EU trúaðir eru blindir í trú sinni eins og aðrir ofsatrúarhópar.
Þeirra málflutningur er að við eigum að drífa okkur inn núna vegna þess að nú sé opinn gluggi; Maltverjar fara með sjávarútvegsmálin og þeir eru smáþjóð og eyland eins og við og skilja okkur því svo rosalega vel. Já svo munu frændur okkar Sví(kj)ar elskulegir setjast í forsetastólinn og þeir munu sko taka á okkur með silkihönskum. Það skildi hafti í huga að Spánverjar koma á eftir Svíum og þá erum við sko dead in the water Ójá. Nú svo ætla Bretar að vera alveg rosalega flottir við okkur og styðja okkur heilshugar, verða okkur bestu bandamenn. Jamm jamm. Við þurfum bara að kyngja Icesave tilboðinu þeirra og leyfa þeim að fá megnið af karfa kvótanum okkar og kabúmm ... við erum svo gott sem komin inní sambandið.
Hvernig getur heilt hugsandi fólk tekið á málum með þessum hætti? Það er ástæða til þess að óttast um hæfi þeirra sem svona hugsa, sem eru í sífellu daðri við EU, til þess að semja við sambandið.
Áfram veginn veg sjálfstæðrar þjóðar!
Ræða trúnaðargögn vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009
Vinstri villa #6 – Óstöðugleiki!
Óstöðugleiki mun fylgja vinstristjórn. Fyrir því eru fjölmargar ástæður, sagan hefur m.a. sýnt að glundroði er fylgifiskur vinstristjórna. En hér læt ég nægja að benda á það hvernig vinstra liðið talar. Út og suður á vel við, þau tala nefnilega út og suður í flestum málum. Eins koma stöðugt frá þeim ótrúlegustu yfirlýsingar, fljótfærnilegar kannski, en sýna glögglega hvað þau eru að hugsa. Þetta eru hugsanir sem kjósendur ættu að gefa gaum og fólk ætti að taka mark á.
Málið er að vinstra liðið þarf að sýna þvílíkar kúnstir í jafnvægislist til þess að halda út í nánast hverju einasta máli. Þetta mun þeim aldrei takast. Til þess skortir þau þrek. Því má fullyrði að stjórn þessa liðs mun ekki endast árið. Upplausnar og sundrungar mun gæta fljótlega - sennilega strax í stjórnarmyndun en við fáum væntanlega ekki að frétta af því.
Áfram veginn til stöðugleika frá glundroða!
Blogghöfundur er hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mætti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2009
Vinstri villa #5 - Nýting auðlinda.
Aðspurður um hvort að hann vilji álver á Bakka, segir Össur Skarphéðinsson eitthvað á þessa leið: Nej, jú, en nei! Ég er ekki að hafna álveri á Bakka, en nei ég vil ekki álver á Bakka!
Úff, hver er skoðun mannsins? Þessi maður er ráðherra iðnaðarmála ... Hvernig haldið þið að það sé að vinna með fólki af þessu tagi.
Skynsamleg nýting auðlinda stendur illa í vinstrimönnum. Þeir vita ekkert hvað þeir vilja ... hvernig eiga kjósendur að vita hvað þessir flokkar vilja?
Áfram veginn ... til velmegunar!
Blogghöfundur er hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mætti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
Ætla að slá skjaldborg um álversframkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009
Vinstri villa #4 - Að axla ábyrgð!
Samspillingarliðið segist hafa axlað sína ábyrgð á hruninu. Þetta segjast þau hafa gert með því að slíta ríkisstjórn með öflugan meirihluta og fara strax í minnihlutastjórn í skjóli populistaflokks Íslands. Þannig á að axla ábyrgð. Þetta kaus þetta lið að gera þetta á gríðarlega viðkvæmum tíma.
Nú svo þegar talið berst að fjárstuðningi við flokka og frambjóðendur þá á að segja sem minnst, helst ekkert. Tja nema að allir leggi fram sínar bækur saman. Allir saman nú.
Svona axla menn ábyrgð á vinstri vængnum.
Sjálfstæðismenn hafa axlað ábyrgð, viðkennt og skýrt mistök, gengist við fjárframlögum og skipt út fólki.
Áfram veginn til ábyrgðar.
---o0o---
Blogghöfundur er hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mætti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
---o0o---
Vill endurskoðun á lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009
Vinstri villa #3 - Gagnsemi í pólitík!
Þriðja freyja í áhöfninni á vinstri galeiðunni Svandís Svavarsdóttir kann skil á því hvað er gagnlegt í pólitískri umræðu. En hún telur að það væri mjög gagnlegt að mæla fjölda dálksentímetra í Staksteinum þar sem talað er um Steingrím Joð sem argasta afturhald.
Þarna erum við, ég og þriðja freyjan, sammála; sem verður að teljast til umtalsverðra tíðinda. Það er hverjum manni holt að rifja upp, oft og reglulega, hverslags fólk það er sem er í brúnni á þeim drauga dalli sem vinstri galeiðan er.
Hitt er svo, að menn eiga auðvitað ekkert að vera eyða tímanum í rifja upp það sem er í fersku minni: eins og það að höfundar Staksteina skulu vera þeirrar skoðunar að Steingrímur Joð sé argasta afturhald.
Sem hann er
Áfram veginn til gagns!
---o0o---
Blogghöfundur er hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mætti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
---o0o---
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Össur Skarphéðinsson fullyrðir í kosningasjónvarpi að núverandi vinstristjórn hafi gjörbreytt aðstöðu sprotafyrirtækja á Íslandi!
Væntanlega á hann við til hins betra! En hvernig þá? Hvar sést þessa stað? Segðu mér sögu, já segðu mér frá ...
Það er óþolandi þegar menn og þá sérílagi stjórnmálamenn í beinni útsendingu komast upp með það að kasta fram fullyrðingum af þessu tagi, án þess að þurfa að skýra mál sitt nánar. Slá sig til riddara með innantómum fullyrðingum eða jafnvel lyginni sjálfri - ógeðfellt sem það nú er!
Sorglegt fyrir Össur. Dapurlegt fyrir fréttamennina.
Staðreyndin er sú að ekkert, alls ekkert, hefur verið gert að hálfu ríkistjórnarinnar til þess að bæta starfsumhverfi sprotafyrirtækja. Satt best að segja hélt ég að menn (eins og Össur) myndu ekki komast upp með að bulla og bulla án viðspyrnu - núna á þessum tímum sem "töff" fréttamennska skiptir mestu máli. En mér sýnist að gamlir og reyndir bullukollar fái bara að gera sínu bulli skil, eftir sem áður.
... segðu mér sögur
já, segðu mér frá
ég átti von nú er vonin farin á brott
flogin í veg.
Eitt er að dreyma,
og annað að þrá
ég vona að þú þjóð
vaknar að morgni
veginum á
Áfram veginn ... til sannleikans!
---o0o---Blogghöfundur er hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mætti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
---o0o---
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009
Krossberi
Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs eru þekktir af elju sinni. Þetta er "alkunna", í það minnsta á meðal þeirra sem starfa í pólitík. Þetta veit Guðlaugur auðvitað; þessi eljusemi er grunnurinn að stöðu hans sem pólitíkus. Vegna þessa hefur hann verið öfundaður. Hér er ég ekkert að spekúlera um hver staða hans væri ef stuðningsmenn hans væru latari; væru svona meiri meðalmenn!
Ljóst er að þær upphæðir sem Guðlaugur Þór fékk frá ýmsum aðilum eru háar.
Mér finnst þær of háar! Svo koma þær frá "óheppilegum" aðilum... (þetta er eftiráspeki!)
En þetta hefur í sjálfu sér ekkert með gildi að gera; snýst um viðmið, óljósar línur. Hvaðan kem ég þá, hvað hefur mótað mín viðmið? Hver eru viðmið mín: launin mín, ímyndaður efnahagsreikningur fjölskyldu minnar, þeirra sem ég umgengst? Ég er ekki viss. Það liggur fyrir að framboð kosta (mis mikið eftir aðstæðum vissulega); þau þarf að fjármagna? Er rétt að frambjóðendur greiði þann kostnað úr eigin vasa? Auðvitað er það algjörlega fráleitt.
Enda hefur það komið í ljós að þorri þingmanna (ef þeir eru þá einhverjir) eru ekki líklegir til þess að kasta fleiri steinum vegna þessa máls.
En Guðlaugur Þór hefur verið settur í erfiða stöðu vegna þessa, hann hefur verið gerður að krossberanum; það hefur orðið hans hlutskipti að ber syndir stjórnmálamannanna og stjórnmálaflokkanna!
Ég átta mig á því að þetta orðalag mitt er hættulegt; af yfirlæti verð ég væntanlega sakaður um að líkja Guðlaugi Þór við Jesús Krist. Tja líklega ekki! Eftirá að hyggja verður Guðlaugur Þór væntanlega sakaður um að vera með Jesúskomplexa á hæstastigi, enda sé það svo að kosningarmaskína hans fari um allar trissur og líki honum við sjálfan frelsarann; svona eins og Davíð gerði! (Hvað er þetta með flokkinn, forystuna og frelsarann?)
Á þessum vanda er til einföld lausn sem (vonandi/nánast) mun koma í veg fyrir spillingu; ég er að tala um opið gegnsæt bókhald frambjóðenda (og flokka).
Áfram veginn ... þennan óspillta!
---o0o---
Blogghöfundur er ekki sérstakur stuðningsmaður Guðlaugs Þórs. En er svo sannarlega hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mætti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
---o0o---
Segir 40 aðila hafa styrkt sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2009 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Olíuvinnsla samræmist ekki skuldbindingum Íslendinga!
Þetta er sjónarmið vinstrimanna, tekið beint úr þeirra ranni.
Ái!
Vinstrimenn eiga í vandræðum með flest; það gildir svo sannarlega þegar kemur að nýtingu auðlinda. Ekki það að þeir tali ekki skýrt! Nei, nei, þvert á móti, það liggur einfaldlega fyrir að þeir eru á móti. Rökstuðningur þeirra er oftar en ekki fullur af yfirlæti.
Áfram veginn ... beint til hægri!
Blogghöfundur er hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mæti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
VG ekki gegn olíuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2009 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009
Leiftursókn til endurreisnar!
Hvert er vandamál íslenskra heimila? Svarið blasir við: lausnalaus vinstristjórn!
Aðgerðir núverandi ríkistjórnar hugsaðar til hjálpar heimilunum í landinu gera ekkert, tja annað en að auka á óvissu og fæða hik. Óvissa og hik eru orka sem neikvæðni nærist á. Neikvæðni sem svo keyrir vonleysisspíralinn áfram fullum krafti, niður í djúpar myrkar gjár svartnættis - þar grefur þjóðin sér svo gröf. Gröf sem aðeins verður dýpri ef sömu flokkar halda áfram við stjórnvöldin eftir kosningar.
Störf verða ekki til með sköttum; við skattleggjum okkur ekki út úr þessum vanda frekar en öðrum. Og ekki verða til störf með því að míga utan í ESB.
Við skulum ekki eyða tíma á þessu stigi; á þessum örlagríku tímum, í flóknar sértækar aðgerðir í stíl vinstrimanna; kostnaðarsamar, seinvirkar, líkast til óvirkar. Niðurlægjandi.
Lausn má ekki vera bákn.
Verðtryggingin verður að hverfa, hún er bákn fólksins, þunglyndi þess. Hún er dópið sem slævir alla hlutaðeigandi: fjármagnseigendur, fjárvörsluaðila, stjórnvöld og lántakendur; heila þjóð. Niðurstaðan er að allt kerfið er heldópað, kex ruglað. Fjármagnseigendur og fjárvörsluaðilar þurfa einfaldlega að fara að vinna vinnuna sína og lántakendur þá, eftir atvikum, að sitja á sér fara sér hægar. Afleiðingin yrði samtaka krafa um virka hagstjórn. Edrú hagstjórn.
Við elskum krónuna. Við elskum hana eins og þjóðfánan okkar og Þingvelli, Gullfoss, Geysi, jöklana, sandana, fjallgirta firði, öræfin, grænar grundir, vötnin, árnar, fljótin og fossana, Mývatn og Eyjafjörð, flóa og djúp, strandirnar, eyjarnar og dalina, Esjuna, sundin og Reykjavík. Ég átta mig á því að ekki eru falin í þessum orðum nein haldbær rök fyrir því að halda íana blessaða, tja önnur en mannleg væntumþykja með vænni slettu af þjóðernisást. En við ættum að fara vel með það sem okkur þykir væntum ekki satt?
Krónan er okkar gæfa nú um stundir, hvort við viljum svo kasta henni síðar eða ekki (um svipað leiti og við fáum inni í Evrópusamveldinu), þá er þessi umræða nú óþörf; hún er seinni tíma mál. Þessi umræða er hluti af pestinni sem okkur hrjáir; andskotans lauslæti frá heiðarlegri hugsun, daður við atkvæði. Ég held reyndar að jafnvel Samfylkingin sé að átta sig á þessu núna - eftir að hafa talað krónuna markvisst niður mánuðum saman. Rökhugsun er ekki endilega þeirra tebolli.
Annað þessu tengt; það að tilkynna nú að við ætlum að sækja um aðild að Evrópusambandinu hefur ekkert með traust til íslensku þjóðarinnar að gera. Hefur ekkert með samstarf við alþjóðastofnanir að gera. Þeir sem halda því fram, sem eru helvíti margir við síðustu talningu, eru einfaldlega að fara með fleipur; staðlausa stafi! Nánast má kalla þetta fólk lygamerði, en í besta falli forfallna pöpulista. Nálægt því að vera síðasta sort.
Krónan hefur í sjálfu sér á engum tíma verið vandamálið, þeir sem halda því fram eru þeir sömu og ég vanda ekki kveðjurnar hér að ofan; vandamálið er fyrst og fremst verðtryggingin og það tvöfalda eða öllu heldur þrefalda kerfi sem hún gat af sér. Eiturlyfjaneysla hefur aldrei gert neinum gott og þá síst til langframa. Dópið drepur; drap hugsanlega krónuna okkur, það á eftir að koma í ljós.
Það verður að skera niður í ríkisútgjöldum. Flokkurinn minn gerði þau regin mistök á farsælum stjórnartíma sínum s.l. tæp 20 ár að gleyma því fyrir hvað hann stendur, hann reikaði af leið og tók að endingu krappa beygju; þandi ríkið út. Sveiattan! Geir H. Haarde hafðu litlar þakkir fyrir, já og þú líka Davíð Oddsson. Þið voruð leiðtogarnir sem ég treysti á, sem stór hluti þjóðarinnar treysti á. Þið áttuð að gera betur.
Góðærið fór illa með flokkinn minn, það blasir við. Góðærið fór illa með margt fólk, svo illa að heil þjóð þarf nú að gjalda fyrir það. Flokkurinn minn er að taka á þessari arfleið aðrir flokkar hafa ekki viljað viðurkenna sína svörtu tíð. Þjóðin þarf að fara að taka á sínum málum það gerir hún best með því að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn, endurreistur, fái afl til þess að takast á við þjóðstjórnina næstu misserin. Þetta er mikilvægt, gríðarlega mikilvægt, í sjálfu sér er þetta forsenda framtíðar.
En hvað er ég að rausa þetta og raupa? Slíkt gefur víst ekkert af sér, tja nema ef að ræðunni fylgir eitthvað annað og meira.
Hér fylgir allt sem fylgja ber - eitt stykki lausn á vandamálum heimilanna og þar með þjóðarinnar:
- Þegar hefur verið ráðist í breytingu gjaldþrotalaga og laga um ábyrgðamenn
- Lækkum launalið ríkisreiknings um 5%
- Krónan er okkar mynt
- Afnema gjaldeyrishöft
- Verðtrygging burt
- Vextina niður
- Borgum ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum
- Lækkum höfuðstól skulda heimilanna um 20% - 330 milljarðar (með þaki)
- Lækkum skuldir lítilla og meðalstóra fyrirtækja um 15% - 250 milljarðar (með þaki)
- setjið tvo ofantalda liði í samhengi við það fé sem bankarnir eru að tapa, er ekki verið að tala um 5 7 þúsund milljarða í því sambandi. Það kostar því ekki nema um 10% af þessari upphæð til þess að bjarga heimilunum (og fyrirtækjunum) í landinu.
- Afskrifum skuldi útgerðarinnar og tökum kvótann til baka á fimm árum 500 milljarðar
- Þenjum möskvana í veiðheimildum tímabundið
- Álver í Helguvík
- Álver á Bakka
- Þetta þýðir að hrinda þarf í framkvæmd virkjunar áformum sunnan- og norðanlands
- Setjum 750 milljónir í ferðamannageirann, þar af 500 mkr í niðurgreiðslur flugs (pakkaferða) og 250Mkr í markaðsaðgerðir (í krónu á móti krónu fyrirkomulagi)
- Setjum Færeyinginn í gang þetta er áætlum sem felst í því að nota lánið frá frænd- og örþjóðinni Færeyjum í uppbyggingu atvinnulífsins, við tökum þeirra aura og setjum annað eins á móti; samtals 12Mkr. Til að setja þetta í samhengi er við hæfi að bera þetta saman við þær upphæðir sem hafa nýlega farið í gerð nauðsynlegra vegaganga, nú eða þá í tónlistarhúsið góða:
- Fjármögnum þriðjustoðina áætlun SI um uppbyggingu hugb.geirans -2,5 milljarðar
- Setjum á fót raunverulega nýsköpunarsjóð þ.e. fyrir sprotafyrirtæki - 3,5 milljarðar
- Setjum á fót örlánasjóð fyrir smáfyrirtæki - 2,5 milljarðar
- Ýttum undir heilsuiðnað á Vallarheiði - 250 mkr
- Ýttum undir uppsetningu gagnavera á Vallarheiði -250 mkr
- hér eru enn 3 milljarða til ráðstöfunnar hugmyndir eru vel þegnar.
Ofantaldar aðgerðir, að virkjunar og álversframkvæmdum frátöldum, munu skapa um 10 þúsund framtíðarstörf (afleidd störf ekki meðtalin) og það á næstu 12 til 18 mánuðum. Störf í tengslum við virkjanir og álver á byggingartíma skipta síðan þúsundum. Afleidd störf munu skipta þúsundum. Störfin verða til á öllum sviðum atvinnulífsins. Atvinuleysisgatinu verður lokað á íslenkum hraða - met hraða.
Snilldin, ef hún skyldi hafa farið framhjá einhverjum, er auðvita að þetta kostar ekki krónu - já allur pakkinn mun ekki kosta skattgreiðendur eina einustu krónu! Þvert á móti mun þetta breikka tekjustofn ríkisins stórkostlega og skila sér í stórauknum tekjum, svo ekki sé talað um minni útgjöld (vegna t.d. minni atvinnuleysisbóta, minni kostnaði vegna sértækra ótækra aðgerða). Við blasir að jafnvægi verður í vöruskiptajöfnuði þrátt fyrir miklar fjárfestingar í stóriðju.
Aðgerðirnar mun vissulega kosta áræðni; djörfung og dug. Svikamyllubústjórarnir þurfa að taka slaginn, en það áttu þeir hvort sem alltaf að gera. Að þeim verður sótt, þung, hart af offorsi. Lánadrottnar munu leita fulltingis alþjóðasamfélagsins, miklum þrýstingi verður beitt. En af þessu þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur, þetta mun fjara út, hratt, miklu hraðar en flesta grunar.
Hugsum endurreisnina sem skammtímaverkefni; leiftursókn. Þegar við höfum náð að hreinsa kerfið út, mokað flórinn, klárað að skafa drulluna úr kerfinu, flett ofan af svikunum. Þá hefjum við uppbyggingu, þá hlúum við að grunngerðinni og innviðunum; þar kemur sjálf stjórnarskráin við sögu. Þá verður nýja Ísland til. Þá er áríðandi að við gefum við okkur tíma, förum varlega í sakirnar; vöndum okkur.
Þangað til, áfram veginn
göngum hratt og hreint til verks!
PS. villur í þessari grein, ólíklegar sem þær nú eru, eru á ábyrgð Davíðs Oddssonar.
Húsfyllir á fundi Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2009 kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009
2,1% í lagi!
Jóhanna fékk 97,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2009
Lélegur endasprettur...
Davíð er frábær ræðumaður; þetta þekkja Íslendingar og þá sérílagi þau okkar sem höfum notið þeirrar gæfu að vinna í Sjálfstæðisflokknum.
Ég á ýmsar minningar af Davíð í ham, sú fyrsta er að mig minnir frá SUS þingi vestur á Ísafirði, fyrir kannski 30 árum. Sviðið var efrihæð Landsbankahússins, þar sat Davíð á stól í miðju herbergi og pundaði á Gunnars-menn. Þeir sem reyndu að munnhöggvast við hann, tja þeir gerðu mistök. Ræða hans í dag fékk mig til þess að rifja upp þennan atburð - ég glotti við tönn þegar ég hugsa um hann, einkar skemmtileg minning.
Maðurinn var og er snillingur, þannig er það nú bara.
Í dag var ræða hans hreint meiriháttar, nánast hnökralaus, þar til að kom að þætti Villa og endurreisnarskýrslunnar. Ég get vel verið sammála Davíð; endurreisnarplaggið er um margt veikt. En að ráðast á Villa og um leið allan þann skara fólks sem tók þátt í starfinu með þeim hætti sem hann gerði er ákaflega dapurt. Þetta var lélegur endasprettur hjá Davíð.
En meira af depurð. Dapurt var hvernig RÚV sagði frá landsfundinum í fréttatíma sjónvarps áðan, fókusinn var á þessar tvær eða þrjár setningar úr ræðu Davíðs, vissulega voru þær fréttamatur en margt annað fréttnæmara var að finna í henni. t.a.m. hugmyndir Samspillingarinnar um dreifða eignaraðild bankanna á sínum tíma. Samfylkingin var algjörlega á móti hugmyndum Davíðs og Sjálfstæðisflokksins um dreifða eignaraðild - en þær hugmyndir gegnu út á að engin einn aðili mætti eiga meira en 3 - 8% í banka.
Annars er það að segja af landsfundinum að þar ríkir góð stemmning og hefur málefnastarfið gengið í samræmi við það - það er gengið hreint til verks. Kannski full hreint í tilfelli Davíðs.
Ekki er nokkur spurning að það verður öflugri Sjálfstæðisflokkur sem dembir sér í kosningabaráttuna - gríðarlega öflugur.
Vilhjálmur: Ómakleg ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009
Þrugl til þrautavara...
Ja hérna hér, menn gefast ekki upp á því að tyggja þessa tuggu...
Hann sagði að færa mætti rök fyrir því að það hefði verið hægt að forðast bankahrunið ef Ísland hefði verið aðili að Myntbandalagi Evrópu. Hann sagði jafnframt að slík aðild hefði eytt lausfjárvandræðum bankanna því seðlabanki Evrópu hefði verið lánveitandi til þrautavara.
Auðvita má færa rök fyrir hinu og þessu, en ekki hvað! En að halda því fram að ECB sé lánveitandi til þrautavara er einfaldlega rangt. Því stendur tæplega steinn yfir steini í málflutningi vinar okkar Pedrós, tja í það minnsta hvað þetta snertir.
Ég hef áður reynt að leiðrétta þennan "misskilning" t.d. hér Þrautavaragaurinn...
Áfram veginn... án þrugls, án þrauta!
Evra eða lokaður markaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2009
Spennandi endurnýjun...
Ég óska Sigmundi Erni til hamingju með glæsilega kosningu. Ég tel, tja ég er sannfærður um, að SER sé "öðruvísi" pólitíkus og trúi því að pólitíkin eigi EKKI eftir að setja mark sitt á hann, þvert á móti þá veit ég að hann á eftir að marka íslenska pólitík.
Mikið ærlegri mann þekki ég ekki.
Til hamingju Simmi. Til hamingju Ella. Til hamingju með pabba krakkar.
PS. Skítt að hann skuli hafa fundið sig í sam/sundurfylkingunni!
Næsta skref að flytja norður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009
Facebook er Facebook er Facebook!
Þannig er að "Facebook" er vörumerki og stendur fyrir eina ákveðna þjónustu sem aftur skipar sér í flokk með fjölda sambærilegra þjónusta á Netinu (samfélagsvefja). Það er því beinlínis rangt að ætla sér að búa til orð fyrir Facebook sem ekki vísar beint til Facebook, sbr. Coke og kók.
Það er vissulega gott hvað við Íslendingar erum duglegir við nýyrðasmíð; t.d. var það snjallt hjá okkur að finna orð fyrr Telephone á sínum tíma, sama gildir um flugvél og þota, svona mætti lengi telja. En þó kók sé drukkið stífar en flest annað sykurvatnið, þá drekkum við líka t.d. pepsí og spræt; með öðrum orðum kók er ekki samheiti fyrir gosdrykki.
Eins og við gúgglum (þetta er að vísu vont dæmi þar sem í hugum margra er það að gúggla að leita á Netinu óháð leitarvél), þá er fínt að við skellum þessu á fésið, en afleitt að birta eitthvað á snjáldru svo ekki sé nú talað um snjáldurskinnu. Best er auðvita að vinna með Facebook, eins og við vinnum með Toyota, Philips, DELL, Boeing, Boss, Karen Millen, Tag Heuer, Nike, Titleist, Asics o.s.frv.
Er twitter fésbók eða snjáldra? En hvað eru þá Myspace, LinkedIn, Hi5, bebo, tagged, fubar og allir hinir samfélagsvefirnir?
Á sama hátt þá hefur mér fundist vont þegar við tökum uppá því að þýða nöfn útlendinga (sbr. Játvarður) eða nöfn staða (Peking) og enn verra er þegar þýddar eru skammstafanir fyrir stofnanir sem heita erlendum nöfnum. Það er eins og að sumar skammstafanir liggi betur við höggi en aðrar; við þýðum: AGS/IMF, ESS/EEA, ESB/EU, SÞ/UN, BNA/USA o.s.frv. En ekki: NATO/NATO, EFTA/EFTA, BBC/BBC, UK/UK o.s.frv. Það að þýða skammstafanir sem þessar gerir auðvitað ekkert annað en að skapa vandræði.
Áfram veginn...
Biskupinn kominn á facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2009
Þrautavaragaurinn...
Endalaust bull er þetta! Hvernig stendur á því að sumt fólk kemst upp með það mánuðum saman að halda fram (eða ýja að) tómri þvælu. Maður veltir því fyrir sér hvort að um meðvitaðar lygar sé að ræða?
Í ljósi þess að ECB (European Central Bank = Seðlabanki Evrópu) er ekki, bara alls ekki, lánveitandi til þrautavara, þá finnst mér merkilegt að í þessari grein sem Grétar Júníus Guðmundsson skrifar í Morgunblaðið að hann skuli geta dregið þær ályktanir sem hann gerir.
Fyrst þetta: "Ætla má að sú staðreynd að Írar höfðu seðlabanka Evrópu sem bakhjarl hafi breytt miklu fyrir þá."
Og síðar þetta "Þá skiptir einnig máli að Írar eru í Evrópusambandinu og í evrópska myntsamstarfinu. Þeir höfðu því aðgang að evrópska seðlabankanum sem svonefndum lánveitanda til þrautavara í sinni heimamynt, evrunni.".
Hvernig stendur á því að blaðamenn komist upp með að þvæla svona?
Þeir, Írar, höfðu engan aðgang að langtíma lánum frá evrópska seðlabankanum. Staðreyndin er sú að Írar eru í svipaðri stöðu og við Íslendingar; þeirra eigin seðlabanki getur (gat) ekki staðið við hlutverk sitt sem lánveitandi til þrautavara. Þeir þurfa að grípa til sambærilegar ráðstafana og við Íslendingar; allsherjar aðhald, skera niður í ríkisútgjöldum og lækka laun á vinnumarkaði. Annað hvort gera þeir þetta sjálfir á sínum forsendum eða gera það í gegnum IMF eins og við erum að gera. Enda hafa Írar ekki í önnur hús að venda en IMF þannig að þeirra þrautaþrautavaragaur er sá sami og okkar.
Að vísu mætti hugsa sér að Írar gætu leitað til EMU og reynt að fá þjóðir myndbandalagsins til þess að slá saman í lán handa sér, ekki er þó víst að þær þjóðir séu í stak búnar til slíks. Þar að auki er ekki til neitt formlegt ferli fyrir slík og því væntanlega mun einfaldara að leita til IMF.
Nú er gott að hafa krónu sem með falli sínu styður við útflutningsgreinar þjóðarinnar og hamlar "óþarfa" neyslu.
Áfram veginn... krónu fyrir krónu fyrir evru!
Svipaður aðdragandi en ólíkt framhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009
Á "öruggum" hraða?
Nú sem oft áður finn ég mig á skjön við stórhjörðina; mótmælendurna sem farið hafa með ófriði um borgina. Sjálfur get ég vel hugsað mér að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda, en ég tek ekki þátt í óeirðum; vill engan meiða og ekkert skemma, vill forðast sviðna jörð skrílsins. Ég átta mig á því að stórhjörðin er samsett úr mörgum hjörðum og að til þess að gera fáir þessara hópa standa fyrir óeirðunum sjálfum. En villingarnir stunda sín skemmdaverk í skjóli hinna. Ég fagna því tilkomu Appelsínugula hreyfingin (http://www.appelsinugulur.is/), kröfugerð og aðferðafræði þessa hóps er mér að skapi. Þetta er hjörð sem ég tel mig geta fylgt.
Mótmælenda hjörðin er klassísk, fyrirsjáanleg; ólgan stigmagnast og nú er svo komið að lítið sem ekkert þarf til þess að hleypa öllu í bál og brand. Barátta hennar er vonlaus, sigur mun aldrei vinnast. Sigur nú mun aðeins slá á þorstann um stundarsakir. Við erum að fjalla um fíkla sem eru að toppa sig í skömmtum dag frá degi. Ef byltingin étur ekki börnin sín, þá étur hún málstaðinn innanfrá og það af áfergju, þar til henni verður ómótt. Gjallið, spýjan er svo hinn nýi mástaður. Afbökun, útúrsnúningur, tilvistarleit, réttlæting fyrir frekara ofbeldi, auknu vonleysi. Þarna er engar lausnir að finna.
Stjórnmálamenn okkar Íslendinga, stærsta smáríkis í Evrópu, eru víst engir skörungar. Fyrir það líðum við. Þeir eru að því er virðist hugmynda snauðir. Fyrir það líðum við. Þeir eru fljótir í vörn; án þess að kunna að verjast. Fyrir það líðum við. Þetta gildir um fólk í stjórn og stjórnarandstöðu.
Talandi um vörnina; frá náttúruannar hendi er skjaldbakan vel varin örugg fyrir ytra áreiti. Skjaldbökur fara sér líka hægt - ofurhægt.
Vantrú mín á ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefur vaxið; fyrst var ég ósáttur við gaufið og góðmennskuna, þá var það skortur á upplýsingum á því að menn skildu ekki aulast til þess að halda úti kröftugu flæði upplýsinga. Frá því fyrir jól hefur málum verið drepið á dreif, ákvörðunum frestað; hausar verða að fjúka hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. En vammlausi Geir sagði að allt hefði sinn tíma. Sem er hárrétt, en tímatalið er bara ekki hans lengur. Nú hefur vantrú mín vaxið svo að ég er að verða trúlaus; farinn að efast um að Geir takist að endurvinna traust mitt; hvað þá hjarðanna.
Vel veit ég að Geir og hans fólk hefur verið að gera fullt af fínum hlutum, en meira að segja það góða sem gert hefur verið hefur ekki skilað sér til okkar; vegna veikrar PR vinnu? Frumkvæði og áræðni er ábótavant. Sóknin er döpur ... ákaflega döpur.
Ég er sjálfstæðismaður, já og ég er frjálshyggjumaður (haldið að það sé nú játning), ég er maður sem sé þessi verkefni brýnust:
* áætlun (raunverulega) um það hvernig við björgum atvinnulífinu í landinu
* áætlun (raunverulega) um það hvernig við björgum heimilunum í landinu
* taka á málefnum Seðlabankans og FME
* skipta um ráðherra fjármála og viðskipta- og bankamála
* mótun framtíðarsýnar fyrir hið nýja Ísland
Ég krefst þess að flokkurinn minn standi sig og hætti að hreyfa sig á hraða skjaldbökunnar.
Áfram veginn... á auknum hraða!
ES: það skal tekið fram að ég skrifaði þetta í gærkvöldi (22/01).
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2009 kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009
Missir vina
Þau hjón, vinir mínir, eiga þetta ekki skilið, en samt! En samt! Öfugsnúið sem það kann að hljóma. Það liggur við að ég hlægi yfir þessum tíðindum, en það er væntanlega ekki í boði, ekki svona opinberlega - þætti ekki við hæfi; yrði líkast til túlkað sem dónaskapur og algjört virðingarleysi við fólk í vondri stöðu.
En samt segi ég samt!
Besta fólkið á ekkert að vera að stússast fyrir villumenn.
En samt, samt verður þeirra sárt saknað.
Missir vina:
Stakkurinn of þröngur
vansniðinn að auki
spennitreyja í reynd
hvar er ykkar missir?
þið vitið hvað þið eigið
ætt og vini
ykkur sjálf
þarna er ykkar auður
Frjáls undan oki auðjöfra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009
And- og taktleysi sjónvarpsstöðvar
Hvað er í gangi hjá Stöð2
Ísland í dag leyfir þjóðinni að skyggnast inn í líf þeirra sem meira mega sín, takk fyrir það! Í sértökum dagskrárlið er fólk sem gjarnan fór með fremstu flokkum í ný afstaðinni hópnauðgun á samfélaginu sleikt hátt og lágt. "Elítan" skal fægð og bónuð. Slefið lekur niður andlit mærandi vina er vitna: hann er manna bestur, manna mestur, má ekki vamm sitt vita, hans helsti galli er að hann bara of góður, ætlar sér of mikið af góðverkum, það er alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur... gubb... afsakið ég þarf að æla.
Í gær var Bjarni Benediktsson mærður sundur og saman, niðurstaðan: þú munt landið erfa, þitt mun ríkið verða.
Ekki er nóg að þessi fullkomna taktleysa, þetta væmna límonaði streymi frá Íslandi í dag, nei, alls ekki nóg. Til þess að bæta um betur þá er "sjónvarpsfífl" sent út af örkinni fyrir Stöð2 Sport til þess að sýna hversu rosalega gott einhverjir íþróttamenn hafa það í útlöndum - takturinn: gaman gaman, flottir bílar, kampavín og kellingar. Ái, æi.
Halló Ísland í dag, svona er Ísland ekki í dag; kannski þetta hefði gengið sumarið 2007.
Ég veit ekki af hverju, en Bobby Brown (Fank Zappa) kemur uppí hugan mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009
Andhverfa
Hvers vegna í ósköpunum vill Þorgerður Katrín ekki að mótmælin snúist í andhverfu sína? Hver er andhverfa mótmæla? Meðmæli? Sammæli? Friðargerð?
Heitir þetta að tala út og suður?
Áfram veginn... friðsamlegrar en hraðrar endurreisnar!
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2009
Upplýsingaþjóðfélagið?
Auðvita er það ekki mitt að segja PB eða örðum þingmönnum hvað þeir mega og hvað ekki, en ég geri það samt: Pétur svona segja menn ekki! Þingmaður á ekki að þverskallast við augljósum vilja þjóðarinnar. Við eigum ekki að leyfa þeim sem áttu að vernda okkur fyrir skakkaföllum að komast upp með að sussa á okkur og segja okkur að fara hægar; við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á um aukið upplýsingastreymi og aukin hraða ákvarðana. Eitt er víst að þessi þjóð þjáist ekki af ofgnótt upplýsinga.
Í þessu sambandi er óþolinmæði því dygð.
Ég hef áður talað um þetta atriði (Einblöðungur og Fá þetta á einu blaði, takk!) mér alveg sama, skít sama, þótt þessar upplýsingar séu ekki hárréttar; væntanlega yrðu þær þá réttari með með hverri nýrri útgáfu. Ég sé fyrir mér að þeir sem hafa með þessi mál að gera myndu senda nýjar stöður til Forsætisráðuneytisins í lok hvers dags og Kristján Kristjánsson uppfærði vefsíðu (t.d. á http://www.storatjonid.is) með morgunsopanum. Birting upplýsingana væri með eðlilegum fyrirvörum og skýringum þar á. Framkvæmdavaldið og sérfræðingavaldaklíkan verður síðan að treysta þjóð og já þingi fyrir að lesa í fyrirliggjandi upplýsingar. Ég lofa því að það verður ekki litið á upplýsinguna sem "spam"!
Hvað er svona flókið?
Áfram veginn... veg upplýsingarinnar.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk