Yes We Can”

Á morgun er stóri dagurinn í prófkjörinu vestra. Nokkuð líklegt er að repúblikanarnir klári slaginn þá, en meiri óvissu er spáð hjá demókrötum. Clinton og Obama eru hnífjöfn. Mér finnst Obama kampurinn vera sterkari; hann er greinilega selebsvíthart'ið og keppast stjörnurnar hreinlega að við að binda trúss sitt við manninn. En á móti hefur Hillary jú alltaf tárin. 

Nýjasta seleb framtakið er þetta tónlistarmyndband hérna að neðan. Textinn er í raun fræg sigurræða Obama eftir kosningarnar í New Hampshire.

 

Æi ég veit það ekki; hvað er hægt að segja um svona nokkuð. Vel gert og vandað - sjúr. Skemmtileg - held ekki! Væmið - úff já rosalega! Amerískt - aha alla leið. 

Sjá frekari uppl. um tilurð atarna á dipdive.com 

Fyrsta að ég er byrjaður þá læt ég þetta skjets fljóta með (tekið af slatev.com), það er af sama meiði.

 


mbl.is Spennandi forkosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd af bankaræningjanum

Það er vont til þess að vita að ránum þar sem fólki er ógnað með vopnum virðast vera að fjölga mikið hérna heima. Gott er það svo að löggan nær að upplýsa flest þessara mála stuttu eftir að þau eru framin. Það virðist því augljóst að það er vont jobb að vera on the job á litla íslandi og hreint og beint ömurlegt að vera í búða- og/eða bankaræningjabransanum.

andlitslausi ræninginnEf löggan væri ekki svona dugleg þá gætum við átt von á því að sjá myndir eins og þessa hérna til hliðar í fjölmiðlum, á vefsíðum og hangandi hér og þar. Þessa mynd sendi konunglega tælenska lögreglan frá sér fyrir nokkrum vikum í tengslum við bankarán í Bangkok. Ræninginn komst undan með ránsfeng sinn sem var um 200.000 baht. Teikningin er byggð á upplýsingum frá sjónarvottum; sem segja að hinn grunaði hafi verið með mótorhjólahjálm þegar hann framdi ránið.

Hann hefur ekki fundist - síðast þegar vitað var.  Undarlegt!


mbl.is Vopnað bankarán í Lækjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleði

happily ever afterHamingjan eina og sanna! Ég er sennilega kominn yfir erfiðasta hjallann. Hólpinn?

Samkvæmt nýrri könnun þar sem tvær milljónir manna frá 80 löndum tóku þátt, virðist sem fólki á 44 aldursári sé hættast við því að veikjast af þunglynd. Heilt yfir virðist óhamingja líklegust til að hrjá miðaldra fólk (hér er verið að skilgreina miðaldra sem svona sirka 36 til og með 44). Fólk sem er yngra og eldra er mun líklegra til að vera hamingjusamt. Líkur eru á því að fólk um sjötugt sé álíka hamingjusamt og fólk um tvítugt.

Það er merkilegur samhljómur á milli landa hvað þetta varðar og ekki var marktækur munur á milli kynja - nema íold lady golfer Bandaríkjunum þar sem óhamingja kvenna nær hámarki við fertugt, en karla um fimmtugt.

Það er, finnst mér, nokkur hvatning í þessum niðurstöðum. Að eftir því sem maður eldist frá miðjum aldri má maður eiga von á því að hamingjustigið vaxi - að því gefnu að maður sé í þokkalegu standi líkamlega. 

Nú er bara að halda áfram að vera duglegur að hreyfa sig - næstu 40 árin eða svo (nú er ég að tala fyrir mig og mína). Í þessu sambandi bendi ég á golfið og fullyrði að engin íþrótt er betri til þess að lifa með manni fram á grafarbakkann en einmitt golfið.

Grein um þessa merkilegu rannsókn er að finna á vef BBC hér.


Reiði

Ég horfði oftast á Silfur Egils, nánast af vana. En stundum er það svo að vegna atburða í okkar frábæra samfélagi verður til knýjandi ástæða til þess að stilla á kallinn. Reyndar er það nú svo að mér finnst þátturinn oftast rýr - svona rétt eins og þættir af þessari gerðu eru tíðum. Fyrirséðir; þekkt upphaf, þekkt afstaða, þekktur endir. Samt horfi ég - oftast.

Egill, nú er ég að tala um þennan í Silfri Egils, stendur sig sæmilega í sínu brasi. Einn galli hans er að það vill vera á honum nokkur slagsíða. Þá er hann óttaleg vinstri drusla - ef ég má taka svo til orða. Það er ekki gott að vera vinstri drusla. Finnst mér.
 
Þegar hann er að druslast þetta þá dettur hann í þá gildru að geta ekki falið skoðanir sínar - sem góðir fréttamenn og/eða þáttastjórnendur eiga auðvita að gera; svona oftast.
 
Í þætti hans nýlega, var að mig minnir á dagskrá á afmælisdaginn minn (13. janúar), var eins og Egill væri kyrfilega fastur í slíkri gildru. Hann hafði kallað til sín ungan (jáháum, jú, jú ég er farinn að slá fast í 50 árin og get því sagt „ungu” við vel yfir helming mannkyns) mann til þess að ræða einhver mál tengd íslam - það var í sambandi við útgáfu öfgafullrar íslamskrar áróðurs skruddu hérna heima.
 
MuslimCartoonAnger6Skruddan sú var augljóslega ekki að skapi þáttastjórnandans. Frá fyrstu sekúndu mátti ljóst vera að Agli var mikið niðri fyrir, gott ef hann var ekki reiður. Sem hann er nú oftast ekki - sjáanlega. Ég var ekkert sérstaklega vel með á nótunum; átti ekki von átökum. Var því ekki í sérstakri stellingum fyrir þennan þátt í þættinum hans.
 
En Egill var í stellingu, hann stökk á unga „íslamistann”, það var á hreinu að þessi maður kæmist ekki upp með eitthvert kjaftæði. Þarna heyrði ég Egil vitna til sharia-laga aftur og aftur - „styður þú sharia-lög?” spurði hann. (sjá texta um sharia á wiki)
 
Ungi maðurinn var líka reiður - þeir eru það nú oftast; þessir ungu öfgamenn.
 
Ég minnist þess ekki að hafa heyrt minnst á sharia í langan tíma. Man svo sem ekki hvenær það kann að hafa verið. Sennileg einhvertímann eftir að danskurinn fór að birta skopteikningar af Mú-Skinku-Haus. Sem átti eftir að reynast þeim, þá meina ég Dönunum, nokkuð dýrkeypt; sjálfum aðalskinkugerðarmönnunum. 
 
Aftur að þættinum. Ungi íslamistinn var svo sannarlega harður nagli. Þeir gefa lítið eftir; þessir ungu öfgamenn. En samt mátti augljóslega greina æsing hans. Oftast hefði fylgt slíkum hugarástandi eitthvert stjórnleysi - en þessi maður var bara reiður, ekki stjórnlaus. Bara reiður og kex ruglaður.
 
Ég skildi Egil vel þarna, mig langaði „líka” að rífa í unga öfgamanninn og hrista hann rækilega - reyna að ná honum úr viðjum þess undarlega hugarheims sem hann var svo augljóslega sokkinn í. Egill var reiður. Ég var reiður.
 
Af hverju er ég að rifja þetta upp? 
 
Í gær var í afganska þinginu staðfestur dómur yfir Sayed Pervez Kambaksh, námsmanni sem hafðiMuslimCartoonAnger2 ekkert til saka unnið. Dómurinn var dauðadómur. Glæpurinn var niðurhal greinar um kvenréttindi, lestur hennar og meint dreifing greinarinnar til samstúdenta og kennara í háskólanum hans. Reyndar hefur afganska þingið nú, eftir öflug viðbrögð frá vesturlöndum, sagt staðfestingu dómsins vera "tæknileg mistök". Meira um málið á eyjan.is.  
 
Það er ótrúlegt að á meðal okkar skuli vera fólk sem hefur samúð með þvílíkum málstað (sharia).
 
Stundum mega þáttastjórnendur, fréttamenn, stjórnmálamenn, ég og þú vera reið. Stundum megum við sýna þessa reiði umbúðalaust á opinberum vettvangi. Á liðnum sólahring hefur fjöldi fólks sýnt reiði sína með því að skrifa undir bænaskjal The Independent (hér) þar sem bresk stjórnvöld eru hvött til þess að gera allt sem í þeirra valdi er til þess að koma í vef fyrir aftöku Sayed's.
 
Réttlát reiði okkar og rétt viðbrögð í framhaldi virðist vera að skila árangri. 

Hver vill ekki r*bííp*a Matt Damon?

Ekki ég, óhó nei, nei ekki ég! Ekki það að ég telji að það sé sérstök nauðsyn fyrir mig að halda því til haga, þá geri ég það nú samt - svona til öryggis.

En hún Sarah segist vera til í slaginn, humm, og got betur en það - hún segist vera að'ðí.  Sarah Silverman er vaxandi stjarna; alltjent í vesturheimi - hún er súper grínari og heldur úti eigin sjónvarpsþætti (frá því í byrjun okt.), en hefur verið í ástandi mikið lengur. Ég meina uppistandi.

Kíkið á þetta jútjúb hérna að fyrir neðan og ef þið viljið kynnast BIG S betur þá er upplagt að byrja á wikíinu um hana eða hennar eigin síðu sem er hér (ath. þar er hægt að sjá betur í hvað samhengi klippið hér að neðan var gert). 

 


Won't you blog about this song?

Fyrst að ég er byrjaður að „jútjúbast” þetta, þá er líklega réttast að ég komi á framfæri (við dygga lesendur bloggsins míns) stórkostlegu jútjúbi sem erlendur kunningi minn benti mér á í byrjun vikunnar. Í ljósi væringa á fjármálamörkuðum er þetta líka góð tímasetning. 

Það er svo írónískt að jútjúbið er byggt á lagi Billy Joel "We Din't Start the Fire" og kunna einhverjir að sjá samhengið við frumnafnið og eldfimt ástandið á mörkuðum.

Here Comes Another Bubble v1.1 (Höf./flytjendur: The Richter Scales)

 


Frosið fólk í miklu miðju

Ég er ekki hissa á því að það fólk sem átti leið um Grand Central Terminal um miðjan dag í gær hafi orðið hálf-skelkað.

Grand Central í New York er einhver stærsta járnbrautarstöð í heimi; um stöðina fara um eða yfir hálf-milljón manna daglega. Í gær voru þar á meðal 207 mans sem tilheyrðu hópi sem kallar sig Improv Everywhere, þau áttu þarna annað erindi en gengur og gerist. Kíkið á myndbandið hér að neðan til að sjá hvað þeim gekk til.

 

 

Þetta finnst mér vera flottur gjörningur og langaði að koma honum á framfæri.

Vef Improv Everywhere er að finna hér.

 


Af gömlum bókum að nýju og vígðum böndum hjóna

rangt er réttÓskaplega finnst mér umræðan um endurútgáfu gömlu bókana tveggja, þá á ég við Biblíuna og Tíu litlir negrastrákar, vera yndislega einföld og já nánast óþörf, en þó vitaskuld, algerlega í takt við það sem við mátti búast. Sama gildir um giftingu homma og lesbía, eða öllu heldur hugmyndir um að afmá hugtakið hjón.

Stundum finnst mér eins og að verið sé að hafa endaskipti á hlutunum.  Er það háttur öfugra?

Ég lít á þetta svona. Bækur sem hafa kenningu/boðskap er af ýmsum ástæðum nauðsynlegt að uppfæra með reglulegu millibili. Sjálfsagt er það svo að sumar kenningar er einfaldlega ekki hægt að orða nema með einum hætti, þótt forn sé, en gjarnan má setja þessar kenningar í búning sem hentar tungutaki og hugsun þeirra sem lesa textann. En margar kenningar og þá sérstaklega kenningar er lúta að daglegu lífi okkur mannanna er nauðsynlegt að uppfæra oft, færa stöðugt í stíl við tíðarandann. Ef ekki, þá má eiga von á því að viðkomandi bók/kenning tapi í samkeppni við aðrar nýrri bækur/kenningar um sama eða svipað efni. Pöpulismi er málið, því skyldi engin gleyma.

Biblían var síðast þýdd og gefin út (að mér skilst) í upphafi síðustu aldar, hvernig má vera að þau orð séu "rituð í stein" (eins einhver sagði og segir væntanlega enn) frekar en Biblían hans Guðbrandar sem kom í hillurnar fyrir jólin einhverntímann á seinni hluta 16. aldar? Gullaldar íslenska er víst málið - eða svo var að skilja. Rökleysa.

Tíu litlir negrastrákar, er að mínu viti ekki kennirit og hefur sagan engan boðskap í mínum huga. Negri er ekkert vont orð á íslensku og það er algjört rugl að líka því við ofurinnblásið orðið nigger. Sagan um negrastrákana er gamalt myndskreytt ljóð og á einfaldlega að fá að standa þannig. Fólk hefur ekkert með það að gera að vera að krukka í það, eða að vera að velta sér uppúr einhverjum boðskap sem ljóðið kann eða kann ekki að bera í sér.  Börnin okkar eiga áreiðanlega ekki eftir að gera það og ég fullyrði að ljóðið á ekki eftir að koma inn neinum ranghugmyndum hjá þeim. Án þess að það komi þessari umræðu beint við minnir mig að mér hafi í þá tíð þótt þetta ljóð vera eitthvað undarlegt. 

Vissulega geta einstaka kennisetningar eða jafnvel heilir kaflar gamalla kennibóka vel staðist þótt langt sé um liðið frá síðustu útgáfu. Dæmi um þetta er að finna í aldeilis hreint frábæri bók sem ég á og heitir Hjónalíf. Bókin kom út hér á landi 1946. Ég gríp niður á blaðsíðu 33.

---o--- 

Vaninn.

Margir þeirra, sem ritað hafa um kynlífið, ástina og hjónabandið, hafa bent á hætturnar, sem felast í tilbreytingarleysinu og fastheldni við gamlan vana. Sá vani margra, að lifa kynlífinu vélrænt og tilbreytingarlaust, hlýtur fyrr eða síðar að leiða til meiri eða minni leiða. Ætti það að vera nægileg ástæða til þess, að hjónin reyni að gera samfarir sínar sem breytilegastar.

Eftir fyrstu vikurnar reynir fyrst fyrir alvöru á sambúðina. Havelock Ellis segir: "... að ung hjón lendi oft inn á allt of órofið samlíf, vegna hleypidóma vina þeirra og fyrirfram ákveðinna skoðana, eða of mikils algleymis þeirra ungu ástar, eða blátt áfram af ótta við að særa tilfinningar hvors annars. Í því felst hætta á endingu hjónabandsins." 

Þetta er ein höfuðástæðan til þess, að margir nútímahöfundar, sem rita  um heilbrigði hjónabandsins, ráðleggja "sitt í hvoru rúmi", eða helzt "sitt í hvoru herbergi". Unaðurinn við samrekkjun endist þeim elskendum lengur sem ekki sofa saman á hverri nóttu, vikum, mánuðum og árum saman.

---o--- 

Það var svo sem engin tilviljun að ég greip niður á þessum stað í þessari góðu bók. En þannig var að ég las þessi orð sem heilræði í brúðkaupi góðs vinar míns og frænda haustið 2001, en þá var honum gefin kona sem hann kaus að kvænast og get ég sagt það hér, með nokkru stolti, að enn þann dag í dag eru þau gift. Hugsið ykkur góðum sex árum síðar.  Ég og konan sem mér var gefin  höfum verið í hjónabandi í tuttuguogfimm ár. Ég gef mér að gæfa okkar og þeirra hjónanna sé að nokkru fólgin í því að hafa fylgt ráðum bókarinnar góðu. Boðskapurinn hér er að rjúfa viðjar vanans.

Ég sé ekki hvernig nokkrum manni getur dottið í hug að þennan texta hérna að ofan sé hægt að bæta, sannleikur hans er einfaldlega tær og okkur náttúrulega nærri.

Bókin er annars sneisafull af ráðum sem okkur nútímafólkinu kann að finnast vera augljós í dag, en þurfti kannski að brýna fyrir fólki í den. Dæmi um þetta er:

---o--- 

"Þreytandi cotius: Kona þarf að vita, að samfarir eru venjulega meira þreytandi fyrir karlmanninn en konuna og að hann getur fyrr uppgefizt. Karlmaðurinn er líka lengur að ná hæfni til nýrra samfara heldur en konan. 

Konan þarf líka að vita, að margir karlmenn eru heimskulega stoltir, að þeir vilja ekki við þetta kannast, heldur reyna að fullnægja hverri ósk konunnar. Margar samfarir, sem alls ekki eru skaðlegar heilsu konunnar, geta farið langt yfir takmörk þess, sem karlmaðurinn þolir, og þó vill hann viðurkenna það. "

---o--- 

Er ekki öllum ljóst að hér er ekkert hægt að gera til þess að uppfæra textann, hann einfaldlega steinliggur. Nema hvað að það mætti þýða orðið "cotius", óþarfa snobb að hafa þetta hér uppá latínu og jú orðið "venjulega" mætti missa sig.

Þá að vígðum böndum.

Hommar og lesbíur mega vel gifta sig mín vegna, það snertir mig á engan hátt. En þegar pöpulistarnir telja það vera vorri þjóð (og kirkju) til framdráttar að endurskilgreina hugtakið hjónaband og þar með hugtakið hjón þá finnst mér of langt gengið. Fólk sem ekki lætur sér nægja að öllum þeirra þörfum sé sinnt bæði að formi og í framkvæmd og vill ganga lengra (eitt skref enn, er einkenni allra öfga - það er bara ekki hægt að hætta) og gerir kröfur um að allt fólk endurskilgreini hugmyndir sínar um hjón og hjónaband þá segi ég bara NEI. Mér finnst þetta reyndar ekkert koma kirkjunni sértaklega við, þetta einfaldlega snertir mig persónulega, mér finnst eins og það eigi að troða á mér og ég er bara ekki tilbúinn til þess að kyngja því.

Aftur ætla ég að grípa niður í þeirri stórmerku bók Hjónalíf í þetta sinn til þess að kanna hvað hún getur kennt mér um kynvillu og ráð við henni:

---o--- 

Homosexualitet.

Stundum leika börn og unglingar kynleiki við samkynja persónur, þ.e.a.s. þau fremja homosexualited. Þegar menn vaxa upp, og önnur áhrif koma til greina, þá er homosexualitet sjaldgæfara, en ef um það er að ræða, þá mun það að miklu leyti, eða kannski að öllu leyti koma í veg fyrir heterosexualsambönd. Annar eru slík kyntilfelli á unglingsárunum venjulega aðeins tímabundin, tilviljunarkennt útrás fyrir kynþrána, kynörvunina, eða aðeins forvitni.

---o--- 

Ja svo mörg voru þau orð. Fólk fremur þetta þá! Hugsanlega kann nú einhverjum að finnast eins og kenningar Hjónalífs séu í þessu tilfelli í eitthvað undarlegum takti - augljóslega í takti þátíðar.

Í orðskýringum bókarinnar segir: Homosexualitet: Kynvilla. - Kynsamband tveggja persóna af sama kyni.  Sjálfur get ég tekið undir tungutak Sverris Stormskers (sjá hér) en það sýnist mér vera nokkurn veginn í takt við það sem var notað þegar ég ólst upp. En það var víst í þátíð líka - eðlilega.

 


Golf, gæði valla og gleði

golf on snow 01Í dag átti ég innlegg á spjallþráð á kylfingur.is, sem svo leiddi til þess að ég fékk spurningu til baka sem mér finnst vel svara verð þó sendandinn sé nafnlaus. Áður hef ég lýst skoðun minni á því að nota umræddan spjallvef, en ég tel hann ónothæfan fyrir "alvöru" umræðu (ef einhver hefur áhuga á því að skoða hvers vegna þá má sjá grein um það hér).

Allt að einu, ekkert er sjálfsagðara en að taka þessa umræðu um ástand og gæði golfvalla, enda getur það vart orðið til annars en einskins (ekki gerir slík umræða ástand valla verra, eða hvað?) en hitt er svo ég kýs að flytja mál mitt hér frekar en þar.

Tekið af kylfingur.is af þræði þar sem verið er að ræða ástandið á Grafarholtsvelli (sjá hér):

Frá: Viggó völlur Viggósson11.6.2007 11:54:05
 Ég ætla mér ekki að bera í bæti flákann fyrir Grafarholtið, aðstæður voru erfiðar í maí og holtið þolir einfaldlega illa slæmt tíðarfar - ekki frekar en flestir vellir aðrir, nú eða ég sjálfur.

Grafarholtsvöllur er þó ekki verri en það að hann er hægt að skora sómasamlega, sbr. að Halli Heimis kláraði dæmið í gær á 67 höggum, Pétur Óskar á 69 og fleiri kylfingar léku bara býsna vel.

Til dæmis skilaði Siggi Pé sér inn á 76 höggum, sem auðvita verður að teljast frábært fyrir mann á hans aldri og með hans bakgrunn. Síðan er það náttúrlega bara ótrúlegt, já og STÓRkostlegt í leiðinni að Sótarinn skuli hafa slegið einungis 77 högg, þráðbein flest og íðilfögur að ég tel líklegast.

Sameiginlegt eiga þeir það svo Siggi (35 / 41) og Sótarinn (37 / 40) að frekar dróg af þeim er líða tók á keppnina - slíkt þarf þó ekki að koma á óvart ef menn líta á prófílinn á þeim!!!

Aftur að vellinum. Kylfingar verða að einfaldlega að passa sig á því að láta ekki ástandið á stóra vellinum hafa neikvæð áhrifa á það sem er að gerast á litla vellinum (sem er þarna á milli eyrnanna, hjá flestum altjént).

Kv.
Viggó
Frá: En svon í11.6.2007 17:20:19
 alvöru Viggó, hvað finnst þér um grínin ? Er gaman að spila við þessar aðstæður ?
Frá: sundsprettur12.6.2007 00:13:21
 Ég skellti mér í holtið í dag. Mikið rosalega er völlurinn orðinn góður, flatirnar rennisléttar og mjúkar, taka vel við boltum. Annað greenið var smá sandað en það bætti bara rennslið. Teigarnir voru til fyrirmyndar og brautirnar nýslegnar og fallegar. Ég vil meina að flatirnar í holtinu eru þær bestu í Íslandi í dag.
Frá: Svingur12.6.2007 01:07:19
 Hvaða bull er þetta hér!
Flatirnar eru langflestar hrein hörmung í Grafarholltinu, hopp og skopp og sandur þar á milli. Árferðið ekki gott og völlurinn er hreinlega slæmur núna.
Vona samt að hann komi til með betri tíð mér þykir hann einn sá skemmtilegasti að spila á góðum degi

Þessu vill ég svara með þessu: 

"sundsprettur", ég vildi óska þess að ég gæti tekið undir og kvittað upp á þitt mat á aðstæðum í Grafarholti. Sjálfur var ég þar í kvöld og er mitt mat að við eigum en talsvert í land, en minni á að hlutirnir gerast hratt þessa dagana. Ég kíkti að vísu aðeins á 7 flatir, en tel mig vita nokk hver staðan er á vellinum heilt yfir. Jákvætt viðhorf þitt er þó til fyrirmyndar.

Það er hægt að taka undir það sem "Svingur" segir, og þá sérstaklega "einn sá skemmtilegasti að spila á góðum degi".

Ég gef mér að flestum finnist það sama og mér (og þeim sem skrifar "En svon í" innleggið) í þessu efni, flatirnar á völlum GR eru heilt yfir frekar slæmar og það er hundfúlt. Það þarf hins vegar ekki að þýða sjálfkrafa að leiðinlegt sé í golfi, þó auðvita blasi við að skemmtilegra er í golfi þegar flatir eru góðar - um þetta þarf ekkert að munnhöggvast. Yfirhöfuð þá líður okkur best á vel hirtum góðum golfvöllum og það er einmitt það sem við (GR'ingar) viljum bjóða upp á. En því miður getum við ekki boðið félögum og gestum okkar upp á betri aðstæður þetta vorið en raun ber vitni.

Sjálfur er ég þannig víraður að ég á það til að láta svona hluti (ósléttar flatir, sand á fötum, ný gataðar eða skornar flatir, o.s.frv.) fara svolítið í taugarnar á mér, ég skil því vel sjónarmið í þessa veru. Í mínu tilfelli reynir þó sérstaklega á þetta óþol mitt þegar ég kem á velli í útlöndum, oftast eftir talsvert ferðalag, með upp tjúnaðar væntingar og ný búinn að skilja við slatta af Evrum í flatarfé.

Ef þú ert að spyrja mig hvort að mér finnist ástandið á völlunum (flötunum) okkar óásættanlegt, þá myndi ég vilja svara því þannig að ég telji spurninguna vera óréttláta. Ef ég svara henni eins og mér býður þ.e. játandi, þá virðist felast í því ásökun. Við hvern er þá að sakast? Vallarstjórana, formann vallanefndar (sem er ég í tilfelli GR) eða ef til vill formanninn? Því miður er það ekki svo.

Einhverjum kann að finnst það undarlega að orði komist hjá mér að segja "Því miður". Verkefnið að kom völlunum í gott stand væri talsvert auðveldara ef við gætum verið viss um að vandamálið lægi í einhverju ákveðnu, eins og til dæmis því að menn væru að bulla eitthvað í umhirðu þeirra. Þá hefðum við eitthvað í hendi og gætum kippt því í liðinn, en svo er ekki - því miður.

Fjórir megin þættir hafa áhrif á ástand valla: uppbygging, umhirða, umferð og umhverfisþættir. Hér ætti ég að bæta við fimmta u-þættinum sem er umgengni (boltaför, torfuför, hjólför og önnur för). Sennilega er það svo grunnuppbygging vallar, umhverfisþættir eins og t.d. hæð yfir sjávarmáli og  veðrið sem hafa mest að segja um ástandið - og þetta eru einmitt þeir þættir sem við höfum ekkert með að gera.  

Golf/grasvallafræði eru líklega álíka mikil "ekki vísindi" og þau eru vísindi. Ég er sannfærður um að þetta fag ("golfvallafræði") hefur tekið umtalsverðum framförum hér á landi s.l. 5 - 10 ár, en ég er álíka (ef ekki meira) sannfærður um að við sjáum ekki en til lands í þessum efnum - að við erum nánast enn á byrjunarreit þrátt fyrir all góðan sprett. 

Þetta er orðið gott mikið lengra en ég ætlaði mér. Lætt þetta duga í bili.


Nauðsynlegar leiðbeiningar

Go straight road signKosið verður á morgun til Alþingis og kemur þá í ljós hvernig atkvæðin falla í þessum þingkosningum.” Svona hljóðar upphafið á forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag. Það er nákvæmlega þegar maður les eitthvað svona djúpt, svo vel ígrundað, svo hlaðið visku og merkingu að maður áttar sig á mikilvægi daglegra leiðbeininga sem hver og einn getur fengið frá vönduðum fjölmiðli. Án slíkrar aðstoðar væri erfitt fyrir flesta að fikra sig áfram í stöðugt flóknari nútímanum, svo maður tali nú ekki um framtíðina.

Ég vil nota þetta einstaka tækifæri til þess að þakka Fréttablaðinu fyrir mig. Takk.

  


Ferðalög og listin að græða dag og klukkustund betur

great day to flyUm þessar mundir flýg ég ekki mjög oft til útlanda, alls ekki eins  títt og stundum áður, hef svo sem aldrei ferðast neitt í líkingu við t.d. fólkið sem er nánast með annan fótinn erlendis vegna vinnu sinnar - mér finnst gott ferðast ekki mikið.

 

Ekki það að mér finnist ekki gott og gaman að vera í útlöndum, oftast þykir mér það en mér leiðist óskaplega að ferðast á milli landa í farþegaflugi. Ekki það að ég óttist að fljúga, alls ekki, flug er mjög að mínu skapi svona í grunninn. Ekki er ástæðan heldur sú að mér finnist flugið sem slíkt erfitt.  En það er allt í kringum flugið sem mér er verulega uppsiga við. Ekki ætla ég mér í þessum pistli að fjalla um þessa vondu þætti heldur eitthvað sem ég hef gert sjáfur til þess að gera utanferðir þægilegri og betri.

 

Almennt séð þá líður mér bara sæmilega í flugi, sef oftast - þetta þekkja þeir sem oft hafa ferðast með mér. Það er gott að sofa á ferðalögum, og það er sérstaklega gott að vera þeim eiginleika búinn að geta sofið nánast hvar og hvenær sem er - þannig er ég. Þetta er svona eins og að vera klippari við gerð bíómyndar, hægt er að klippa í burtu heilann helling af hundleiðinlegum mínútum, svona ekki tíma - svo hvílist maður líka.

 

Sem er gott.

 

Annað sem er gott er þegar við hjónin ferðumst saman í morgunflugi þá högum við því þannig að við gistum í Reykjanesbæ á leiðinni upp á völl. Við höfum notið frábærar þjónustu Hótel Keflavík. Þetta er skal ég segja ykkur algjört snilldar fyrirkomulag, virkar eins og að bæta við einum degi við fríið. Flott að rúlla þarna suður eftir svona á milli sex og sjö kvöldið fyrir flug. Það er upplagt að taka ert þú með vefabréfinn og farseðlana, myndavélina, kreditkortið, sólgleraugun og allt hitt pakkann - þá er það frá. Áður en maður veit af er búið að logga sig inn á hótelið ganga frá bílamálum og tryggja að pantaður verði leigubíll morguninn eftir. Það er gott að fá sér síðan í gogginn á veitingastaðnum, slaka svo bara á eitthvað frameftir kvöldi. Það má kannski fá sér einn, eða tvo, fara svo snemma að sofa, eða ekki. Morguninn eftir er maður ræstur samkvæmt pöntun, klukkutíma seinna en ella væri og gæðir maður því dýrmætan svefn. Maður tekur „essin” þrjú, rennir sér í morgunmatinn (sem er virkilega góður á hótelinu), loggar sig út og hoppar upp í taxa (sem hótelið sá um að panta). Hótelið geymir bíllinn á meðan á utanförinni stendur. Fyrir allt þetta greiða hjón litlar 9.000 kr. (plús kvöldverðurinn) - sem auðvita er hlægilegt.


Að byrja ferðadag með þessum hætti gerir flesta daga góða til þess að fljúga.

 

Ferðin upp á völl tekur ekki nema 5 mínútur (munið að búið er að taka stresspakkann með miðana og allt það), ef rétt er að málunum staðið þá sleppur maður inn í flugstöðina hárnákvæmt á undan flugrútunum og þá labbar maður næstum því beint að innritunarborðinu.

 

Þetta er hægt að kalla gott upphaf á vonandi góðri ferð.

 

(PS. rétt er að taka það fram að við hjónin tengjumst eigendum Hótel Keflavík með óbeinum hætti, það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að þetta er snilldar bragð sem ég hvet fólk til þess að prófa við fyrsta tækifæri.)


Olé!

manolete_cordobes_postersÉg dái Spán og ég elska Andalúsíu. Höfuðborg Analúsíu er Sevilla, sem er í mínum huga einhver mest sjarmerandi borg sem ég þekki. Þar hef ég átt góðar stundir, stundir sem ég sakna.

Í Sevilla er Plaza de toros de la Real Maestranza de Caballería, þetta er nautaatshringurinn á Spáni, með stóru N og stóru H.

Það er auðvelt að fordæma nautaat, grimmd eða ómannúðleg villimennska er sennilega það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar þeir hugsa um nautaat.Sevilla-Feria de Abril

Í mínum huga er nautaat dunandi dans, tilfinningaþrunginn taktur heitra hefða. Ég hugsa um skrautlega búninga, hattinn svarta, sverðið; nautabaninn er klæddur fötum ljóssins tilbúinn til að mæta dauðanum. Ég hugsa um El Cordobés, en það var sá nautabani sem mestur var þegar ég var að alast upp, hann var hetja, hetja heillar þjóðar.

Ég hef því miður ekki séð nauta í áratugi, nema í sjónvarpi, en ég vona að ég eigi eftir að eiga þess kost að komast í hringinn í Sevilla. Ég hugsa til þessar hluta með söknuði.

Myndbandið hér að neðan á ekkert skylt við spænskt nautaat, en það er hins vegar sprenghlægilegt.


 


mbl.is Nautabani slasaðist alvarlega á Fallas-hátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli forseti, Abró og skilnaður

Roman_Abramovich01Ef heyrnin hjá mér og skilningur minn á enskri tungu er í sæmilegu standi og ef CNN er að fara með rétt mál (það eru nokkur ef í þessu) þá er svo að skilja að Abró, þið vitið náunginn þarna sem á fótboltaklúbbinn sem Eiður okkar Smári trimmaði með í nokkur ár við fjandi góðan orðstír, standi í skilnaði.

Það var gaman að því að myndefnið sem CNN notaði með fréttinni var af Abró og forsetanum okkar röltandi um brúnna í Stamford. Ég man reyndar ekki hvort að Ólafur var í einkatúr þarna eða í vinnunni, það getur nefnilega verið svolítið erfitt að halda reiður á því hvenær hann er stimplaður inn.

Hvað um það, en þetta á víst að vera "dýrasti" skilnaður sögunnar, kappinn er metinn á circa 18,5 milljarða dollara (Bandarískra þá) eða 1.295.000.000.000 króna, sem gerir hann víst að 16. ríkasta manni veraldar. Frú fyrrum Abró, Irina mun ekki ríða hálfum hesti frá hjónabandinu, fær sennilega ekki nema gott læri eða svo. Í þeim parti er snekkjan góða (metin á einhverja 135m USD) sem ég minntist á í bloggi mínu um daginn (sjá hér). Abró getur huggað sig við að hann fær hins vegar fleyið sem er í smíðum (metið á rúma 200m USD), ég náði ekki hvernig flugvélaflotanum og villunum verður skipt en reiknaAbramovich spouce Daria Zhukova fastlega með að kallinn fái að halda fótboltafélaginu. Það sorglega við fréttina er að 5 börn þeirra hjóna þurfa nú að líða fyrir ósættið, en ég gef mér að það verði þeim léttbærara en flestum öðrum.

Meira um málið á Bloomberg

Mér er sagt að fraukan á myndinni hérna til hægri sé nýja vinkonan hans Abró (sjá hér). 

Hvað ætli hann falli um mörg sæti á listanum hans Forbes við þetta? Hvað er þá langt í okkar mann á listanum? 

Koma svo Björgólfur Thor.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband